Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 22
AÐ UTAN
Drottni einum sknliun við treysta
Nóra hætti áb spá
eir sem lesa Biblíuna vita aö spásagna-
menn alls konar voru að verki meðal
heiðnu þjóðanna sem fyrir voru í land-
inu er Guð gaf ísraelsmönnum forð-
um. Lesendur Biblíunnar vita jafn-
framt að ísraelsmönnum var með öllu bannað að
iðka spásagnir enda væri slíkt athæfi andstætt vilja
Guðs.
Spámenn Drottins voru ekki í flokki spásagna-
manna. Þeir sögðu stöku sinnum fyrir um óorðna
hluti sem Drottinn birti þeim. En þeir fluttu fyrst og
fremst boðskap frá honum til fólksins, orð um iðrun,
trú og breytni.
Kristnir menn hafa ætíð viljað gjalda varhug við
þeim sem segjast spá um framtíðina. Vitað er að
sígaunar eru kunnir fyrir að iðka spámennsku. En til
eru vitnisburðir um að þeir vísi öllu slíku á bug
þegar þeir opna hjarta sitt fyrir Jesú Kristi. Spásagnir
koma úr annarlegum
uppsprettum, segja þeir.
Nóra Jones var spá-
kona og græddi á tá og
fingri. Lögmenn, lækn-
ar og bændur stóðu í
biðröðum við hús-
vagninn hennar þegar
hún ferðaðist á milli
stórmarkaða um allt
England. Þeir leituðu
svara við ýmsum
mikilvægum spurn-
ingum.
Nú segir Nóra að
hjarta sitt hafi verið
eins og opnar dyr fyrir
hinum vonda en Jesús
Kristur hafi laugað
hana hreina. Nóra og
Davíð maður hennar
eru meðal þeirra sem
hafa orðið vitni að hinni kristilegu vakningu meðal
sígauna í Englandi.
Nóra tilheyrir þessu farandfólki. Hún segir að sér
hafi verið kennt að spá til þess að sjá sér farborða.
Nú er hún sannfærð um að ill öfl hafi verið að verki
í henni í tengslum við spástarfið.
— Þetta var ekki frá Jesú, segir hún og kveðst
hafa fengið hina furðulegustu vitneskju um ýmsa
hluti. Hún telur að þetta sé í tengslum við
sálaróvininn. — Ég leit á þetta eins og hvert annað
starf. En þegar ég blandaði geði við fólk og alls
konar vitneskju skaut upp í hug mér hlaut ég að
spyrja hvaðan hún væri runnin. Ég hafði ekkert
En þegar ég blandaði geði við
fólk og alls konar vitneskju
skaut upp í hug mér hlaut ég
að spyrja hvaðan hún væri
runnin.
kynnst fólkinu áður og því átti að vera óhugsandi að
ég vissi neitt um það.
Hún er sannfærð um að Guð hafi ekki komið
þarna nærri og telur að óvinurinn hafi verið að
verki.
— Þá komu nokkrir franskir, kristnir sígaunar og
einnig enskir. Yfir lífi þeirra hvíldi friður og gleði.
Ég gerði mér ljóst að ég þekkti þetta ekki.
Nóra kveðst hafa heyrt fagnaðarerindið um Jesú
Krist á samkomu sem haldin var á heimili hennar.
Hún hafði ætíð haft trú á Biblíunni, einnig að Guð
væri til og að hægt væri að biðja hann. En hún hélt
að hann væri óralangt í burtu. Hún þekkti ekki Guð.
Nú áttaði hún sig á því að hún þarfnaðist Jesú Krists.
22