Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 38
‘Maííesínj Úr heimi bænarinnar í nýrri útgáfu Bókaútgáfan Salt ehf. hefur gefió út bókina „Úr heimi bænarinnar” eftir norska guófræðiprófessorinn Ole Hallesby. Bókin fjallar um bænina út frá ýmsum sjónarhornum og svarar ótal spurningum um hana. Hún er því hagnýt leióbeining, hvatning og hjálp þeim sem biðja eóa langar til að læra aó biðja. Höfundurinn ritaói fjölda bóka, en um „Úr heimi bænarinnar” sagói hann aó hún væri sú bók sem hann hefói mest langað til aó skrifa. Reyndin hefur orðió sú aó hún hefur náð langmestri útbreióslu af bókum hans og hefur verið þýdd á fjölda tungumála um allan heim. Er þetta þriója útgáfa bókarinnar á ís- lensku og hefur hún verió ófáanleg um nokkurt skeió. Endurútgáfan og efirspurnin eftir bókinni staófestir gildi hennar. Bókin á erindi til allra sem velta fýrir sér hvaða áhrif bænin hafi og hvernig hún geti mótaó lífió í ríkari mæli. Bókin er 160 bls. að stæró en aftast í henni eru umræóuefni ef fólk vill nota bókina í heimahópum, þar sem efni hennar er rætt. Bókin kemur bæói út innbundin með álímdri kápu og kostar kr. 2.990, og sem kilja og kostar hún 2.490. Áskrifendum Bjarma býðst aó kaupa bókina meó 20% afslætti fram aó áramótum. Hafa má samband vió afgreiósluna í síma 588 8899 eóa mæta í hús KFUM og KFUK vió Holtaveg á skrifstofutíma, kl. 9-17, nema föstudaga og á Þorláksmessu til kl. 16. Lokað veróur á aðfangadag og gamlársdag. JÓRDANÍA Kristin ekkja fær fimm daga frest til aó gefa frá sér börnin sín Jórdönsk kristin ekkja hefur neyóst til aó fara aftur í felur eftir aó hafa verió skipaó aó senda börnin sín til óvinveitts múslimsks ættingja. Sam- kvæmt Middle East Concern tilkynntu yfirvöld Siham Qandah þann 7. október sl. aó hún hefði tæpa viku til stefnu til aó afhenda múslimsk- um bróóur sínum 14 ára dóttur sína og 12 ára gamlan son. Þessi skip- un kom átta mánuðum eftir aó hæstirétt- urJórdaníu dæmdi bróóur hennar forræó- ió yfir börnunum. Frú Qandah var sagt aó ef hún færi ekki eftir þessari tilskipun yrðu börnin tekin afhenni meó valdi. Þessi ógn- un aóskilnaóar vofir yfir vegna þess að hún elur börnin upp í kristinni trú en ekki sem múslimi. Neóra dómstig hafói áóur úrskurðaó hana óhæfa til aó veita börnum sínum forsjá þar sem hún æli þau ekki upp í islömskum sióum og kenningu. um; víða1 iveröld Beöiö fyrir kirkjum sem sæta ofsóknum Kirkjur í Bandaríkjunum og um allan heim héldu bænadag þann 10. nóvember sl. þar sem sérstak- lega var beðið fýrir kristnum mönnum sem eru of- sóttir. Þetta er alþjóólegur bænadagur fyrir kirkj- um sem sæta ofsóknum. Þann dag sameinast þús- undir safnaóa úr öllum kirkjudeildum í bæn fyrir ofsóttum kirkjum. Þetta er einn stærsti bænavió- burðurinn í heiminum og hefur verið haldinn sió- an 1996. Tíu kristilegar stofnanir standa saman í aó fjármagna þetta átak. „I fjölmörgum samtölum mínum við kristió fólk sem sætir ofsóknum spyr ég alltaf hvaó við í hinum vestræna heimi getum gert til að styója þaó á sem bestan hátt á göngu þeirra með Drottni,” segir Terry Madison, forseti Open Doors i Bandaríkjun- um. „Og þaó sem er efst á þeirra lista er bænin. Þeir vilja að við biójum meó þeim og fyrir þeim. En ekki bara einn dag á ári!” 38 (Fréttirnar eru fengnar afvefsíðunni religiontoday. com)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.