Heima er bezt - 01.05.1952, Page 2

Heima er bezt - 01.05.1952, Page 2
130 Heima er bezt Nr. 5 Myndirnar á forsíðu STEINSSTAÐIR. Hraun í Öxnadal verður jafn- an frægur staður í bókmennta- sögu þjóðarinnar. Þar fæddist „listaskáldið góða“, Jónas Hall- grímsson, en ólst upp að nokkru leyti á Steinsstöðum, en þar bjó móðir hans lengi síðan. Þeg- ar Jónas var 9 ára drukknaði faðir hans, séra Hallgrímur Þor- steinsson, við silungsveiði í Hraunsvatni, en það er rétt undir Hraundranga. Hann er rúmir 1000 m. á hæð. Þjóðsag- an hermir, að uppi á honum sé geymdur peningakútur, sem verði eign þess manns, er hafi karlmennsku til að ná í hann. — Eitthvert fegursta kvæði Jónasar, Ferðalok, er tengt þess- um stað. Það er ort undir áhrif- um æskuástar og er um stúlku, sem varð honum minnisstæð alla ævi síðan. Endurminningin um það kemur fram í mörgum af hinum fegurstu kvæðum skáldsins. — Hinn atburðurinn, hið sviplega fráfall föður hans, verður uppistaða Saknaðarljóða. — En hin fjölmörgu ættjarðar- ljóð skáldsins munu þó hafa haft ríkust áhrif á samtíð hans, og stuðluðu mest að vakningu þess vorhugar með þjóðinni, sem vakti hana að lokum til vitundar um sögu sína og menn- ingu og varð öflugasti styrkur þeirra manna, sem fylktu sér um Jón Sigurðsson í baráttunni fyrir auknu sjálfsforræði. EINBÚINN Yfir dal, yfir sund, yfir gil, yfir grund hef eg gengið á vindléttum fótum. Eg hef leitað mér að, hvar eg œtti mér stað, út um öldur og fjöll og í gjótum. En eg fann ekki neinn, eg er orðinn of seinn, þar er alsett af lifandi og dauðum. Eg er einbúi nú, og eg á mér nú bú í eldinum logandi rauðum. Jónas Hallgrímsson. 1. Börn hafa ríka tilhneigingu til að taka þátt í störfum full- orðna fólksins og venjast þannig snemma gagnlegum störfum, sem oft verður upp- haf að iðjusemi og skyldu- rækni, en það eru kostir, sem prýða hvern mann. Litla stúlkan hér á myndinni sýn- ir, að hún er enginn viðvan- ingur við mjaltastörfin. 2. Bifreiðastjórar mjólkur- og flutningabifreiðanna hafa átt við mikla örðugleika að etja á siðastliðnum vetri vegna snjóa og ófærðar á þjóðveg- unum. Oft hafa þeir komizt í hann krappann við að brjót- ast áfram í hríðarveorum í svartasta skammdeginu. — Myndin sýnir mjólkurflutn- ingamenn að starfi sínu, sem nú, með byrjuðu sumri, verð- ur ólíkt þægilegra. 3. Fiskveiðar við Faxaflóa hafa gengið allvel nú að undan- förnu. Togarar hafa lagt meiri stund á að veiða í salt en ís og veitir það meiri at- vinnu i landi. Hér gefur að líta fisklöndun á hafnarbakk- anum í Reykjavík, og er þar unnið með stórvirkum tækj- um. 4. Það lifnar yfir mörgum, þeg- ar hrognkelsaveiðarnar hefj- ast, enda alkunnugt, að sígin grásleppa og nýr rauðmagi þykir herramannsmatur, og þó að stykkið af nýjum rauð- maga sé selt á 4—5 kr., kepp- ast húsmæðurnar við að hafa hann á borðum. Hér sést fengsæll sjómaður á Akranesi koma að landi með afla sinn. í GREIN Ilelga Valtýssonar á bls. llá í aprílnr. liefur slæðst sú villa í 1. dálki 13. línu að ofan, að orðið „Vestfjörður" hef- ur komið í stað „Vesturöræfum", sem átti að stauda þar. Sömuleiðis hefur misprent- azt í grein Jóh. Asgeirs í sama hefti „Húna- dalur" í stað „Húsadalur“ og falliö úr ein lína á bls. 115; á eftir ,,til“ síðast í 12. línu að neðan, fyrsta dálki, komi orðin: „þess að geta sagt það, að maður“ o. s. frv. IIEIMA ER HEZT • Heimilisblað með myndum • Kemur út mánaðarlega • Askriftagj. kr. 67.00 • Utgef.: Bókaútgáfan Norðri • Abyrgðarm.: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Björnsson • Heimilisfang blaösins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.