Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 12
140 Heima er bezt Nr. 5 18. öld og fyrri hluta 19. aldar, dönsk í sniðum, svo sem Beck (dregið af bæjarnafninu Kvía- bekkur), Bergmann (dregið af Setberg), Briem (dregið af Brjámslækur), Brochmann (dr. af Brokey), Fjeldsted (dregið af Fell), Melsted (dregið af Melar), ennfremur ísfjord, Schagfjörd, Öefjörd, Vidöe o. s. frv. Á 18. öld fóru sen-nöfn að verða arfgeng ættarnöfn í Dan- mörku. Tóku þá ýmsir íslend- ingar að rita -sen fyrir -son í föðurnafni sínu, og hafa mörg þau nöfn orðið að ættarnöfnum, svo sem Stephensen, Finsen, Thoroddsen. Aðrir tóku upp ættarnöfn, er enduðu á -son, en með dönskum rithætti: Thor- steinsson. Sumir gerðu að ætt- arnafni föðurnafn sitt í þolfalli, en slepptu endingunni -son: Hafstein, Thorberg. Aðrir not- uðu eignarfallið á sama hátt: Eggerz, Kolbeins. Loks er þess að geta, að all- mörg erlend ættarnöfn bárust hingað til lands á 18. og 19. öld, með útlendingum þeim, einkum verzlunar-, iðnaðar- og embætt- ismönnum, sem settust hér að og gerðust íslenzkir þegnar. Nægir í því efni að benda á nöfn eins og Biering, Bernhöft, Claessen, Clausen, Fischer, Jak- obsen, Kaaber, Knudsen, Löve, Möller, Sandholt, Smith, Zoéga, auk fjölda annara, sem of langt yrði upp að telja. Þegar líða tók á 19. öld fór sá siður mjög í vöxt, að konur þær erlendar, sem giftust íslending- um, tækju upp föðurnafn eigin- manna sinna. Kona, gift íslend- ingi er hét t.a.m. Guðmundur Helgason, nefndist þá frú Helga- son og þar fram eftir götunum. Mörgum þótti þessi háttur hvim- leiður, fannst það stríða gegn eðli og lögun málsins, að kona nefndist son. Með vaxandi þjóð- erniskennd og málhreinsunar- stefnu fór og að brydda á því, að einstaka málverndunarmað- ur hóf að gagnrýna hin erlendu ættarnöfn, ekki sízt þau, sem af dönskum rótum voru runnin. Ekki hef ég þó orðið þess var, að sú gagnrýni kæmi opinberlega fram, og því síður mótspyrna gegn ættarnöfnum almennt, fyrr en árið 1881. En þá var bor- ið fram á Alþingi frumvarp til laga um mannanöfn, og var flutningsmaður þess Jón lands- höfðingjaritari Jónsson, er þá var 2. þingmaður Skagfirðinga. Jón ritari, eins og hann var jafnan kallaður, var sonur Jóns Johnsen bæjarfógeta í Álaborg. Hann var uppalinn í Danmörku, fluttist fulltíða hingað til lands og vann hér ævistarf sitt að mestu. Hann var gáfumaður mikill og einstakur ákafamaður að hverju sem hann gekk. Sagt er, að málfar hans væri jafnan dönskuskotið, en svo var hann mikill íslendingur og eldheitur þjóðernissinni, að enginn gekk lengra í þeim efnum. Varpaði hann fyrir borð ættarnafni sinu, er var Johnsen, þar eð honum þótti það óíslenzkt, og nefndi sig Jón Jónsson, þótt ekki gæti hag- kvæmt talizt í landi hinna mörgu Jóna. Hann var kandídat i lögum og ritari við landshöfð- ingjadæmið frá 1873 til æviloka. Á Alþingi sat hann eitt kjör- tímabil og var því á tveimur þingum, 1879 og 1881. Á síðara þinginu, sem hann átti setu á, bar hann fram „frumvarp til laga um nöfn manna“. Vill hann stemma stigu við ættarnöfnum, telur þó ekki fært að banna þau með öllu, en ætlast til að þeir, sem endilega vilja taka þau upp „fyrir fordildar sakir“, eins og hann orðar það, greiði mjög hátt leyfisgjald. Einnig er hann andvígur því, að menn séu skirðir fleiri nöfnum en einu, þar sem það sé óþarfi og geti jafnvel verið óheppilegt. Höfuð- atriði frumvarpsins eru þessi: Ekki má skíra neitt meybarn karlmannsnafni og ekki má nefna eða skrifa neinn mann, sem hefur fast heimili á íslandi, son annars manns en föður síns eða móður. Nú lætur maður skíra barn fleiri nöfnum en einu, og skal hann þá borga 1 skírnartoll fyr- ir hvert nafn. Eftirleiðis má ekki skíra neinn mann ættarnafni, nema kon- unglegt leyfi sé til þess. Ekkert ættarnafn má enda á „son“. Fyrir ættarnafnaleyfi skal borga 500 krónur, sem renna í lands- sjóð. Hver sá, sem skrifar sig ætt- arnafni, skal þar að auki greiða árlegan nafnbótaskatt, 10 krón- ur fyrir hvert atkvæði, sem í nafninu er. Mönnum, sem eldri eru en 20 ára og hafa skrifað sig syni ann- ara manna en feðra sinna eða mæðra, getur landshöfðingi veitt leyfi til að halda, meðan þeir lifa, slíkum kenningarnöfn- um, ef þeir sækja innan 5 ára eftir að lög þessi eru komin út, um að mega halda slíku nafni, og skal borga slíkt leyfi með 20 krónum, sem renna í landssjóð.“ Frumvarpinu fylgdi greinar- gerð. Segir þar meðal annars: „Á síðustu mannsöldrum hef- ur það jafnaðarlega komið fyrir, að menn, er settust að í kaup- stað eða komust í embætti, hafa tekið upp nýtt nafn í stað þess, sem þeir voru skírðir með, og hafa þeir þá jafnframt hætt að kenna sig við föður sinn eða móður. Þessi nýju nöfn hafa verið ýmiss eðlis, stundum hef- ur mönnum þótt hefðarlegra að heita einhverju staðarnafni en venjulegu mannsheiti, stundum hafa menn tekið skírnarnafn sitt, föður síns, afa eða langafa og bætt við einhverri endingu, svo sem „sen“, „sonius“, „acius“ o. fl., og það hefur jafnvel kom- ið fyrir, að menn hafa búið til slíkt kenningarnafn upp á „son“, ekki gætandi þess, að þeir með því í hvert sinn, sem þeir nefndu eða rituðu þetta nýja nafn sitt, gerðust sekir í lygi, þar sem þeir gegn betri vitund töldu sig syni annara manna en feðra sinna eða mæðra. Það er nú lög- gjafarvaldinu óviðkomandi, þótt mönnum þyki hefðarlegra að láta börn sín heita eftir ein- hverju ímynduðu bergi, ein- hverjum dal, firði eða stað, en það virðist geta haft illar afleið- ingar fyrir almenning, ef sá ósiður skyldi útbreiðast hér á landi, að taka upp nöfn, sem engin heimild er fyrir, og segja ósatt til foreldris síns, enda leyf- ist slíkt varla í neinu siðuðu landi. Að láta skíra meybörn karl- mannsnöfnum, sér í lagi nöfn- um, er enda á son, virðist ótil- hlýðilegt hér á landi, þótt slíkt viðgangist í öðrum löndum. Að skíra börn fleiri nöfnum en einu

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.