Heima er bezt - 01.05.1952, Page 14
142
Heima er bezt
Nr. 5
Það er til þess tekið um norsk
ættarnöfn, hvað þau eru falleg
og þjóðleg og fjölbreytt. Það
ættu ekki íslenzk ættarnöfn að
verða síður. Tungan á nóg af
þjálum og gullfallegum orðum,
sem gera má að ættarnöfnum,
ef rétt er með farið. Og það er
síður en svo að vér þurfum að
sníkja á aðrar tungur, að vér
getum búið til ættarnöfn svo
þúsundum skiptir, með því einu
móti að láta orðin hlíta einu
lögmáli, sem skapazt hefur í
málinu, taka þau öll úr einu
kerfi. Með þeim hætti verða þau
tvennt í einu, bæði fjölbreytt og
einföld.
Og nú skal ég benda á leiðina:
Vér eigum að velja þjál og
falleg nöfn á hverju sem er,
hlutum, hugtökum og mönnum.
Ög vér eigum að sleppa beyging-
um þeirra, halda eftir rótinni
einni.“
Þessu næst ver höfundur all-
löngu rúmi til að gera nánari
grein fyrir ættarnafnakerfi sínu
og færa fyrir því rök, að það sé
málfræðilega rétt. Síðan segir
hann:
„Það er ekki satt, að ættar-
nöfn geti ekki orðið íslenzk. Það
er ekki satt, að tungan okkar sé
svo ófullkomin, það er ekki ann-
að en fátæktarbarlómur þeirra
manna, sem vita ekki hvað hún
er rík. Alíslenzk geta þau orðið,
og ég hefi bent hér á eitt kerfi,
eina reglu, sem velja má eftir.
Hér eru aðeins tekin upp 40
nöfn, rétt til sýnishorns:
Aðils, Arnalds, Ármann, Ás, Ás-
berg, Ásvald, Berg, Blæng, Ból-
stað, Dag, Dagvið, Dal, Dalar,
Dungal, Foss, Gils, Goðberg,
Gullbarð, Hagbarð, Hamal,
Hamar, Heming, Hermann, Her-
varð, Hraundal, Kalman, Kjar-
val, Kvaran, Ríkharð, Sigfast,
Skóg, Sólberg, Steinar, Storm,
Vagn, Val, Valagils, Valberg,
Valgarð, Vikar.
Ég tel það engum skyldara en
mér að verða fyrstur til að taka
upp nafn úr þessu kerfi. Ef kerf-
ið kemst á, þá veit ég það er eina
ráðið til að losa tunguna við
ónefnin. . . . Því vil ég feginn
vinna að því, að sem flestir taki
upp slík nöfn. Og ég skal byrja.
Ég breyti nafninu: Guðmundur
Jónsson í undirritað nafn. Og
æski þess, að verða ávallt nefnd-
ur því heiti.
Ég veit að fleiri koma á eftir.
Guðmundur Kamban.“
Þessi grein Kambans, sem hér
hefur aðeins verið rakin mjög
lauslega, vakti nýjan styr um
ættarnafnamálið. Ýmsir hneigð-
ust á sömu sveif og Kamban,
enda tók nú allmjög að fjölga
þeim mönnum, sem völdu sér
ættarnöfn af íslenzkum stofni.
Hinir urðu þó eigi færri, sem
lýstu sig andvíga ættarnöfnum
og töldu þau lítt samrýmanleg
lögmálum íslenzkrar tungu. Eru
ekki tök á því hér að geta allra,
er rituðu gegn ættarnöfnum,
eftir að grein Kambans kom út
Tvö dæmi verða að nægja.
í Lögréttu 17. júlí 1908 birtist
grein um þjóðernismálefni, eft-
ir Brynjúlf Jónsson fræðimann
frá Minna-Núpi. Leggst hann
þar fastlega gegn ættarnöfnum,
enda sé hér einungis á ferðinni
fluga, komin í munn þeirra
manna, sem allt erlent vilja
gleypa ómelt, jafnt illt sem gott.
