Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 21
Nr. 6 Heima er bezt 213 Björn Gunnlaugsson í síðasta hefti Heima er bezt var smágrein um Svein Pálsson lækni og starf hans í þágu ís- lenzkra náttúruvísinda. Hér verður, svo sem í framhaldi af því, minnzt á annan mann, sem markaði stórt spor í áttina að fullkomnari þekkingu á land- inu, en það var Björn Gunnlaugsson yfir- kennari. Nafns hans verður jafnan minnzt 1 sambandi við Upp- drátt íslands, er hann vann manna mest að með landmælingum sínum á ferðum yfir landið. Uppdráttur íslands kom út í Kaupmannahöfn árið 1844 á kostnað Bók- menntafélagsins. — Þegar á allt er litið, verður starf Björns á þessu sviði að skoð- ast sem þrekvirki, því að eins og oftar, voru hinir opinberu styrk- ir, sem hann naut, mjög skornir við nögl, en til þess var tekið, hve lítið hann gat komizt af með á ferð- um sínum. Hann var ákaflega sparneytinn og ósérhlífinn „enda má svo heita, að menn níddust á góð- semi hans og mein- leysi, en það er heimsins háttur að svelta slíka menn, meðan þeir lifa, en lofa þá, þegar þeir eru dauðir, því að þá þarf ekki lengur að borga þeim vinnulaun“, segir Þorvaldur Thoroddsen í kaflan- um um Björn í Landfræðisögu íslands, en Þorvaldur hefur ritað manna bezt og af mestum skiln- ingi um Björn Gunnlaugsson. Björn Gunnlaugsson var fæddur á Tannstöðum við Hrútafjörð 28. sept. 1788. Gunn- laugur faðir hans var að ýmsu leyti óvenjulegur maður, því að hann var smiður góður og fékkst við uppfundingar, m. a. fann han-n upp mælitæki. Björn son- ur hans var snemma bráðþroska og nokkuð óvenjulegur í æsku, enda segir hann sjálfur löngu síðar, að hann hafi ekki verið á- litinn með öllum mjalla af sum- um. Hugur hans hneigðist snemma að stærðfræði, og hann Björn Gunnlaugsson yfirkennari (1788). las allt, sem hann gat náð í af því, er fjallaði um þessi efni. Sagt var, að hann hefði æft sig í reikningi, þegar hann sat yfir fé, og ritað dæmin með smalaprik- inu sínu í leirflög. Hann var settur til bóknáms og var útskrif- aður af Geir biskupi Vídalín árið 1808. Lá þá beinast við fyrir hann að sigla til háskólans í Kaupmannahöfn, en þá voru erfiðar ferðir milli landa vegna styrjaldar milli Dana og Eng- lendinga, sem hafði meðal ann- ars í för með sér byltingu Jör- undar Hundadagakóngs ári síð- ar. Hvarflaði þá að honum að gerast aðstoðarprestur hjá séra Sæmundi Hólm á Helgafelli, en honum var ráðið frá því, þar sem hann myndi ekki vera hneigður fyrir prestsstarfið, enda var Sæ- mundur alkunnur sérvitringur, þótt honum væri annars margs mjög vel gefið. Á árunum milli 1810—20 voru tveir danskir mælingamenn við strandmælingar hér á landi. Björn komst í kynni við þá og fékk þar ýmsar leiðbeiningar um landmælingar og þáði af þeim bækur í þeirri grein. En 1817 komst hann loks ut- an með tilstyrk mætra manna. Gekk honum háskólanámið prýðilega og hlaut tvivegis verðlaun fyr- ir úrlausnir í stærð- fræði. Meðan hann var ytra, komst hann í kynni við ýmsa vís- indamenn og varð aðstoðarmaður eins þeirra. Hafa þeir séð hvað í honum bjó. En árið 1882 fluttist Björn til Bessastaða, því að honum. hafði verið veitt staða við skólann. — Fluttist hann svo með latínu- skólanum til Reykja- víkur árið 1846 og gegndi kennslustörf- um til 1862, er hann fékk lausn frá em- bætti. Hann andaðist árið 1876 og var þá orðinn mjög hrumur af elli. Björn var tví- giftur. Dóttir hans með fyrri konunni, Ragnheiði Bjarnadótt- ur frá Sviðholti, var Ólöf kona Jens Sigurðssonar rektors. Eiga þau fjölda afkomenda. Björn Gunnlaugsson hóf land- mælingastarf sitt 1831 og ferð- aðist um landið meira eða minna á hverju sumri til ársins 1843. Fór hann oft um óbyggðir, en hafði þar jafnan skamma viðdvöl vegna lélegs útbúnaðar, þar sem styrkurinn til ferðanna var lít- ill, eins og áður er sagt. Tók hann hina kunnugustu menn sér

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.