Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 15
Nr. 5
Heima er bezt
143
* *
„— Utilegumenn í Odáðahraun
eru kannske að smala fé á laun“
Kofarústirnar i Hvannalindum.
Ríkur þáttur í hugmyndaheimi íslenzku þjóðarinnar um aldir
hefur útilegumannatrúin verið. Menn áttu erfitt með að hugsa sér
hin geysistóru flæmi inni í landinu óbyggð með öllu. Að vísu bjuggu
álfar og huldufólk í hverjum hól, og tröll í fjöllunum, en það er engu
líkara, en að fólki hafi ekki fundizt nógu mikið raunveruleikabragð
að slíkum sögum. Sögur um útilegumenn komu snemma fram. Að
lokum urðu öræfin „þéttbyggð“, ef svo mætti að orði komast. Það er
eins og öll velsældin í dölum útilegumannanna sé einskonar upp-
bætur fyrir alla þá eymd, sem fólkið í hinum strjálu byggðum varð
að þola öldum saman. Útilegumannasögurnar urðu rómantík —
uppfylling draums, sem aldrei gat rætzt á venjulegan hátt hjá
hrjáðri og fátækri þjóð. Og þó liggur hræðilegur veruleiki að baki
margra þessara sagna, sem urðu svo vinsælar meðal almennings.
Hin fyrstu lög íslenzku þjóðarinnar urðu til þess að skapa útilegu-
mennina — hina raunverulegu útilegumenn. Skóggangssök þýddi
oft það sama fyrir þann, sem fyrir henni varð, og að verða að freista
tilverunnar aleinn á fjöllum uppi. Þau urðu örlög Grettis, Gísla
Súrssonar og Harðar Grímkelssonar, svo að nokkur kunnustu nöfn-
in úr sögunum séu nefnd. Söguna um Hellismenn er fyrst að finna
í Landnámu. Það má því segja, að útiiegumennirnir séu jafngamlir
íslands byggð. Frá síðari öldum eru til allmargar sagnir um útilegu-
menn, en hinn frægasti þeirra er Fjalla-Eyvindur. Hafðist hann við
á fjöllum uppi í mörg ár, og hafði stundum konu sína með sér, eins
og kunnugt er. Þó mun mörgum þessara vesalings manna hafa verið
liðsinnt af fólki í byggð, þegar þeim voru allar bjargir bannaðar.
Talið er, að Eyvindur hafi hafzt við í Hvannalindum um skeið, og
rústir þær, sem myndin er af, séu frá hans dögum. — Trúin á að úti-
legumenn hefðust við í óbyggðum, hefur haldizt furðu lengi. Björn
Gunnlaugsson gerði sér far um að rannsaka stöðvar útilegumanna
á ferðum sínum, til þess að geta sannað, að útilegumannatrúin hefði
ekki við rök að styðjast. Lenti hann í ritdeilu út af því. Má nánar
lesa um það í ritinu „Hrakningar og heiðavegir“. — Sögurnar um
útilegumenn hafa og sett önnur
spor í bókmenntasöguna, en frá-
sagnirnar í hinum ýmsu þjóð-
sagnasöfnum. íslenzk leikrita-
skáld hafa notað útilegumanna-
sagnir sem uppistöðu í mörg
vinsælustu leikrit, sem hér hafa
verið sýnd á sviði. Matthías
Jochumsson reið á vaðið með
„Útilegumennina“, þá komu
„Nýársnótt" og „Hellismenn"
Indriða Einarssonar, en frægast
allra þeirra er þó „Fjalla-Ey-
vindur“ eftir Jóhann Sigur-
jónsson. Gæti það verið efni í
hugleiðingu út af fyrir sig,
vegna hvers leikritaskáldin hafi
valið þetta efni öðru fremur, svo
fjarlægt nútímanum sem það
annars virðist vera.
— íslenzk ættarnöfn
Frh. af siðu 142.
beygingu og hvers kyns sem orð-
in eru. Þau eru engin íslenzka
nema þau geti hneigst öldungis
eins og hver önnur orð í mál-
inu.“ Fyrirmyndir íslenzkra ætt-
arnafna, verði þau á annað borð
leyfð, ættu að verða viðurnefn-
in fornu, svo sem Þóra borgar-
hjörtur, Oddný eykyndill, Gunn-
laugur ormstunga, Ásmundur
hærulangur. Því eiga menn, ef
þeir endilega vilja bera ættar-
nöfn, að nefnast til að mynda
Árni Hólmur, ekki Árni Hólm,
Guðni Galtalækur, ekki Galta-
læk, Sigurður Borgarfjörður,
ekki Borgfjörð. Færir síra Jó-
hannes síðan að þessu ýms rök,
sem hér vinnst ekki tími til að
rekja.
Skömmu eftir þessar umræð-
ur var ættarnafnamálið flutt
inn á Alþingi. Hófust þá nýjar
og harðvítugar deilur um rétt-
mæti ættarnafna, og fóru þær
fram bæði innan þings og utan.
Mun ég segja nokkuð frá þeim
orðaskiptum í annari grein.
—
Heima
ER BEZT
er bezti heimHisvinurinn
—i— -!______________