Heima er bezt - 01.05.1952, Page 10

Heima er bezt - 01.05.1952, Page 10
138 Heima er bezt Nr. 5 Frá safninu i Briissel. Beinagrindur risaskriðdýra settar saman af visindamönnum. sitt hafa þær fengið af stórum kambi er lá aftur af hnakkan- um og alla leið til halabeinsins, en þá tók við röð af hvössum göddum úr horni. Á framlimun- um voru 5 „fingur“, en þeir voru styttri en afturlimirnir, er höfðu 3 tær. í húðinni, einkum neðan á hálsinum, voru nokkrir bein- hnúskar eða plötur. Ekki eins einkennilegar útlits, en eigi síð- ur hræðilegar á að líta, hafa Nashyrningseðlurnar verið. Þær voru nánast „spendýrslagaðar“, ef svo mætti að orði komast, því að kroppurinn var borinn uppi af fjórum fótum og höfuðið í samræmi við aðra líkamsbygg- ingu þeirra. Hið einkennilegasta við dýr þessi var þó höfuðið. Á þvl voru þrjú horn, eitt lítið á trjónunni og tvö yfir augunum, og voldugur kragi úr beini náði frá höfðinu og aftur á bóga. Prófessor Marsh hefur fyrstur manna skýrt frá dýrum þessum. Hann fann þau í jarðlagi frá lokum krítartímabilsins. Þá er tekið er tillit til þess, að margar þessara beinagrinda vega fleiri tonn, verður skiljanlegt, hve mikil vinna liggur í að grafa þær upp úr djúpum jarðarinnar og ganga frá þeim í sölum safn- anna. : j Skriðdýraflokkur sá, er Nas- hyrningseðlurnar heyra til, hef- ur vakið mikla eftirtekt meðal fræðimanna víðsvegar um heim. Stór leiðangur frá Ameríska náttúrugripasafninu í New York var sendur til Asíu árið 1921. Leiðangurinn hafði 75 úlfalda undir klyfjum, auk margra bif- reiða. Átti hann að vinna að rannsóknum til ársins 1928, er þeim skyldi vera lokið eftir áætl- uninni. Leiðangurinn dvaldist mest í og við Gobi-eyðimörkina. í jarðlög- um frá krítar- og tertier-tíman- um fundust eigi aðeins leifar af hestum, fílum og rándýrum, nashyrningum (og þar á meðal stræsta landspendýri sem enn hafa fundist leifar af), en einn- ig, og það varðar efni það, er hér liggur fyrir, egg Dinosaura. Enda þótt egg þessi væru ekki allsend- is ókunn vísindamönnum, eru þau þó ákaflega sjaldgæf, og nú fundust 25 heil egg ásamt fjölda brota. Að það séu egg dinosaura, sést meðal annars af stærðinni — 20 sm. á lengd og 17—18 sm. að þvermáli •— og ennfremur af löguninni, er minnir mjög á krókodílaegg, en aðalsönnunin var þó, að menn fundu fóstur af Dinosaurus í einu egginu. Margt bendir til þess, að eggin heyri til fleiri en einni tegund, en að nokkur þeirra séu fuglaegg er útilokað, m. a. vegna þess, að fuglar af slíkri stærð eru ó- þekktir. Leifar þær af eldgöml- um, undarlegum fuglum, sem fundist hafa í sams konar jarð- lögum sýna, að fuglarnir hafa ekki náð slíkri þróun að vænta mætti einstaklinga af slíkri stærð. — Eins og oft hefur borið við, þegar um vísindalegar upp- götvanir er að ræða, fundust egg þessi af hreinni tilviljun. Ljós- myndari leiðangursins var á leið heim að tjöldunum, þegar hann kom auga á skurnabrot undir brekkurótum skammt frá sér. Steingerðu eggin eru mjög sjald- gæf og vísindamennirnir tóku strax að rannsaka þau. Meðal þeirra leifa Dinosaur- anna, sem leiðangurinn fann, var beinagrind af lítilli eðlu, er virðist vera forfaðir nashyrn- ingseðlunnar. Var hún einkenni- leg útlits, hafði engin horn og höfuðkúpan var lítil. Fannst beinagrind þessi í lagi frá fyrri tíma en síðarnefnt dýr. í sama lagi og eggin fundust, og nálægt þeim, fundu menn beinagrind af litlum, tannlaus- um dinosaurus. Gæti hugsast að hann hefði lifað á eggjaránum. Auk þeirra dýra, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, hafa fundist leifar af öðrum stór- vöxnum landskriðdýrum í jarð- lögum frá ýmsum tímum. Árið 1822 fann Englendingur- inn dr. Mantell einkennilegar tennur í grjóti frá krítartímabil- inu. Tennur þessar, er voru slitnar, minntu hann á fram- tennur úr stóru spendýri, er lifði á jurtafæðu. Um slíkt dýr gat þó eigi verið að ræða, þar sem þau lifðu ekki á þeim tíma. Dr. Mantell hafði engin tök á að at- huga fundinn nákvæmar, þar sem hann vantaði öll gögn. Með hjálp jarðfræðingsins Ch. Lyells sendi hann hinum heimsfræga franska dýrafræðingi Cuvier tennurnar, en það var sagt um hann, að hann gæti á stundinni ákveðið úr hvaða dýri tennur væru, þó að hann hefði ekkert annað fyrir sér en eina tönn! Cuvier sendi tennurnar aftur með þeim ummælum, að þær væru úr nashyrningi(!) og að þær væru þýðingarlausar fyrir vísindin! Þær hefðu sennilega komizt ofan í krítarlagið við jarðhræringu! Dr. Mantell lét sér ekki slíka skýringu nægja, því að hann þekkti vel staðhætti og vissi, að þetta var endileysa. Hann hélt áfram að leita, og að lokum hafði hann stórt safn af

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.