Heima er bezt - 01.05.1952, Síða 28
156
Heima er bezt
Nr. 5
Bergmálið í Brattahlíð
Ævintýri eftir Eli Erichsen
Einu sinni bjó lítill drengur
með móður sinni í litlum bæ,
sem stóð undir háu fjalli. Það
hét Brattahlíð. Þau voru svo fá-
tæk, að þau gátu aðeins varizt
sárasta skorti. Drengurinn var
orðinn það stór, að hann vissi og
skildi, að væri hann svangur,
yrði hann að afla sér matar
sjálfur. Hann kom ekki fljúgandi
rakleitt upp í hann án allrar
fyrirhafnar. Hann varð líka að
safna eldiviði á sumrin og geyma
til vetrar, svo að kuldinn ynni
þeim ekki mein. Hann hafði nóg
að gera og meira en það, en
engan tíma til þess að láta sér
leiðast. Hann vann alla daga og
var alltaf í góðu skapi. Hann
átti líka dálítið, sem hann var
mjög hreykinn af. Enginn gat
tekið það frá honum. Það var
nafnið hans. Hann hét Ari. Eng-
inn átti slíkt nafn sem hann.
Guðmóðir hans hafði gefið hon-
um það, þegar hún hélt honum
undir skírn. „Ég hef enga gjöf
að gefa þér“, sagði hún, „en
fallegt nafn skaltu hljóta. Það
mun afla þér bæði fjár og frama.
Ari skaltu heita.“
Árin liðu, hvert af öðru, og
Ari var orðinn fullvaxinn piltur.
Hann vann jafnan baki brotnu,
en hann var kátur og glaður,
þrátt fyrir fátækt sína.
„Nafn mitt skal auð og frægð
mér færa, en fyrst þarf ég ótal-
margt að læra,“ söng hann.
Einn dag var hann uppi í fjalli
að leita að kind, sem týnzt hafði
frá honum. Hann var að skyggn-
ast eftir henni í lágvöxnu skóg-
arkjarri þegar hann þóttist
heyra kveinstafi skammt frá sér.
Hann gekk á hljóðið. Undir
stórum steini í grjóturð sat
gömul kerling og barmaði sér
sáran. „Ó, hvað ég er svöng. Guð
gæfi, að einhver kæmi, sem gæti
gefið mér svolítinn matarbita.“
„Það skal ég gera, gamla mín,“
sagði pilturinn og stakk vænni
brauðsneið í krumlurnar á
henni. „En hver ertu, og hvers
vegna liggurðu hérna í grjóturð-
inni en ekki heima í rúminu
þínu,“ spurði hann. „Þið kallið
mig Bergmálið í Brattahlíð“,
tautaði kerling. „í mörg hundr-
uð ár hef ég setið á hæsta tindi
fjallsins, og þegar fólk kallaði
eitthvað upp, hafði ég það alltaf
eftir. Þú hefur víst einhvem-
tíma heyrt til mín, er ekki svo?“
Jú, það hafði hann reyndar
heyrt, en hvernig lá í þessu öllu
saman, og hvers vegna var hún
ekki ennþá uppi á fjallstindin-
um. Var starfi hennar þar lokið
eða hvað? „Nú er ég orðin gömul
og óstöðug á fótunum," sagði
kerling hálfkjökrandi, „og í gær,
þegar ég átti að svara risanum í
Brattahlíð, snarsundlaði mig, og
áður en mig varði, hrapaði ég
niður hlíðina og lenti hérna í
urðinni. Og nú kemst ég aldrei
upp á tindinn framar.‘“
Nú var kerling farin að gráta.
„Mig tekur það svo sárt vegna
risans“, sagði hún, „kerlingin
hans er svo dæmalaust grett og
geðvond, og ævinlega vill hún
hafa síðasta orðið. En þegar hún
var sem allra verst, var karlinn
vanur að leita til mín. Þá æpti
ég það, sem hann vildi segja,
eins hátt og ég gat í eyra henni.
Svo þagði hún dálitla stund á
eftir. Sjálf hefur hún svo ónýta
rödd, að það er ómögulegt að
hafa það eftir, sem hún segir.“
Pilturinn kenndi í brjósti um
aumingja risann, sem álltaf varð
að láta í minni pokann fyrir
geðvondu kerlingunni sinni.
Hann sagðist gjarnan vilja
hjálpa honum, ef hann aðeins
gæti það. „Það var nú einmitt
það, sem mér datt í hug,“ sagði
kerling. „Nú skaltu fara upp á
fjallið, þangað, sem ég á heima,
berðu ættingjum mínum kveðju
mina, og segðu, að það muni
dragast, að ég komist upp aft-
ur. Skilaðu, að einhver þeirra
verði að taka við starfinu á
fjallstindinum þangað til. En
komdu við hjá risanum í leið-
inni, og segðu eitt orð honum til
hughreystingar.“
Pilturinn hafði ekkert á mótl
því að gera þetta. En hvernig-
átti hann að rata? Kerling
kunni ráð, hún tók fram lítið
hjól, sagði honum að skyrpa í
lófana, setja hjólið af stað og
setjast síðan sjálfur á það.
Þannig myndi hann finna rétta
leið. Pilturinn fór nú að eins og
kerling sagði fyrir. Hjólið fór af
stað og fór svo hratt, að hann
varð að halda sér í það af öllum
kröftum, svo að hann dytti ekki
af því. Áfram þaut það upp fjall-
ið, yfir stokka og steina, og
beina leið inn í hellinn til ris-
ans, sem sat.úti í horni. Hann
var ósköp stúrinn, en kerling
hans lét dæluna ganga. Piltur-
inn gekk með hálfum hpga inn
eftir hellisgólfinu og skilaðl
kveðju kerlingar. Varð þá risinn
mjög glaður og tók svo fast f
hönd drengnum, að hún dofn-
aði. „Já, ef þú getur fengið
fjallstindinn til að svara aftur,
skaltu ekki til einskis vinna“,
sagði hann. „Fullan poka af
skíru gulli skaltu fá að launum.“
Pilturinn setti hjólið af stað,
og eftir litla stund var hann
kominn upp á fjallstindinn. Þar
hitti hann fyrir gamla konu,
systur þeirrar, sem sendi hann.
Hann kastaði á hana kveðju og
skilaði frá systur hennar, hvort
hún gæti tekið við starfi henn-
ar. Jú, ekkert var því til fyrir-
stöðu. Pilturinn sneri þá hjólinu
við og þaut nú sömu leið og hann
kom og niður í hellinn til risans,
sem sat nú úti fyrir dyrum og
bar sig aumlega, en kerling hans
geisaði inn. Hún var ógnar reið,
af því að karl hafði lofað að láta
gull af hendi. Þessi stráksnáði
væri aumingi, sagði hún. Hann
gæti víst áreiðanlega ekki fengið
Brattahlíðartind til að svara á
ný. Nú kom pilturinn einmitt að
X þessu og heyrði til kerlingar.
Varð hann þá reiður og hrópaði,
svo að undir tók:
Hver gefur fjallinu málið,
svo að það svari?
A-r-i
heyrðist ofan úr fjallinu. „Þarna
heyrirðu það sjálf“, sagði hann.
„En gullið er mtn eign“, sagði
kerling, „og enginn getur farið