Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 15
Nr. 6
Heima er bezt
207
Hjálmþér Háfeta,
en Haki Fáki,
reið taani Belja
Blóðughófa,
en Skœvaði
skati Haddingja.
Vésteinn Vali,
en Vífill Stúfi,
Meinþjófr Mói,
en Morginn Vakri.
Áli Hrafni,
er til íss riðu,
en annarr austr
und Aðilsi
grár hvarfaði
geiri undaðr.
Björn reið Blakki,
en Bjárr Kerti,
Atli Glaumi,
en Aðils Slöngvi,
Högni Hölkvi,
en Haraldr Fölkvi,
Gunnar Gota,
en Grana Sigurður.
í fornkvæðum þeim, sem
geymzt hafa í Sæmundar-Eddu
og fræðimenn ætla, að ort sé á
10. og 11. öld, er á víð og dreif
minnzt á suma þessa hesta, er
nú vóru taldir og nokkurra
fleiri getið.
í Grímnismálum eru hestar
guðanna taldir í þessu erindi:
i
Glaðr ok Gyllir,
Glœr ok Skeiðbrimir,
Silfrintoppr ok Sinir,
Gisl ok Falhófnir,
Gulltoppr ok Léttifeti,
þeim ríða Æsir jóum
[dag hvern
er þeir dæma fara
at aski Yggdrasils].
Og í Vafþrúðnismálum er Óð-
inn látinn kveða svo um gæð-
inga þeirra Dags og Nætur:
Skinfaxi heitir,
es ehn skíra dregr
dag of dróttmögu;
hesta beztr
þykkir með Hreiðgotum;
ey lýsir mön af mari.
Hrímfaxi heitir,
es hverja dregr
nótt of nýt vegin;
meldropa fellir
morgin hverjan;
þaðan kömr dögg of dali.
í Völsungakviðu stendur þetta
erindi:
Þeir af ríki
rinna létu
Sveipuð og Sveigjuð
Sólheima til
dala döggótta
dökkvar hlíðar,
skalf Mistar mærr
hvars megir fóru.
Og enn fremur þessar hending-
ar:
Rinni rökn taitluð
til Reginþinga,
en Sporvitnir
at Sparinsheiði
Melnir ok Mýlnir
til Myrkviðar.
Þetta verður að nægja um hin
fornu hestaheiti. Mörg þeirra
hafa eflaust um langt skeið ver-
ið torskilin öllum þorra manna,
og aðeins á færi lærðra málfræð-
inga að skýra sum þeirra. Hefur
og ýmislegt verið um það efni
ritað af málfræðingum vorum
bæði fyrr og síðar, svo og erlend-
um fræðimönnum. Þeim, sem
vildu vita eitthvað nánara um
slíkar nafnaskýringar, skal
bent á taókina: íslendingar, eft-
ir dr. Guðmund Finntaogason. í
kaflanum um Dýrin hefir höf.
gert nöfnum þessum, og raunar
fleiri fornum hestaheitum, ræki-
leg skil og á skemmtilegan hátt.
En lokaorð skýringa hans eru á
þessa lund:
„Ef vér lítum yfir þessi heiti,
sem ég nú hefi reynt að skýra,
þá virðist mér ljóslega koma
fram í mörgum þeirra aðdáun
forfeðra vorra á hestunum. Það
er ljómi yfir þeim, og jafnframt
sjáum vér, að hestar eru kennd-
ir við vitsmuni, gætni, árvekni,
fjör, glaðlyndi, metnað. Vér sjá-
um þeim bregða fyrir hástígum,
léttum í spori, eða með mældum
skrefum; vér sjáum aftan und-
ir Hófvarpni, þegar hann tekur
sprettinn með Gná, og vér þjót-
um í huga eins og stormur um
jörðina, eða vér erum komnir á
hestaþing, þar sem allra augu
stara á Vigglitni.“
Þegar Eddukvæðunum slepp-
ir, verður þess lítið vart í forn-
um kveðskap íslendinga, að
kveðið sé um hesta. íslendinga-
sögur nefna að vísu marga af-
burða snjalla gæðinga og úrvals
hesta, sem mjög vóru kærir eig-
öndunum og eftirlæti þeirra, svo
sem drepið var lauslega á fyrr.
En litlar sem engar minjar hafa
geymzt um það, að skáldin kveði
um hesta sérstaklega. Sögurnar
geyma engar hestavísur, nema
ef telja skal Söðulkollu-vísur í
Grettissögu, sem eignaðar eru
þeim Gretti Ásmundarsyni og
Sveini bónda á Bakka „upp frá
Þinganesi" í Borgarfirði. En
Sveinn átti Söðulkollu og var
hún allra hrossa skjótust um
Borgarfjörð.
Þá hafa í sögu Ólafs konungs
Haraldssonar geymzt tvær
hestavísur eða öllu fremur reið-
vísur, eftir Sighvat skáld Þórð-
arson, ortar austan hafs í
Vestra-Gautlandi í einni sendi-
för skáldsins til Rögnvalds jarls
á Skörum. Og loks eru í Sturl-
ungu tvær vísur, er sumpart eru
kveðnar um hesta, og hafa þeir
frændur ort sína vísuna hvor:
Sighvatur Sturluson á Grund og
Sturla skáld og lögsögumaður
Þórðarson.
En þó að fleira hafi eigi
geymzt, að því er ég bezt veit, af
því, sem fornmenn kunna að
hafa ort um hesta sína, þá er þó
annað, sem ber því ljósast vitni,
hvað hestarnir hafa verið forn-
skáldunum tiltækir í kveðskap.
Dr. Guðmundur Finnbogason
getur þess í kafla þeim, sem fyrr
var í vitnað, að í 516 skipskenn-
ingum sé skipinu líkt við hest og
það kallað t. d. unnar-hestur,
ranga fákur o. s. frv.
(Framh. í næsta blaði).
llllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllM
I Tilkynning til áskrifenda í
Heima
ER BEZT
| Athygli skal vakin á því, að \
E gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Þeir i
É áskrifendur, sem enn hafa ekki greitt =
| árgjaldið, kr. 67,00, eru góðfúslega i
= beðnir að greiða það nú þegar, svo §
= að komizt verði hjá póstkröfu- i
i kostnaði.
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii