Bjarmi - 01.03.1995, Qupperneq 8
AÐALGREIN
Orð Jesú um dómsýkina hitta því beint í mark:
„Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því
að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér
dæmdir."
Við erum alltaf undir sama dómi og náungi okkar.
Orð Guðs gildir eins fyrir alla. Við þurfum öll jafn-
mikið á fyrirgefningu að halda. Guð fyrirgefur
okkur af miskunn sinni. Þess vegna eigum við að
vera miskunnsöm og fyrirgefa öðrum. Við eigum
jafnframt að Ieiðbeina hvert öðru í kærleika og
áminna hvert annað, ekki til að upphefja okkur sjálf
heldur til þess að forða því að við villumst af veg-
inum mjóa sem liggur til lífsins.
Hvað þá með fjölmiðlana? Eiga þeir að sleppa því
að fella dóma yfir fólki og boða fyrirgefningu í stað-
inn? Vissulega væri það tilbreyting að sjá fjölmiðla
hvetja til fyrirgefningar. En málið er ekki svo einfalt
því hlutverk fjölmiðlanna er víðtækara. Þeir gegna
m.a. því mikilvæga hlutverki að miðla upplýsingum
og veita aðhald. Þess vegna hljóta þeir að draga
ranglæti og spillingu fram í dagsljósið. Þeim ber að
berjast fyrir réttlæti, upplýsa um misbeitingu valds
og vafasama notkun fjármuna sem fólki er trúað
fyrir o.s.frv. En fjölmiðlafólk má ekki gleyma að
það er sett undir sama dóm og aðrir. Það ber ábyrgð
á því sem tekið er til umfjöllunar og því ber að virða
hvern einstakling og tilfinningar hans og sakleysi
hans uns sekt sannast. Fjölmiðill getur misbeitt
valdi sínu og áhrifamætti rétt eins og stjórn-
málamaður. Sölumennska getur borið heiðarlega
fréttamennsku ofurliði. Það er auðvelt að rjúka til
með frétt um menn eða málefni og greina þannig frá
málavöxtum að viðkomandi á sér ekki uppreisn æru
þótt unnt sé að sýna fram á sakleysi hans. Vald
fjölmiðlanna er því vandmeðfarið eins og annað
vald sem mönnum er fengið.
Ni&urlag
Trúin á Jesú Krist setur okkur í nýtt samhengi. Allt
líf okkar í eftirfylgdinni við hann ákvarðast af því
að við tilheyrum honurn. I honum mætum við
miskunn Guðs og eigum fyrirgefningu syndanna.
Það á að móta afstöðu okkar til annarra. Skuldugi
þjónninn í dæmisögu Jesú (Mt. 18:23-35) mætti
miskunn konungsins sem gaf honum upp skuldina.
Þegar hann vildi síðan ekki gera hið sama fyrir
samþjón sinn kallaði hann yfir sig dóm konungsins.
Síðan lýkur Jesús sögunni með orðunum: „Þannig
mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema
hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum“
(v. 35). Hér þurfum við að líta í eigin barm og
minnast um leið orða Jesú sem hér hafa verið til
umfjöllunar: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki
dæmdir."
Bœkur og rit sem stuðst var við:
Bcare, F. W. 1981. The Gospel according to Matthew.
Blackwell, Oxford.
Bonhoeffer, D. 1937. Nachfolge. Chr. Kaiser Verlag, Miinchen.
France, R. T. 1985. Matthew. Inter-Varsity Press, Leicester.
Gilhrant, Th. (red.). 1965. Illustrert Bibelleksikon. Oslo.
Hill, D. 1972. The Gospel ofMatthew. Oliphants, London.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA & KRINGLUNNI
Toppskóri
1 1 VIÐINGÓI
nnn
VIÐINGÓLFSTORG
Verð kr. 5.395,-
Stærð 34 - 40
Teg. 21901
5% staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum samdægus