Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Síða 12

Bjarmi - 01.03.1995, Síða 12
ÚTVARP Hans Kristoffer Goa Utvarpskristnibobið - Ijós í myrkri Meira en helmingur þeirra sem orðið hafa kristnir í Kína síðustu árin heyrðu fagnaðarerindið fyrst í útvarpi. Nú eru íbúar þessa stóra lands orðnir 1,2 milljarðar og enginn veit fyrir víst hversu margir eru kristnir. í síðasta tölublaði Bjarma var talað um nýjar rannsóknir á fjölda evangelískra kristinna manna og sagt að þeir væru um 30 milljónir alls. Þær tölur sem stuðst er við í eftirfarandi grein úr NOREA blaðinu nr. 6 1994 gera ráð fyrir allt að 100 milljónum kristinna. Byggist það m.a. á því að opinberlega er viðurkennt að í landinu séu 63 milljónir kristinna manna. Gabriel Edland, þáttagerðarmaður hjá NOREA og áður kristniboði í Hong Kong og Taiwan, heimsótti Kína í haust ásamt hópi fyrrverandi kristniboða- barna sem langaði til að sjá æskustöðvarnar. útsendingarnar núna. Maður slekkur ekki undir pottinum þegar suðan á hrísgrjónunum er að koma upp! var svarið sem hannfékk. - Það olli miklum óróleika meðal kínverskra starfsmanna útvarpskristniboðsins þegar kristniboðs- leiðtogi einn á Vesturlöndum gaf í skyn að rétt væri að hætta útsendingum til Kína. „Sjáum við nokkurn árangur af því?“ spurði hann. Hinir kínversku starfsbræður voru sem þrumu lostnir: - Þið megið alls ekki leggja niður útsendingarnar núna. Maður slekkur ekki undir pottinum þegar suðan á hrísgrjónunum er að koma upp! var svarið sem hann fékk. Sumar heimildir gera ráð fyrir því að allt að 90 % kristinna Kínverja hlusti á hinar kristilegu útvarps- sendingar. Þær séu lífsnauðsynlegar til fræðslu og uppörvunar og líkja megi útvarpskristniboðinu við vitaljós sem lýst hefur öll þessi löngu, dimmu ár meðan bannað var að vinna að útbreiðslu kristin- dómsins í þessu mikilfenglega landi. Áttu vib Jesú-þætti? Á meðan á heimsókninni til Kína stóð hitti Gabriel Edland marga kristna menn, suma þeirra fyrir tilviljun. - Á götu í borginni Nanyang hitti ég mann sem sat í hjólakerrunni sinni og beið eftir viðskiptavinum. Eg fór að spjalla við hann og spurði hvort hann hlustaði á útvarp. Já, það gerði hann oft. Þá spurði ég hann hvort hann hlustaði nokkurn tíma á erlendar útvarpsstöðvar. Því svaraði hann einnig játandi. En hlustar þú nokkurn tíma á trúarlega þætti? spurði ég. Hann þagnaði og ég spurði hann hvort hann skildi ekki hvað ég ætti við með því. Allt í einu lifnaði hann við og sagði: „Jesús! - Áttu við Jesú-þætti? Jú, þá hlusta ég oft á. Þeir eru mér og fjölskyldu minni til mikillar hjálpar.“ I höfuðborginni, Beijing, hitti ég einnig tæplega þrítuga konu. Hún var gift og rak fyrirtæki ásamt eiginmanni sínum. Nú var hún að fara í viðskipta- ferð til Evrópu og í fyrsta sinn til útlanda. Hún var ákaflega spennt og við spjölluðum saman. Ég spurði hana m.a. hvort hún vissi um einhverja kirkju. „Hvað er kirkja?" spurði hún á móti. Ég reyndi að útskýra hvað ég ætti við og sagði að í kirkjum væri sagt frá Jesú. Þá brosti hún og sagðist vita hver Jesús væri. „Ég heyri oft um hann í útvarps- 12

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.