Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 10
202 Heima er bezt Nr. 6 GEIMFARIR Hugmyndir vísindamanna um ferðir út i himingeiminn Síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, hafa vísindamenn stór- þjóðanna keppzt við að gera tæki, sem hægt væri að fljúga á til annarra hnatta, eða að minnsta kosti út fyrir lofthjúp jarðarinnar. Ef þetta tækist, eru allar líkur til þess, að einn- ig væri hægt að koma fyrir gerfitungli utan við lofthjúp jarðarinnar og byggja það mönnum, sem hefðu aðstöðu til þess, með hjálp nýjustu vísinda- tækja, að fylgjast með öllum hernaðaraðgerðum eða hernað- arundirbúningi hvar sem er á jörðinni. Slík aðstaða mundi einnig opna stjörnufræðingum algjörlega nýjan heim, því að úti í geimnum mundi ekki gæta þeirra truflana, sem gufuhvolfið hefur á allar stjörnuathuganir frá yfirborði jarðar. Mönnum er fyrir löngu orðið það ljóst, að sú þjóð, eða þau þjóðasamtök, sem fyrst yrðu til þess að nema him- ingeiminn, fengju um leið slík hernaðarleg yfirtök, að þeim yrði í lófa lagið að ráða lögum og lofum á allri jörðinni. Það er því ekki lítið undir því komið, hvers sinnis það ríki er, sem þessari aðstöðu nær fyrst, og ekki er ósennilegt, að það hafi úrslitaáhrif í þeirri baráttu, sem nú er háð milli austurs og vest- urs, hver verður fyrstur til þess að leysa vandamál geimflugsins. Eitt þýðingarmesta skrefið, sem stigið hefur verið í áttina á seinni árum, var vetnis-sprengja Þjóðverjanna, „V-2“. Ýmsir þeir vísindamenn, sem stóðu fremst- ir í flokki um gerð „V-2“ sprengj- unnar, og rannsóknir á geim- flugi, fluttu búferlum til Banda- ríkjanna eða Rússlands eftir að styrjöldinni lauk, og þó mun fleiri til Bandaríkjanna. Þessir menn hafa haldið áfram geim- flugsrannsóknum í samvinnu við vísindamenn í Bandaríkjun- um og í Rússlandi. Ekki er kunn- ugt um, hvað gerzt hefur í þess- um efnum í Rússlandi, en líklegt er, að árangur hafi orðið allmikill. Meira hefur verið lát- ið uppi um rannsóknirnar í Bandaríkjunum, og nýlega skrif- uðu nokkrir helztu geimflugs- sérfræðingar þar í landi greina- flokk um málið í stórblaðið Collier’s. Fróðleikur sá, sem hér fer á eftir, er unninn úr þeim greinum. Myndin sýnir hina jöstu braut geimstöðvar- innar. Brautin er 1075 mílur jrá jörðu, og á þessari braut jer geimjarið á 2 tímum um- hverfis jörðina. Eftir svo sem tíu til fimmtán ár verður nýr fylgihnöttur á sveimi umhverfis jörðina. Þessi nýi hnöttur verður gerður af mannahöndum og verður annað hvort hið öflugasta tæki til varðveizlu friðar í heiminum, sem þekkzt hefur í mannkyns- sögunni, eða hið ægilegasta vopn, eftir því hvernig á er hald- ið. Þessi fylgihnöttur þýtur í kring um jörðina með ótrúlegum hraða, og í honum búa menn frá jörðinni. Þetta gerfitungl verð- ur fullsmíðað niðri á jörðinni, og síðan flutt í geimförum, í pörtum, upp í háloftin, og sett saman þar. Því verður valin braut 1075 mílur ofar jörðu og í þeirri hæð mun það svífa heil- an hring umhverfis jörðina á hverjum tveim klukkustundum. Hreyfiaflið leggur náttúran sjálf til. Það helzt á braut sinni af fullkomnu jafnvægi milli síns eigin hraða og aðdráttarafls jarðarinnar, á nákvæmlega sama hátt og tunglið. Gervi- tunglið, eða geimstöðin, eins og einnig mætti nefna það, fer tuttugu sinnum \ hraðar en hljóðið. íbúar stöðvarinnar finna þó ekki til hraðans, fyrir þeim stendur stöðin grafkyrr, á sama hátt og jörðin stendur kyrr fyrir okkur, enda þótt hún þjóti með meira en 66.000 mílna hraða á braut sinni umhverfis sólina. Frá geimstöðinni verður aðeins stutt bæjarleið til tunglsins, á fjarlægðarmælikvarða stjarn- fræðinga. Með sérstaklega gerð- um sterkum sjónaukum, radar- sjám og myndavélum verður vakað yfir öllu, sem gerist niðri á jörðinni. Braut geimstöðvar- innar má hugsa sér með því að draga línu i gegnum segulpól- ana. Jörðin snýst því dagsnún- ing sinn innan brautar hennar. Ef stöðin fer yfir New York klukkan tíu að morgni (á suð- urleið), verður hún yfir Los An- geles (30 gráðum vestar) á há- degi, og er þá búin að fara um- hverfis jörðina í millitíðinni. Enda þótt svona mikið land- flæmi sé á milli yfirreiða, er hægt að fylgjast með ýmsu því sem athyglisverðast mætti þykja, eins og t. d. því, að hóp- ur sprengjuflugvéla væri búinn til árásar á heimaflugvelli, flug- vélar gerðar tilbúnar á þilfari flugvélamóðurskips o. s. frv. Með öðrum orðum, það mundi verða ógerningur fyrir nokkra þjóð að leyna undirbúningi undir hern- aðaraðgerðir nema um stuttan tíma. Þann 14. september 1944 var þýzkri V-2 eldflaug skotið 109 mílur í loft upp af lítilli eyju í Eystrasalti. Tveim árum seinna.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.