Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 9
Guólaugur A. Jónsson með baenasjal Gyóinga og bikar sem er mikió notaóur í helgihaldi Gyóinga, m.a. á páskahátíðinni. > mestu leyti órannsökuð og í þessari stuttu grein verður ekki gerð nein tilraun til að rekja þá sögu. Vitað er aó Snorri Bergsson sagnfræðingur er aó vinna aó riti um sögu íslenskra Gyóinga og bandarísk kona að nafni Beatrice Bixon, sem nánar verður get- ið hér að aftan, hefur einnig verið að vióa að sér efni meó slík áform í huga. Ymislegt má og lesa um hlustkipti Gyóinga hér á landi í bókum Þórs Whitehead prófessors um síðari heimsstyrjöldina. Hér á eftir hyggst ég hins vegar fara nokkrum orðum um samfélag Gyðinga hér á landi eins og ég hef kynnst því á undanförnum árum. Ekki skráð trúfélag Mér hefur oft verið boóió á samkomur Gyðinga hér og ræður þar mestu þaó starf sem éggegni, þ.e. prófessorsembætti íguó- fræði og ritskýringu Gamla testamentisins. Þá hef ég kynnst nokkrum Gyóinganna vel og eru sumir úr þeirra hópi meóal góðra vina minna. íslensku Gyóingarnir eru fá- mennur hópur sem hittist jafnan á helstu stórhátíðum Gyðinga svo sem páskum (pesah), nýárshátíóinni (ros hassjanah), friðþægingardeginum (jóm kippúr), lauf- skálahátíóinni, púrím-hátíóinni, Ijósahátíó- inni (hanúkka) eða vígsluhátíðinni, eins og Nýja testamentið kallar hana. Ekki koma þeir reglulega saman á sabbatinum, þ.e. hvíldardeginum en f:alsvert er um það aó útlendir Gyðingar sem hér eru á ferð hringi upp í guðfræðideild Háskóla Islands og spyrja hvort og hvar Gyðingar haldi sabbat- inn. Oft hefégvísaó þeim á Michael Levin, vin minn, en um reglulegar sabbatsguðs- þjónustur hefur ekki verió aó ræóa á Islandi á síóustu árum. Nora Kornblueh, sem kom hingaó til lands árið 1980 og lék um skeið meó sinfóníuhljómsveitinni, hefur tjáð mér að upp úr 1980 hafi verió algengara að Gyóingar hér hafi komió saman til helgi- halds á sabbatinum en þá jafnan í heima- húsum. Nora hefur löngum síðan verið meóal virkustu félaga á samkomum Gyó- inga. Gyóingar hafa ekki skráó samtök sín sem trúfélag hér á landi og veldur þar Kklega mestu hversu fámennir þeir eru en trúlega skiptir það einnig máli að þeir hafa ekki vilj- að láta mikió fyrir sér fara. Vaxandi andúó í garð Gyóinga víóa um heim og ekki síst í Evrópu í kjölfar aukinna átaka milli Israels- manna og Þalestínumanna undanfarna mánuói og ár hefur þarna haft sitt að segja. Páskahátíóin Algengur fjöldi á trúarsamkomum íslenskra Gyðinga eru 30-40 manns. Þátttakendur leggja sameiginlega mat og drykki á veislu- boró og samhugur og gleói ríkir jafnan á þessum hátíðum þar sem aldnir og ungir eru saman komnir. Hér ætla ég að fjalla aðeins ítarlegar um páskahátíðina en aórar af hinum stærri trú- arhátiða. Þar er minnst eins stærsta og þýð- ingarmesta atburðarins sem Gamla testa- mentið greinir frá, þ.e. flótta hinna hebr- esku þræla úr ánauóinni í Egyptalandi á 13. öld f.Kr. A trúarhátíðum íslensku Gyóinganna er þess jafnan gætt aó börnunum leióist ekki og séð er til þess að eitthvað höfði sérstak- lega til þeirra. A páskahátíðinni s.l. vor var t.d. sýnd teiknimyndin Egypski prinsinn (The Prince of Egypt) af myndbandi fýrir yngstu börnin, en hún er sem kunnugt er frjálsleg túlkun á sögu Móse og atburóum 2. Mósebókar (Exodus). Má í þessari sýn- ingu fýrir börnin sjá ákveóna útfærslu á því sem er fastur lióur í páskahaldi Gyðinga, þ.e. barn er látió spyrja hvers vegna þetta kvöld sé ólíkt öllum öðrum kvöldum. Hér var teiknimyndin sem sé látin túlka hið hefóbundna svar sem felst í því að skýra frá björguninni úr ánauóinni í Egyptalandi. Og þessum atburói er lýst þannig að hann verður nánast eins og raunveruleiki hér og nú. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.