Heima er bezt - 01.05.1952, Page 6
134
Heima er bezt
Nr. 5
Þórarinn Helgason:
Fyrsta hópferð íslenzkra
bænda til Norðurlanda
Það var hinn 19. júní 1948, kl.
6.30 að morgni, að hópur manna
safnaðist í skrifstofu Loftleiða í
Lækjargötu. Daginn þennan
átti að hefja þá vel undirbúnu
Noregsför sunnlenzkra bænda,
sem þáverandi form. Búnaðar-
sambands Suðurlands, Guð-
mundur Þorbjamarson á Stóra-
Hofi, ýtti úr vör. Til fararinnar
réð sambandið tólf bændur og
Árna G. Eylands stjórnarráðs-
fulltrúa að fararstjóra. Auk þess
tók þátt í förinni frú hans og
Guðmundur Jónsson skólastjóri
á Hvanneyri með nemendur úr
framhaldsdeild bændaskólans,
og var þetta þáttur í námsför
piltanna til Norðurlanda, sem
Guðmundur stjórnaði. Alls tóku
þátt í förinni um Noreg 25
manns, þar til tvo síðustu dag-
ana, er Guðmundur og piltar
hans urðu að slíta félagsskap-
inn vegna annarrar áætlunar.
Ekki voru ráð á að ætla til
dvalar í Noregi nema ellefu daga.
Takmarkaðist tími þessi svo af
tvennu: annríki bændanna ann-
ars vegar og flugferð heim hins
vegar. Til að tryggja, að þessi
stutti viðstöðutími kæmi að sem
beztum notum skrifaði Árni til
„Selskabet for Noregs vel“ og
mæltist til, að það tæki að sér að
skipuleggja ferðalagið í Noregi
með tilliti til óska hans um við-
komu á nokkra tiltekna staði.
Félagið varð vel við og sá um
farartæki og gistingar með
mestu pröði. Án milligöngu þess
hefði öll ferðin orðið stirðari og
örðugri, því að tími var orðinn í
namara lagi, er förin var ráðin,
til undirbúnings þar í landi. Nor-
egur er mikið ferðamannaland
og því ógernnigur að fá þar inni
á gistihúsum nema ráðstafanir
séu gerðar með löngum fyrirvara
Engum mun koma á óvart, þó
að Noregur yrði fyrir vali, er
bændur á íslandi hófu utanför
til kynningar í fyrsta sinni.
Ber margt til þess. ísland
byggðist að mestu af Norðmönn-
um og eigum við því þangað að
telja til nánustu frændsemi í
önnur lönd. Höfðingjar hér fram
eftir öldum áttu skammt til
frændsemi við konunga, jarla og
önnur stórmenni í Noregi. Var
því fjárafla- og virðingarvæn-
legt að sækja þá heim, enda
herma svo sögur, að oft þágu
íslendingar af þeim vingjafir
ekki smáar. Fyrir kom, að þeim
var gefinn hafknörrinn með rá
og reiða, hlaðinn því, er mest
skorti á íslandi: húsaviði og
korni.
Fyrstu aldirnar, eftir að ís-
land byggðist var ekki gerður
munur á þjóðerninu beggja
vegna álsins. íslendingar hétu í
Noregi Vestmenn og Norðmenn
á íslandi Austmenn. Þó að þetta
hafi breytzt,er vinátta og frænd-
rækni órofin milli þjóðanna. Svo
hlýtur það j afnan að verða. Bók-
menntirnar" eiga sinn mikla þátt
í því. íslendingasögurnar byrja
á því að segja frá mönnum og
atburðum í Noregi. Við lestur
þeirra og Heimskringlu heillast
hugur fslendingsins á unga aldri
af landinu og þjóðinni. Og á
þetta án efa sinn þátt í því, að
útþráin stefnir þangað fyrst og
fremst. Síðan sækir töfraljómi
sagnanna á hugann alla tíð, og
þegar svo tækifærið kemur, að
íslenzkir bændur verði frum-
ferlar til útlanda, er auðskilið,
hvers vegna Noregur varð fyrir
valinu.
Hér er ekki rúm fyrir ferða-
sögu, enda er Noregsförin skráð
og gefin út í sérstakri bók. En
um förina má segja í fáum orð-
um það, að hún tókst með mikl-
um ágætum. Studdi þar hvað
annað góður félagsskapur allra
þeirra, er þátt tóku í förinni, á-
gætar móttökur og indælt veður.
Flugferðin verður bændunum
strax stór viðburður, því að flest-
ir sigla þeir loftin blá í fyrsta
sinni. Útsýnin yfir Jaðarinn er
eins og opinberun. Þar gefur á
að líta skipulega ræktun og
samræmi í byggingum. Byggðin
er þéttskipuð og afmarkast í
reiti, þar sem skiptist á tún,
akrar og skógarbelti. Saman-
burðurinn og andstæðurnar
koma í hugann. Að heiman lá
leiðin yfir Reykjanesskagann.
Ólíkara gat það naumast verið,
sem við sáum við fyrstu sýn af
Noregi. Eigi er undarlegt, þó að
landnámsmanninum, er átti á
bak að sjá þessum landshluta og
tók landsýn af Ströndum, er
snær var nýfallinn á fjall eitt,
yrði söknuður í hug:
Hefk lönd og fjöld frænda
flýit, en hitt es nýjast:
Kröpp eru kaup ef hreppik
Kaldbak, en læt akra.
Alls staðar bergmálar sagan
gegnum aldimar, hvar sem far-
ið er um Noreg.
Flugvélin lenti á Sólaflugvelli,
sú byggð er fræg að fornu og
nýju.
Jaðarinn er eitt mesta land-
búnaðarhérað í Noregi. Þar er
margt merkilegt að sjá. Þau
ræktunarafrek, sem þar hafa
verið unnin, munu torfundin í
sama mæli annars staðar. Kom-
ið var þar á marga staði, m. a. á
tilraunabúið Forus, lýðháskól-
ann á Öxnavaði. Skóli þessi var
reistur 1940 og var ekki enn bú-
ið að fullgera allar byggingar.
Skólastjórinn sagði, að skólabúið
hefði að verulegu leyti staðið
undir þeim framkvæmdum, sem
þarna mátti sjá. Og er skóla-
stjórinn sýndi það, sem ekki var
lokið við, gerði hann þessa at-
hugasemd: „Skólinn hefur nóga
peninga, það eru bara erfiðleik-
arnir að fá efnið.“ Höfuðborgin
á Rogalandi, Stafangur, gleymd-
ist ekki heldur, borgin sveita-
lega með sveitalega fólkið og
fögru kirkjuna frá 12. öld.
Þá fyrnist seint innsiglingin til
Björgvinjar og borgin sjálf um-
lukt fjöllunum sjö. Og fallega
hefur tekizt að klæða fjallið þar,
því að allur er þessi stórskógur
þar gróðursettur, mest af
unglingum. Bændaförin var á
Snorrahátíðinni, er styttan var