Heima er bezt - 01.05.1952, Page 19

Heima er bezt - 01.05.1952, Page 19
Nr. 5 Heima er bezt 147 sjúklingar. Sumir þeirra hafa t. d. gleypt peninga, skrúfur, nálar, og einn sjúklingur okkar hafði meira að segja gleypt teskeið, er verið var að gefa honum þorskalýsi. Heilsuhæli þetta hefur til um- ráða 30 ekrur lands og myndar þrjár hliðar í ferhyrningi, en í honum miðjum er skurðardeild, mikið húsbákn og svo Röntgen- deild. Bak við skurðardeildina er járnsmiðja, þar sem sérfræð- ingur í hestajárnun smíðar sér- stakar skeifur, sem laga sig eft- ir skemmdum og vansköpuðum hófum. Hér er líka skurðarstofa fyrir smádýr, geldingarstofa og svæfingarstofa. í norðurálmu þessarar bygg- ingar er sjúkrastofa stórgripa, og þar er rúm fyrir tuttugu veika hesta. Að slepptum sárum og meiðsl- um, sem hestar hljóta við um- ferðaslys, hnakka- og aktýgja- meiðslum, innvortis kvillum og öndunarkvillum, eru þessar skepnur líka oft og tíðum fórn- arlömb ókærinna og fáfróðra húsbænda. Einu sinni kom t. d. bóndi með smáhest (pony), sem meiðzt hafði í kjálka fyrir hálfu ári, og aldrei leitað læknisráða, en er hér var komið, var skepn- an orðin mjög hættulega veik. Bak við sjúkrahús byggingar- innar eru hesthús og víðáttu- miklar haglendur fyrir hross. En í suður frá byggingunum eru vagnaskýlin, og smádýradeild, sem aðeins getur tekið á móti þrjátíu og sex sjúklingum, sem þurfa brýnnar hjálpar. Auk þessa eru þarna kennslu- stofur, tilraunastofur og rann- sóknarstofur. Og allar þessar stofnanir eru búnar fullkomn- ustu tækjum, sem völ er á. Nemendur verða að hljóta mikla starfsþjálfun, áður en þeir eru brautskráðir, og gangast undir mörg próf. í rannsóknarstofunni fer fram blóðprófun, smásjárrannsóknir á sjúkum vefum og bakteríu- rannsóknir, og allt verður þetta til að auðvelda öðrum sérfræð- ingum stofnunarinnar að kom- ast fyrir rætur mjög marg- þættra meina. Nú er hægt að láta lyfjastofnuninni í té rann- sóknarskýrslur og sundurliðað- ar læknisfræðilegar upplýsingar, hvenær sem hún æskir og oft með mjög litlum fyrirvara, svo að hægt er, að kalla þegar í stað, að hefja réttar og áhrifamiklar aðgerðir gegn sjúkdómunum. Á einum þremur mánuðum sendi þessi rannsóknarstofa frá sér 731 prófun og skýrslur, sem lagðar voru undir úrskurð lyfjadeildar og starfsíiðs sjúkra- hússins. Fjölmörgum lífum er bjargað með svo skjótri og á- reiðanlegri sj úkdómsgreiningu. Sjúkravagnar L.L.S.D. svara kalli á hvaða tima sólarhrings sem er. Þeir eru búnir öllum nauðsynlegum lyfjum, umbúðum og tcekjum. Sjúkrahús og sjúkravagnar. Sjúkrahúsin, sem starfrækt eru utan höfuðborgarinnar, gegna sömu hlutverkum og heilsuhælið og taka á móti vist- arsjúklingum. Sum starfa í tveimur deildum, en hafa auk þess nýtízku skurðarstofu, sj úkravagnaskýli og ágætar geymslur fyrir hvers konar sjúkragögn. Sjúkravagnar L.L.S. D. svara kalli á hvaða tíma sólarhrings sem er, Sökum þess hve húsdýr- um hefur fjölgað ört í Bretlandi, hafa umferðaslys á dýrum færzt mjög í vöxt og má búast við, að þau færist enn í vöxt eftir því sem farartækjum fjölgar. Þess vegna hefur stofnunin orðið að auka mjög sjúkravagnafjöld- ann, og eru þeir nú 18 talsins. Nýjum áfanga var náð árið 1948, er næturvarzla var hafin, svo að sjúkravagnar voru alltaf til taks. Vagnar þessir eru að sjálf- sögðu mest notaðir, er skyndi- leg slys ber að höndum og enn- fremur sem tengiliður milli lyfjabúða og hjálparstöðva og sjálfra sjúkrahúsanna. Hver vagn hefur ekið að meðaltali meir en 10.000 mílur á þessu ári (1950). Oft eru verk starfsliðs- ins hættuleg, því að í þeirra hlut fellur að bjarga dýrum ofan úr háum trjám, af húsþökum ' og reykháfum, og er þar helzt um ketti að ræða. Auk þess er oft beðið um hjálp í þeim héruðum, þar sem flóða- eða snjóahætta er mikil. Umferðaslysin mæða þó mest á starfsliðinu, en brunasár, sem orsakast af eldi eða sjóðandi vatni, hafa færzt í vöxt, og þá er að fá sjúkravagn. Sj úkravagnarnir eru búnir öllum nauðsynlegum lyfjum, umbúðum og tækjum, meðal annars til svæfingar, ef skurð- aðgerð má ekkert dragast. Ef dýr eru svo illa farin, að engin von er um, að þau geti komizt til heilsu, hljóta þau sársauka- lausan dauðdaga. Hér skal tekið dæmi um verk- efni sjúkravagnsins: Símað hafði verið frá einni neðanjarðarstöðinni í London og beðið um hjálp. Einn lækn- anna fékk sér þegar sjúkravagn og fór á vettvang. Sjúklingurinn var hundur, sem fest hafði fæt- urna í rafmagnsstiga. Og nú lá hann í blóði sínu í herbergi stöðvarstjórans: slagæð hafði skaddazt. Hér mátti engan tíma missa, ef seppi átti lífi að halda, Blóðrásin var stöðvuð, og hund- urinn fluttur í sjúkravagni til aðalstöðva L.L.S.D. mílu vegar í burtu til svæfingar og umbind- ingar. Síðan lagði vagninn af stað með seppa, og geystist nú gegnum City og Austur-London til Ilford, en þar átti að fara fram aðgerð á sjúklingnum til varnar losti (^nti-shock treat- ment) og gegnlýsing, Eftir næfc- urhvíld var tekinn hluti af sködduðu tánum. Og er hund- urinn hafði hvílzt og notið hjúkrunar í tíu daga, var hann

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.