Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1995, Side 17

Bjarmi - 01.03.1995, Side 17
VIÐTAL stödd þar þegar foreldrar þeirra komu með þau og þurftu að skilja við þau. Þá upplifðum við aftur það sem við sjálf gengum í gegnum á sínum tíma. Það fylgir því kvíði og sársauki hjá börnunum að þurfa að skilja við mömmu og pabba. Bjarni og Elísabet starfa við skólann í Addis og það er mikið öryggi fyrir börnin að geta leitað til þeirra. Nú fá þau líka íslenskukennslu sem þau höfðu ekki áður. I skólan- um er mikið tómstundastarf, kvöldvökur, tónlistar- líf, ferðalög og margt fleira. Það er því sitthvað gert til að fanga hugann og létta þannig aðskilnað við foreldrana og við ísland." Breytingar í Eþfópíu Gísli og Katrín komu heim frá Konsó 1972. Margt hefur breyst í Eþíópíu frá þeim tíma. „Samfara falli kommúnistastjórnarinnar hefur frjálsræði aukist mikið. Landið er miklu opnara núna. Samgöngur hafa líka stórbatnað. Einnig var ánægjulegt að sjá að nú eru margir Eþíópíumenn í stjórnunarstöðum innan kirkjunnar og hlutfallslega færri kristniboðar í slíkum störfum. Eþíópíumenn eru þannig að taka við sem eðlilegt er. Allsstaðar sem við komum blasti við okkur árang- ur af umfangsmiklu kristniboðsstarfi, líka á sviði heilbrigðis- og skólamála." Kristnibobabörn veröa kristnibobar Nú er líf kristniboðabarna að mörgu leyti erfitt. Erfitt að fara út og erfitt að koma heim. Þau þurfa að flytjast milli ólíkra menningarheima, læra ný tungumál og vera lengi aðskilin frá foreldrum sínum. Svo þurfa þau sífellt að vera að kveðja, kveðja vini og fjölskyldu á íslandi, vini á heima- vistarskólanum og vini í nágrenni kristniboðs- stöðvarinnar. Samt fara svona inörg kristniboðabörn lít aftur þegar þau eru orðin fullorðin. Hvernig stendur eiginlega á þessu? „Við lítum ekki svo á að börnin okkar séu kristni- boðar í Eþíópíu í dag vegna þess að þau ólust upp þarna úti. Þau hafa fengið köllun til þess að fara. Guð ætlar okkur öllum ákveðið hlutverk, en við „Alh staðar sem við komum blasti við okkur árangur af umfangsmiklu kristniboðsstarfi, líka á sviði heilbrigðis- og skólamála. “ fáum mismunandi verkefni. Það skiptir ekki megin- máli hvar það er, hvort það er á Islandi eða í Afríku. Við þökkum Guði fyrir að börnin okkar hafa hlýtt kallinu. Okkur finnst þetta vera svar við bænum kristniboðsvinanna sem báðu ekki bara fyrir okkur heldur líka börnunum okkar þegar við vorunt úti. En vissulega kernur þeim til góða reynsla og þekk- ing frá æskuárunum og því er ekki að neita að Eþíópía á sterk ítök í þeim. Þegar við kvödd- um Konsó á sínum tíma sögðu gaman- samir vinir að það væri ósanngjarnt að við færum með öll börnin okkar í burtu, því fjögur þeirra væru nú fædd í landinu þeirra. Eigunt við ekki að segja að við séum nú að skila þeim til baka?” Fleiri kristniboösvini „Við erum mjög þakklát kristniboðsvinum. Fyrir- bænin er mikilvægari en okkur órar fyrir og hún getur beinlínis breytt gangi mála Það auðgar hvern kristinn mann að taka þátt í kristniboðsstarfinu og við viljum sérstaklega hvetja ungt fólk til að gerast kristniboðsvinir, nteð öllu því sern það felur í sér.“ Gísli og Katrín ásamt fjórum af börnum sínum, tengdabörnum og góðum hópi barnabarna. Myndin var tekin í ferð þeirra til Eþíópíu sumarið 1994. í Eþíópíu í kringum 1970. Kristbjörg, Karl, Kamilla, Guðlaugur, Bjami og Valgerður. Bót í máli! Þess má að lokum geta að yngsta dóttir þeirra hjóna á von á barni, seni sennilega verður komið í heim- inn þegar þetta kemst á prent. Þau koma þá til rneð að hafa eitt barnabarn nálægt sér. „Já, það bætir úr,“ viðurkenna þau brosandi. Bjarmi þakkar hjónunum fyrir spjallið. A.M. 17

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.