Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 29
Nr. 5 Heima er bezt 157 Leitað á náðir manna með það héðan“. En piltur hróp- aði eins hátt og hann gat: Hverjum er heimilt með gullið úr fjallinu að fara? A-r-a var svarað. En kerling sat við sinn keip. Hún var ekki alveg á því að sleppa gullinu, svo að piltur sagði, að hún skyldi nú vara sig. Varð þá kerling ævareið og æpti eins hátt og hún fram- ast gat: Á hverjum skyldi ég þurfa mig að vara? A-r-a heyrðist svarað ofan frá tindin- um. Þá varð kerling loks að láta 1 ininni pokann, pilturinn tók gullsekkinn og settist á hjólið, sem þaut með hann áleiðis nið- ur íjallið. Ekki nam það staðar fyrr en niðri undir fjallsrótum þar, sem hann hafði lagt upp í þessa för. Og nú heldur þú lík- lega, að kerling hafi verið þar enn á sama stað og áður. En þar skjátlast þér. Það var nefnilega líkast því að hún hefði sokkið í jörð niður, og þrátt fyrir, að piltur leitaði bæði vel og lengi, varð hann einskis vísari um hana. En þegar hann kom aftur þar, sem hann hafði skilið við hjólið, á meðan hann leitaði kerlingar, var það hvergi sýni- legt, en í stað þess beið hans þar stór og glæsilegur vagn, og fjór- ir gæðingar spenntir fyrir. Hann lét nú sekkinn með gullinu upp 1 vagninn og ók síðan á fleygiferð alla leið heim til sín. Þar hafði móðir hans beðið óþreyjufull eftir honum. Og nú geturðu ver- ið viss um, að mikil umskipti urðu í kotinu þeira. Fyrst byggði Ari handa þeim nýtt og fallegt hús, og síðan stækkaði hann bú sitt, svo að hann varð ríkasti bóndinn í öllu landinu. En þrátt fyrir öll auðæfi sín var hann enn jafn vinnusamur og iðinn og áður, þegar hann átti ekki neitt. Enn heyrðist hann oft syngja, hress og glaður, líkt og áður: Víst hefur nafnið mitt frægð að færa, þó finnst mér ég enn þurfa margt að læra. Það var einn góðviðrisdag á s. 1. vori, að þrír Reykvíkingar söðluðu hesta sína og riðu út í „guðs græna náttúruna“. Leið þeirra lá austur þjóðveginn að Geithálsi, síðan gamla Þing- vallaveginn allt að Miðdal og þaðan að Hafravatnsrétt, en þar höfðu þeir ákveðið að hvíla góða stund, áður en haldið yrði heim- leiðis. Við Hafravatn svöluðu hest- arnir þorsta sínum og nutu ný- græðingsins, sem farinn var að sveipa grundir og móa grænum sumarskrúða. Friður og ró hvíldi yfir þessum fagra stað í allri sinni vordýrð. Skyndilega kvað við sár jarmur og angistarfullur. Sáu þeir félagar þá, hvar ær kom hlaupandi fram á brún hæðarinanr fyrir ofan réttina og jarmaði í sífellu til þeirra. Lát- æði kindarinnar vakti furðu þeirra, og ákváðu þeir því að ganga í áttina til hennar og at- huga hvað valdið gaéti. Þegar hún varð þess vör, að mennirnir veittu henni athygli, var eins og jarmur hennar yrði mýkri og mildari og jafnvel biðjandi. Hún tók á rás undan mönnunum, en nam þó staðar öðru hvoru, leit til þeirra og jarmaði. Þannig gekk það til alllangan veg eða þar til komið var að mýrardragi nokkru á að gizka hálftíma gang frá réttinni. Þá kom í ljós, að lítið lamb var í sjálfheldu úti í feni og mátti sig hvergi hræra. Ljósgræni dýjamosinn hefur ef- laust heillað sakleysingjann, sem uggði ekki að leyndum hætt- um lífsins. Mennirnir lyftu lambinu upp úr foraðinu og færðu það til móðurinnar, sem með vitsmun- um sínum og ráðsnilli hafði forð- að því frá hungurdauða. Lágt jarm, þrungið gleði og móður- legri umhyggju, ómaði fyrir eyr- um félaganna. Eftir að litla gimbrin hafði fengið sér volgan sopa úr nægta- búri móður sinnar, stefndu mæðgurnar til fjalls, en menn- irnir gengu til hesta sinna. Logn og vorblíða settu svip sinn á þennah yndisfagra dag. Hafravatn skartaði sínum feg- ursta skrúða í skini sólarinnar. En í loftinu barst kliður frá jarmi þakklátrar móður. D. D.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.