Bjarmi - 01.03.1995, Qupperneq 24
AF VETTVANGI
Cób heimsókn frá Englandi
Margt sameiginlegt
og margt ólíkt
/
Ilok janúar kom hingað til lands í heimsókn
Keith Wells, sem verið hefur framkvæmda-
stjóri KFUM í Sheffield í Englandi undan-
farin 15 ár. Dvaldi hann hér á landi í 5
daga, talaði á samkomum og kynnti starf
KFUM í Englandi á samverum sem hann tók þátt í.
Keith var spurður nokkurra spurninga og sú
fyrsta var: Hvað er sameiginlegt og hvaða mun
sérðu á starfi KFUM og KFUK í Reykjavík og svo í
Sheffield?
- Því er ekki að neita að margt er sameiginlegt og
eins er margt ólíkt. A báðum stöðum er um að ræða
kristileg félög. Við í Sheffield leggjum áherslu á að
Jesús Kristur er miðpunktur starfsins, það er sá
þáttur sem allt starfið snýst um. Hins vegar viljum
við vera opið félag sem býður alla velkomna til
þátttöku í starfi félagsins, í þeirri von að þeir kynn-
ist trúnni og kjósi að fylgja Jesú Kristi.Við vinnum
Tensing-staifið okkar er nú rúmlega 10 ára
gamalt og líklegast sá liður starfsins sem hefur
skilað mestum árangrifyrir okkur sem
kristilegt ceskulýðsfélag.
að því með sérstakri boðunardagskrá og eins með
því að bjóða fólki á óformlegri samverur þar sem
við tölum saman og kynnumst og byggjum þannig
upp vináttu sem oft leiðir til þess að fólk kemst til
trúar. Mér sýnist við leggja meiri áherslu á félags-
lega hjálp í okkar starfi en þið gerið hér en þið
leggið mikla áherslu á boðun fagnaðarerindisins
sem er ykkar styrkur. T.d. erum við með sérstaka
áætlun sem við störfum eftir á meðal atvinnulausra.
Hér á Islandi eru aðstæður svipaðar og í Noregi
þar sem ég þekki vel til. Þið starfið á kenningar-
grundvelli og innan þjóðkirkjunnar. í Sheffield er
KFUM samkirkjulegt félag og bæði eru launaðir
starfsmenn og félagar úr ýmsum kirkjudeildum.
Þegar svo er þurfum við að sjálfsögðu að gæta þess
að halda okkur við það sem við eigum sameiginlegt.
Getur þú lýst í stuttu máli hvernig starfið er upp-
byggt?
- Eins og flest félög erum við með stjórn sem
markar stefnuna bæði hvað varðar áherslu í starfi,
notkun fjármuna o. fl. Eg hef verið framkvæmda-
stjóri félagsins s.l. 15 ár og með mér 75 manns í
launaðri vinnu. Segja má að áherslan í þessu starfi
sé tvíþætt. Annars vegar er um að ræða starf sem
við rekum sem fjáröflun þó svo það geti einnig
gefið okkur tækifæri til að hjálpa fólki og boða því
fagnaðarerindið. Hins vegar er um að ræða venju-
legt KFUM-starf þar sem við vinnum að því að
sinna einstaklingunum og þroska þeirra til líkama
sálar og anda, sem þrjár hliðar þríhyrningsmerkisins
okkar standa fyrir.
Sem dæmi um helstu þættina í starfinu er fyrst að
nefna n.k. gistihús þar sem fólk býr eitt ár í senn.
Þar er rými fyrir 104 og um 40% þeirra sem þar búa
eru erlendir stúdentar, önnur 40% er ungt, atvinnu-
laust fólk. Við rekum einnig íþróttamiðstöð þar sem
er að finna líkams- og sálarræktarstöð sem er mjög
vinsæl og með fjölbreytta dagskrá. Við rekum
einnig leikskóla og svokallaða „mjúka miðstöð"
sem er eiginlega opinn forskóli þar sem allt
umhverfið er mjög mjúkt og erfitt að meiða sig en
gaman að leika sér.
Æskulýðsmiðstöðin okkar er mjög vinsæl og
okkur vantar tilfinnanlega fleiri sjálfboðaliða til
24