Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Síða 23

Bjarmi - 01.03.1995, Síða 23
AFRÍKA: AÐ UTAN — Hann var ekki hjá mér og mér bar að veita honum viðtöku sem Drottni og frelsara. Ég vissi ekki að Drottinn gæti talað til mín því að ég var ungbarn í Kristi. Þess vegna hélt á áfram fyrra starfi mínu og spáði fyrir fólki. En nokkrum dögum síðar þykir Nóru sem Guð tali til hennar og henni verði ljóst að það sé Guði á móti skapi hvernig hún afli sér lífsviðurværis. Hún var viss um að þessar hugsanir kæmu frá Guði. Hún gerði sér líka Ijóst að hún var ágjörn og vildi græða sífellt meira. Davíð maður hennar hafði veitt Jesú viðtöku á undan konu sinni. Hann hafði verið leitandi maður og lesið Biblíuna í tvö ár. Davíð beygði kné fyrir frelsaranum og var skírður í Frakklandi. Þegar hann vitnaði um Guð fyrir Nóru lét hún sér fátt um finnast. Henni þótti hann öfgafullur og vildi ekki Ijá honum eyra. En þar kom að einnig hún opnaði hjarta sitt fyrir Jesú Kristi og hún losnaði undan valdi þeirra andlegu afla sem höfðu haft tak á henni. Henni fannst sem hún hefði verið lauguð hrein. — Einn daginn var ég að vinna eins og venjulega. Þá ákallaði ég Drottin og bað hann að hjálpa mér því að ég vildi ekki taka við peningunum frá konunni sem var að skipta við mig. Þegar ég ætlaði að gera það sem hafði reynst mér svo auðvelt gat ég það ekki. Það var eins og tungan sigi niður í kokið. Ég ýtti hendi konunnar frá mér og sagðist alls ekki geta spáð um framtíð hennar. Það er Jesús sem er höfuð alls. Hann er milligöngumaðurinn. Ég er enginn milligöngumaður. Ég er sígauni en ég hef engan kraft til að gera þetta. Þetta var í síðasta sinn sem Nóra tók hönd manneskju í lófa sér til þess að spá fyrir henni. — Guð hefur verið mér undursamlega góður. Hann hefur veitt mér allt sem ég hef þarfnast án þess að ég hafi þurft að gera það sem ég var vön að leggja stund á. Hann hefur gefið okkur þá peninga sem við þörfnuðumst. Nóra og Davíð voru í hópi fyrstu sígaunanna í Englandi sem tóku trú á Jesú Krist. Þau brenna af þrá eftir að annað fólk af ættstofni þeirra snúi sér til Drottins og fylgi honum. Hjónin hófu að halda samkomur og má segja að þær hafi markað upphaf vakningarinnar meðal farandfólks í Englandi en talið er að fimm til sex þúsund sígaunar í landinu hafi látið frelsast og helgi líf sitt Jesú Kristi. Sígaunar í mörgum löndum heyra nú raust frelsarans og fylkja sér undir merki hans. (Heimild: Dagen.) Vágestur Sjúkdómurinn eyðni æðir um löndin, ekki síst í þriðja heintinum sem svo er nefndur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerir ráð fyrir að um aldamótin verði 40 milljónir rnanna smitaðar af hiv- veirunni sem veldur eyðni. Eþíópíumenn eru margir með eyðnismit. Þrjátíu til fjörutíu af hverjum 100 sjúklingum, er koma á sjúkrastöðvar og spítala sem norrænir kristni- boðar reka í samstarfi við lúthersku kirkjuna í landinu, hafa fengið hiv- veiruna. Sumir þeirra eru þegar haldnir eyðni. Norski læknirinn Bernt Lindtjörn segir að fyrstu árin hafi verið talað um sérstaka áhættuhópa sem hafi fengið sjúkdóminn og þá hafi hann vakið mikla athygli. Nú um stundir er hiv-smit og sjúkdómurinn algengur í öllunt þjóðfélagshópum. Læknirinn segir að samhengi sé á rnilli sjúkdómsins og hinnar miklu útbreiðslu berkla sem eigi sér stað. Um þessar mundir eru að minnsta kosti 5,6 milljónir manna bæði með hiv-smit og jafnframt smitaðir af berklum. Alls niunu vera unt 17 milljónir rnanna víða um heim með hiv- smit og þeir eru hlutfallslega flestir í Afríku. Kristniboðarnir og kirkjan í Eþíópíu reyna í senn að hlúa að hinum sjúku og vinna að forvörnum, ekki síst rneð almennri fræðslu, og byggja starfið á kristilegri siðfræði og náungakærleika. Leitast er við að virkja heimili og einstaklinga í þessu starfi. Læknirinn viðurkennir að lítill árangur hafi orðið af fræðslunni og átaksverkefnum í Eþíópíu. Samt vonar hann að með tímanum nuini einhverjir, vegna þessa starfs, breyta hegðun sinni í kynferðismálum. Hann væntir þess einnig að hin háa dánartala vegna eyðni fái fólk til að nema staðar og hugsa sinn gang. Þrjár milljónir Eþíópa eru taldir smitaðir af hiv-veirunni, fleiri en í nokkru öðru landi í Afríku sunnan Sahara. í Suður-Afríku, svo að annað dæmi sé tekið, fer eyðni um eins og eldur í sinu. Mikil ókynð er í þjóðlífi þar syðra, ofbeldi algengt og fátækt hræðileg. Allt þetta veldur því að menn gefa því lítinn gaurn þó að þeim sé sagt að hiv-smit geti lagt þá í gröfina eftir einn áratug. Margir tortryggja orð hvítra manna vegna aðskilnaðarstefnunnar, sem fylgt var, gegn svertingjunum er byggja landið. Alls er talið að fjórir af hundraði þjóðarinnar séu með hiv-veiruna í blóðinu og sumir óttast að þeir verði 20 af hundraði um aldamótin. Talið er að hið mikla atvinnuleysi meðal fólksins, ekki síst æskufólks, stuðli að ólifnaði, léttúðin verður afþreying og leikur. A stað einum leiddi athugun í Ijós að um helmingur unglinga, sem voru orðnir 16 ára, hafði eignast börn. Það er alkunna að umræddur sjúkdómur berst einkunt við kynmök. Ljóst er að þeir, sem tileinka sér þau viðhorf kristinnar siðfræði að hver og einn sé trúr maka sínum og að ógiftir séu skírlífir, njóta meiri verndar en hinir sem fara sínu fram. Lœknirinn segir að samhengi sé á milli sjúkdómsins og hinnar miklu útbreiðslu berkla sem eigi sér stað. 23

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.