Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 31
enduróm lofsöngsins inn á hvert heimili: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu. Þegar dregur að jólaföstunni caka glugg- ar landsmanna að skarta stjörnum og sjö- arma Ijósastjökum. Stjörnurnar endur- spegla Betlehemsstjörnuna, sem vísaói vitr- ingunum veginn forðum, hinum þremur konungum Austurlanda, sem kunna að hafa borió nöfnin Baltasar, Kaspar og Melkíor, en þeirra dagur er lokadagur jóla, þrettándinn, 6. janúar.6 Rafljósin meó perunum sjö eru hingað komin frá Svíþjóð á sl. tuttugu árum. Þau eru líka kölluð gyðingaljós, enda bera Ijósastikur Gyðinga sjö olíuljós sem tákna auglit Guðs sem hvílir yfir Israel. Kallast miðljósið Ijós Messíasar og er sjálf stikan sem möndluviðartré með sjö greinum.7 En minna má einnig á orð Ireneusar: „Um víða veröld boóar kirkjan sannleikann. Hún er sjöarma Ijósastikan sem ber Ijós Krists“.8 Talan sjö er heilögust talna, tala Guðs (3) og heimsins (4) samanlagðar og minir á sjö bænir Faðir vors, sem og orð Krists á kross- inum. ,JESÚ, ÞÚ ERT VOR JÓLAGJÖF..." Dagur Heilags Nikulásar er 6. desember. Þá voru börnum gefnar gjafir, en Nikulás (d. 6. des. árió 345) er verndari sjómanna og ungra barna. Sá rauóklæddi ameríski er hugmyndafræóilegur afkomandi biskupsins frá Litlu-Asíu.9 Hérlendis fóru óknytta- drengirnir hennar Grýlu að taka upp fatnaó og siði afkomenda Heilags Nikulásar upp úr 1930 og um miðja 20. öldina fóru að sjást skór í glugga að norðurevrópskum hætti. Jólahreingerningar eru ekki nýtt fyrirbæri. Atti fólk sumt ekki til skiptanna áður fýrr, hvorki föt né rúmföt, og var því treyst á fá- tækraþerrinn þrem dögum fýrirjól, að næð- ist að þurrka hið nýþvegna. Á sjálfan að- fangadag var farið snemma ofan og gert höfuðhreint, fýrst hýbýlin og svo mannfólk- ió. Löngunin til að þrífa og prýða skýrir sig sjálf, því hver vill ekki taka vel á móti svo tignum gesti sem konungi jólanna? Hvert fátækt hreysi höll nú er, syngjum við, því Guð er sjálfur gestur hér. En ekki má gleym- ast hin innri tiltekt í öllum ytri önnum. Jólakort urðu til meó útbreiðslu frímerkj- anna um miðja 19. öld. Brynjólfur biskup Sveinsson á hins vegar hina elstu íslensku jólakveðju sem varðveist hefur, en hann endar bréf dags. 7. janúar 1667 þannig: „Meó ósk gleóilegra jóla, farsællegs nýja árs, og allra góöra heillastunda í Vors Herra nafni Amen.“10 Islensk jólakort hafa verið gefin út í rúma öld, en jólakveðjur Ríkisútvarpsins eiga sjötugsafmæli um þessar mundir. Jólagjafir eiga sér rætur í hinu heiðna jólahaldi, en þekktust þá einvörðungu meðal höfðingja. Kom siðurinn sunnan úr álfu. Ekki voru jólagjafir þekktar í neinu mæli meóal almennings á Islandi fýrr en eft- ir síóari heimstyrjöld. Þó tíókaðist að hver heimilismaður fengi sem launauppbót nýja sauðskinnsskó á jólum, jólaskó, og helst aðra flík, svo ekki færi í jólaköttinn. Kerti fékk heimilisfólkið á flestum heimilum einnig, alltjent börnin.11 Annars konar jólagjafir voru matargjafir hinna betur stæóu til hinna efnaminni fyrir jólin, einkum á imbrudögum.12 Var þaó að boói kaþólsku kirkjunnar í hennar tíð, að á jólum skyldi auðsýna „mildi okölmusugæði við fátæka menn“.13 Mér eru í barnsminni feróir okkar systkin- anna með móður okkar á Þorláksmessu og aðfangadag um sveitina heima að færa ein- 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.