Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 16
Frá samkomu í Færeyska sjómannaheimilinu. draum aó veruleika og það var síóan 1975 sem fýrsta skóflustungan að sjómanna- heimilinu við Brautarholt var tekin. Húsið var svo byggt í rólegheitum. Fyrst kláruðu menn annan endann og hann ber þess reyndar svolítið merki, bæði hvaó varðar rafmagn og annaó. Öll vinna var meira og minna unnin í sjálfboóavinnu. Heilar fjöl- skyldur komu hingað frá Færeyjum ár eftir ár til að vinna í húsinu. Oft voru það trú- aóir einstaklingar sem héldu utan um þetta, en fengu síðan aðra meó sér. Þetta fólk gaf sumarfríið sitt og vann við bygging- una. Þaó bjó saman og hafói sameiginleg- an mat og margt þetta fólk hefur talaó um það síóan hvað þau fengu mikla blessun út úr því sjálf aó vinna hér. Svona var þetta síðan unnið hægt og bít- andi þar til húsið var vígt og formlega tekið í notkun árió 1991. Auðvitaó var húsió samt heilmikió notað á árunum 1980- 1990. Fólk gisti jafnvel í húsinu ef svo bar undir, þó allar hurðir vantaói og húsið væri hrátt aó innan og sandhrúga á gólfinu. Engum var úthýst ef þörf var fyrir gistingu. I dag eru 20 herbergi meó baói í húsinu og þar geta gist allt aö 60 manns. Saga þessa starfs ber það með sér að alltaf hefur fólk hjálpast að við þaó sem þurti að gera og alltaf hefur trúin verið drif- krafturinn á bak við starfið. I dag má segja aó reksturinn skiptist í tvennt; á sumrin er Örkin fyrst og fremst rekin sem gistiheimili fyrir ferðamenn og fer þá mikið af bókunum í gegnum fslenskar ferðaskrifstofur, en á veturna er reksturinn blandaðri. Þá býr oft færeyskt skólafólk í hluta hússins og reyndar líka skólafólk ann- ars staðar frá, en þó er ávallt reynt að hafa nóg af lausum herbergjum til aó hægt sé að taka á móti hópum ef svo ber undir. A vet- urna hefst hió hefðbundna vetrarstarf. Það eru margir Færeyingar sem búa hér í Reykja- vík, sem koma reglulega í húsiö, jafnvel daglega; þeir fá sér kaffisopa, spjalla sam- an og lesa færeysku blöðin og þetta er vissulega fólk sem þyrfti að vera hægt að ná 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.