Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 20
148
Heima er bezt
Nr. 5
orðinn heill heilsu að öðru leyti
en því, að hann var svolítið
haltur. Ef slíkri sjúkrahjálp
hefði ekki verið til að dreifa,
hefði hundinum blætt út.
Lyfjavagnar og umferða-
lœknar.
Auk fjölmargra fastra hjálp-
arstöðva, sem dreifðar eru um
allt Bretland, eru sextán lyfja-
búðir og sjúkrastofur á hjólum.
í hverjum vagni er fullkomin
skurðarstofa, sem starfrækt er
eftir áætlun. Vagnar þessir gista
meira en hundrað smáborgir og
þorp úti á landsbyggðinni, þar
sem ekki hefur verið hægt að
koma á fót fastastöðvum. Nægi-
leg viðdvöl á hverjum stað er
um ein klukkustund, en tvíveg-
is verður að gista hvern stað
vikulega til þess að fylgjast með
bata sjúklinganna. Vagnarnir
halda áætlun sína eins vel og
járnbrautarlestirnar, og ávallt
er fólk með dýr sín fyrir, er
komið er í áfanga.
í hverjum vagni eru margir
skápar og hillur fyrir lyf og um-
búðir, svæfingarklefar, þar sem
einnig fer fram eyðing þeirra
dýra, sem engin von er um. Auk
þess eru vagnarnir útbúnir með
heitu og köldu vatni og raflýst-
ir. Verkfræðingar og smiðir
hafa lagt sig alla fram um að
gera vagna þessa svo úr garði,
að þeir séu hlutfallslega léttir,
en þó sterkir og komist leiðar
sinnar, þótt færð sé ill.
Starf L.L.S.D. læknis við lyfja-
vagnadeildina er oft mjög erfitt.
Á einum degi verður hann ef til
vill að fara hundrað mílna leið
um alls konar vegi, og jafnvel
hálfgerðar vegleysur. Og oft ber-
ast hundrað beiðnir daglega, og
þar sem vagnarnir hafa áætlun-
arferðir er ekki sjaldgæft, að
þeir séu stöðvaðir á vegum úti,
er dýraeigendur þarfnast ein-
hverra leiðbeininga eða ef
sjúklingur er í bráðri hættu, svo
að hjálpin má ekki dragast.
En umferðarfyrirkomulagið
gerir stofnuninni kleift að ná til
manna í dreifbýlinu, þar sem
annars væri lítillar hjálpar að
vænta, og auk þess getur starfs-
liðið með þessu móti leitað uppi
dýr fátæklinganna og þurfa þvl
oft og tíðum ekki að bíða þess,
að eigendurnir komi sjálfir á
vettvang, heldur er farið heim
til þeirra og þeim með því spör-
uð fyrirhöfn og nokkur kostnað-
ur, en nú eru miklir erfiðleikar
á því, að almenningur í Bret-
landi geti leyft sér nokkur
ferðalög.
Fyrir nokkrum árum voru
snjóar miklir í Bretlandi, og þá
vann L.L.S.D. furðulegt afrek, er
stofnunin gekkst fyrir björgun
sauðfjár og hrossa á Yorkshire-
heiðum og í Devon.
Beðið eftir hjálp.
Heimili flœkingsrakka.
í mörgum landshlutum hefur
L.L.S.D. samvinnu við lögregluna
um að koma vanskilaskepnum í
hendur réttra eigenda. Að beiðni
hennar hefur verið komið á fót
heimili fyrir flækingshunda á
bak við lögreglustöð eina í Mid-
land. Nú eru slík heimili fimm
að tölu. Hefur hver hundur sitt
byrgi, en stofnanirnar hafa mið-
stöðvarkerfi og matseld fer fram
við rafmagn. Af 3000 hundum,
sem hundaheimilin höfðu á
vegum sínum árið 1950, var 2000
ýmist komið aftur til heimila
sinna eða þeim fengin ný heim-
ili. Það hefur háð okkur og svo
lögreglunni mjög í starfi, hve
hundaeigendur hirða lítt um að
fylgja settum lagafyrirmælum
um merkingu hunda.
Þótt hundar séu mjög hafðir
til skemmtunar í borgum, er því
ekki að leyna, að þeir hafa
margir innt af höndum mikils-
vert starf, og eru til svo margar
sögur um vitra hunda, að óþarft
er að rekja þær hér, en þó skal
ein sögð.
Paddy var ekki eingöngu eini
vinur einmana manns, heldur og
hjálparhella og bjargvættur
hans, því að eigandi hans var
blindur og gamall og treysti al-
gerlega á leiðsögn hundsins úti
við. Sem dæmi þess, hve seppi
var „vel mannaður“ má og geta
þess, að hann vísaði húsbónda
sínum jafnan á loftvarnarbyrg-
ið, er loftárásirnar voru sem á-
kafastar á London, og ávallt
lagði hann af stað með hann
heim aftur, er merki var gefið
um, að hættan væri liðin hjá.
Það þarf ekki mikið hugarflug
til þess að geta gert sér í hugar-
lund, hve einlæg vinátta þeirra
félaga hefur verið. En svo vildi
einu sinni óhapp til: Paddy lenti
í umferðaslysi. í fyrstu leit út
fyrir, að hann hefði fótbrotnað,
en það gat aftur orðið til þess,
að eigandi hans yrði að halda
kyrru fyrir um alllangt skeið.
Granni gamla mannsins gerði
nú það góðverk að fara með
seppa til næstu deildar L.L.S.D.,
og þaðan var hann síðan flutt-
ur í sjúkravagni til heilsuhæl-
isins, því að gegnlýsa þurfti
fótinn. Sem betur fór sýndu
myndirnar, að fóturinn var ekki
brotinn og þar af leiðandi þurfti
hann aðeins að dveljast í sjúkra-
húsinu í nokkra daga sér til
styrkingar og hvíldar. Og hann
varð alveg jafngóður eftir.
Sjúkravagninn, sem flutt hafði
hann, fór nú með hann aftur, og
þið getið rétt gert ykkur í hug-
arlund gleði gamla mannsins, er
Paddy gat aftur hafið sinn fyrri
starfa að leiðbeina honum á
vegum úti og firra hættum.
Börnin og L.L.S.D.
Eins og áður er frá greint,
vinna börnin mikið starf í þágu
L.L.S.D., enda telur sú hjálpar-
deild nú 80.000 börn, og ber
nafnið Býflugnadeildin. Allt er
gert til þess að kenna börnun-
um að meðhöndla dýrin á rétt-
an hátt og hlúa vel að þeim;
einnig læra þau að hjúkra dýr-
um og veita bráðabirgðahjálp.