Bjarmi - 01.03.1995, Síða 31
AÐ UTAN
Tilkynnt var að mennirnir yrðu liýddir öðru sinni
stuttu síðar. En þá barst hinunt ungu hetjum liðsinni
úr óvæntri átt. Tveir menn frá skrifstofu suðvestur-
umdæmisins, annar var Guðlaugur, komu til fundar
við heimamenn til að ræða málin. Virtust hinir
heiðnu öldungar fólksins óhagganlegir í andstöðu
sinni við kristindóminn. En konungur Voitómanna,
sem er heiðingi, kom á fundinn - og hann bauð að
enginn skyldi barinn því að menn ættu að geta lifað
í sátt og samlyndi þó að þeir aðhylltust ekki sama
átrúnað.
Guðlaugur skrifaði Skúla Svavarssyni formanni
Kristniboðssambandsins bréf þegar til stóð að mis-
þyrma piltunum öðru sinni og var þeim tilmælum
komið til kristniboðsflokkanna hér um að menn
En konungur Voitómanna, sem er heiðingi,
kom áfundinn - og hann bauð að enginn
skyldi barinn því að menn œttu að geta
lifað í sátt og samlyndi \)ó að þeir
aðhylltust ekki sama átrúnað.
ákölluðu Guð vegna þessara mála. Þegar fréttir
bárust um málalyktir urðu kristniboðsvinir glaðir.
Þeir þakka einnig Guði fyrir að Barrisja Húnde er
frjáls. Margir höfðu beðið fyrir honum.
Styöjum fjarlæga vlni
„Gegnum hættur, gegnum neyð, göngum,
Kristsmenn, vora leið.“ Þannig hefst kunnur sálmur.
Það er mála sannast að allir kristnir menn verða að
berjast til að halda velli, ýmist við sinn innri mann,
við freistingar, við kjarkleysi, við deyfð og doða
nreðal fólksins eða vegna ódulins fjandskapar af
hálfu andstæðinga Krists. Frelsarinn sagði þetta
fyrir.
Þess vegna reynir á þolgæði lærisveinanna, að
þeir gefist ekki upp heldur viðurkenni óhikað
hverjum þeir þjóna og styðji hver annan.
íslenskir kristniboðsvinir veita eþíópskunt bræðr-
um og systrum hjálp með því að halda áfram að efla
kristniboðið og láta ekki af að biðja fyrir starfinu og
söfnuðunum úti á akrinuin.
Barrisja Húnde.
Kvebja frá Barrisja
Meðan Bjarrni var í vinnslu barst kveðja til íslands frá Barrisja.
Þar þakkar hann kristniboðsvinum fyrirbænir fyrir hinni ungu
sýnódu lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu og þann vinarhug sem
honum var sýndur meðan hann var í fangelsinu. Hann vekur athygli á
því að ekki einungis hann hafi verið sýknaður heldur var jafnframt lýst
yfir því að sýnódan tengdist vígaferlum ekki að neinu leyti eins og
suntir höfðu haldið fram. Þessa farsællu lausn mála þakkar ltann rneðal
annars bænum kristniboðsvina. Barrisja ætlaði í sex vikna leyfi til þess
að dveljast hjá fjölskyldu sinni og jafna sig eftir vistina í fangelsinu.
31