Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 18
146
Heima er bezt
Nr. 5
á týndum dýrum, því að merkið
segir til um eigandann. Og lendi
þessi dýr í umferðaslysum, er
læknishjálpin tryggð, og kostn-
að allan greiðir stofnunin. Auk
þess starfrækir sambandið
tryggingarstofnun, þar sem
hlutaðeigendur geta tryggt sig
fyrir meiðslum, sem dýr valda.
Hér á eftir mun sagt nánar frá
starfi ýmissa deilda L.L.S.D.
Heilsuhœlið.
Varla mun ofmælt, þótt sagt
sé, að heilsuhælið sé sá möndull,
sem allt annað starf L.L.S.D.
snýst um. Auk þess sem það
reynir að sjá sjúklingum í höfuð-
borginni og í héruðum úti um
land fyrir hælisvist, hefur það
einnig innan vébanda sinna all-
ar birgðir, sér um lyfjagerð og
dreifingu á þeim til lyfjabúða
dýranna út um allt Bretland, og
birgir auk þess margar slíkar
verzlanir erlendis upp af vörum.
Og hér er líka skóli til að þjálfa
væntanlegt starfslið stofnunar-
innar. — Röntgendeild er hér
einnig, og er þar ávallt nóg að
starfa.
Þeir sjúklingar, sem sérstakr-
ar rannsóknar þurfa við og hæl-
isvistar, eru sendir beint til
heilsuhælisins í Essex, og koma
margir þeirra langt að. Og sára-
sjaldgæft er það, að hesthús
eða hundabyrgi standi tómt, en
venjulega er fjöldi sjúklinga,
sem ekki þurfa bráðrar hjálpar
við, á biðlista. Á hestdeildinni er
meðal hælisvist tvær vikur.
Sjúkdómar, sem voru þar til
meðferðar nýlega, voru t.d. bólga
í fótum, alvarlegir tann- og
kjálkasjúkdómar, sár og önnur
meiðsli af slysum, helti sökum
járningar og fæðingarhjálp fyrir
hryssur, sem ekki gátu fætt
hjálparlaust.
Smádýradeildin er jafnan svo
fullskipuð, að ekki er ábætandi,
og ber brýna nauðsyn til að
staékka hana. Algengastir eru
innvortiskvillar, sem þarfnast
uppskurðar og auk þess hvers-
konar beinbrot, mörg mjög erf-
ið viðfangs. Þessir sjúklingar
þurfa stöðugt eftirlit og hina ná-
kvæmustu hjúkrun. Dýr, sem eru
með aðskotahluti í hálsi eða
annars staðar, eru og mjög tíðir
Röntgenmyndir eru jafnan teknar, ef nokkur þörf er á. Og aldrei er uppskurður gerð-
ur án þess að taka fyrst mýnd. — Hér er verið að taka mynd af hesti.
Töflur og duft 6.987.297, klóró-
form 5.136 merkur, sárabindi 57.-
912, baðmull 2.402 pund, smyrsl
1.868 pund, lyf 8.605 merkur,
húðáburð 3.949 merkur, línskaf
1.679 pund, lyfjakúlur 30.420
tylftir.
Af þessu yfirliti má nokkuð
marka, hve víðtækt og margþætt
starf L.L.S.D. er, og er þó langt
því frá að hér sé um tæmandi
skýrslu að ræða.
Auk þess, sem áður er getið,
sér L.L.S.D. einnig um fyrir-
lestrahald hjá æskulýðsfélögum
og skólum og öðrum stofnunum.
Mjög mikilvægt er talið að vekja
áhuga barnanna á meðferð á
dýrum, og með þessu móti gefst
uppvaxandi kynslóð tækifæri
til að læra undirstöðuatriði í
meðferð sjúkra dýra, en þar er
ekki einvörðungu um að ræða
þekkingu, sem kemur þeim sjúku
sjálfum í hag, heldur og þjóð-
arheildinni allri, svo mjög sem
öll afkoma mannanna byggist á
skepnunum.
Og börnin hafa brugðizt vel
við, þau hafa bundizt samtök-
um og skipa sérstaka deild inn-
an heildarsamtakanna og vinna
mikið starf og merkilegt fyrir
gott málefni.
Sérstök deild innan L.L.S.D.
sér um merkingu allra dýra
fyrir litla þóknun á ári. En
merkin eru málmplötur með ein-
kennisstöfum, og er mun hæg-
ara um vik en áður að hafa upp