Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Síða 16

Bjarmi - 01.03.1995, Síða 16
VIÐTAL Gísli Arnkelsson og Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. „Það er auðvitað viss söknuður. Börnin okkar eru orðin fullorðin en það sem kannski er erfiðast fyrir okkur gamla fólkið er að geta ekki fylgst með barnabörnunum, uppvexti þeirra og þroska. En þó að söknuðurinn geri vart við sig er gleðin og þakk- lætið líka mikið. Við erum þakklát fyrir að þau eru þarna úti við kristniboðsstörfin. Þau eru í þeim störfum og á þeim stað sem Guð hefur kallað þau til. Það er það sem er mikilvægast fyrir hvern krist- inn mann.“ En núna um jólin, hefðuð þið ekki frekar viljað hafa þau öll hérna hjá ykkur og vera eins og „ venjuleg “fjölskylda ? „Nei. Auðvitað finnum við ekki hvað síst fyrir söknuði á stórhátíðum og þegar stórviðburðir eiga sér stað innan fjölskyldunnar. En kristniboðið er okkur mikið hjartans mál og það gerir aðskilnaðinn léttari" En eruð þið ekkert hrœdd um þau þarna úti? „Nei, það getum við ekki sagt. Þó að kvíði læðist að manni þá getum við treyst fyrirheitum Guðs. Hann er með þeim og við leggjum þau í hans hendur.“ að er þrettándi dagur jóla og tíðindamaður Bjarma er staddur í hlýlegri íbúð að Meistaravöllum 15 í Reykjavík. Stór vöndur af fallegum eldrauðum rósum er til vitnis um nýafstaðið 40 ára brúðkaups- afmæli íbúanna hér, þeirra Gísla Arnkelssonar og Katrínar Þ. Guðlaugsdóttur. A þessum 40 árum hafa þau hjónin eignast sex börn og ellefu barna- börn. Einhver kynni að ætla að þau hefðu notið jólahátíðarinnar í faðmi allra þessara afkomenda sinna eins og „venjulegir" afar og ömmur gera. En Eþíópíuferö Síðastliðið sumar fóru Gísli og Katrín til Eþíópíu og heimsóttu alla fjölskylduna. Þau voru í viku hjá hverju barnanna fyrir sig og eina viku var allur hópurinn saman kominn í Avasa þar sem sumar- leyfisstaður kristniboðanna er. „Það var stórkostlegt að hitta þau öll og gaman að fá að ærslast svolítið og leika við börnin. Til Bale komum við nú í fyrsta sinn og það fannst okkur mjög sérstakt. Það er nokkuð langt frá hinum íslensku og norsku kristniboðsstöðvunum. Þar er „Eigum vib ekki ab segja ab vib séum nú ab skila þeim til baka?" svo var ekki. Gísli og Katrín störfuðu á árum áður sem kristni- boðar í Konsó í Eþíópíu og nú eru fjögur elstu börnin þeirra og öll barnabörnin ellefu í Eþíópíu, úti á kristniboðsakrinum eins og við segjum. Söknuöur og gleöi Hvernig tilfinning skyldi þetta vera að hafa svo stóran hluta fjölskyldunnar svo óralangt í burtu? harður akur fyrir kristniboðið því múslimar eru sterkir í héraðinu. Annars var óviðjafnanlegt að koma á fornar slóðir og hitta vinina frá starfsárum okkar í Eþíópíu. Yngsta barnabarnið okkar, Markús Bjarnason, kom í heiminn þegar við vorum úti og við vorurn viðstödd skírn hans. Þau barnanna, sem eru á skólaaldri, eru í heima- vistarskóla í Addis Abeba og við vorum einmitt 16

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.