Að vísu sé sjálfsagt að taka upp
eftir öðrum þjóðum allt það, sem
til sannra framfara og umbóta
horfir. En eins sjálfsagt ætti hitt
að vera, að taka sér strangan
vara fyrir því, að apa eftir út-
lendingum í hugsunarleysi það,
sem oss er ekki til neinna nota,
og því heldur, ef það er ófegri
siður en sá þjóðsiður, sem fyrir
er hjá oss. Fer Brynjúlfur hörð-
um orðum um þá menn, sem á
þessum tímum, meðan frelsis-
baráttan stendur sem hæst,
misþyrma móðurmáli sínu og
óvirða eitt hið fegursta og forn-
helgasta einkenni þjóðar vorrar.
Skorar hann á ungmennafélags-
hreyfinguna að beita sér af al-
efli fyrir málvernd, þar á meðal
að hefja baráttu gegn ættar-
nöfnum. Jafnframt telur hann
fulla þörf á að efnt sé til félags-
samtaka, er hefðu það á stefnu-
skrá sinni að vernda íslenzkt
mál og þjóðerni.
í fyrsta hefti Skírnis 1909 rit-
ar síra Jóhannes L. L. Jóhanns-
son, prestur á Kvennabrekku,
grein um ættarnöfn, og er hún
fyrst og fremst svar við ritgerð
Kambans. Telur hann fyrir sitt
leyti réttast að banna ættar-
nöfn með lögum. fslendingum sé
sómi að því en ekki vanheiður,
að hafa haldið við hinum forna
og góða sið, að kenna menn við
feður sína. Bendir hann á það,
að ættarnafnasiðurinn hafi
komizt inn hjá hinum ger-
mönsku þjóðum á þeim tímum,
er virðingin fyrir þjóðerninu
var nálega engin og fínast þótti
að apa allt eftir rómversku
þjóðunum. „Væri það enn
venja,“ segir hann, „t. d. hjá
Englendingum og Þjóðverjum,
að kenna karla og konur við
föðurinn, en nota fornafnið eitt
í daglegu tali, myndi þeir eigi
nú fara að fá sér ættarheiti."
Ekki telur síra Jóhannes þá
röksemd Kambans mikils virði,
að íslendingar þurfi að taka upp
ættarnöfn vegna þeirra kvenna
af erlendum ættum, sem hing-
að giftist. Hafi faðir danskrar
konu, sem gengur að eiga ís-
lenzkan mann, til að mynda
heitið Sören, þá sé hún ekki of
góð til að nefna sig Sörensdótt-
ur í hjúskapnum, alveg eins og
íslenzkar konur eru kenndar við
föður sinn.
Reynist á hinn bóginn ókleift
með öllu, telur síra Jóhannes
brýna þörf á því, að löggjafinn
láti þetta mál til sín taka, svo að
hægt sé að kveða niður hvers
konar ónefni. Megi með strangri
og skynsamlegri ættarnafna-
löggjöf halda ættarnöfnum inn-
an sæmilegra takmarka, svo að
þau verði ekki smánarblettur á
tungunni, eins og allar horfur
séu á, ef ekkert verði að gert.
Segir hann, að ritgerð Kambans
sé virðingarverð tilraun til að
koma á þjóðlegum ættarnöfn-
um í staðinn fyrir óþjóðlegu af-
skræmin, sem stöðugt séu að
læðast inn í landið. Hinsvegar
gagnrýnir hann allmjög reglur
þær, sem Kamban mælir með
við myndun ættarnafna, og tel-
ur með öllu ófært, að þau hlíti
ekki íslenzkum beygingarregl-
um. Um þetta efni kemst hann
svo að orði:
„Sannleikurinn er sá, að eigi
ættarnöfn að verða sanníslenzk
og um leið bæði fjölbreytt og
fögur, þá verða þau að geta
myndazt af öllum flokkum nafn-
orða, jafnt með veikri og sterkri
Frh. á riœstu síðu, 143, 3. dálki.