Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 29
Nr. 6
Heima er bezt
221
kóngsins, það var eins og fólk
sæi hann ekki. Hann var mjög
einmana og yfirgefinn, enginn
virti fríða andlitið hans viðlits,
nema hann sjálfur. Hann varð
fljótt mjög leiður á þessu. Smám
saman varð honum það ljósara
en áður, að það er hugarfar
manna, sem mesta þýðingu hef-
ur, og fallegt útlit hefur lítið að
segja, ef fagrar hugsanir eru því
ekki samfara. Nú lærði hann
fyrst að meta mannkosti
drottningar sinnar, en lagði nið-
ur að dæma fólk aðeins eftir út-
liti þess.
Einn dag sagði hann hátt við
sjálfan sig: „Hamingjan gæfi;
að ég gæti losnað við þetta
fallega andlit, en öðlazt í þess
stað góðvild og hyggindi.“
„Þér mun verða að ósk þinni,“
heyrði hann svarað, og um leiö
varð hann þess var, að hann
gjörbreyttist, varð sem nýr
maður og leit nú alla hluti öðr-
um augum en fyrr. í gleði sinni
þaut hann inn til drottningar
sinnar til að færa henni þessar
góðu fréttir, en þar sat þá ung
og fríð kona.
„Ég vissi alltaf, að í raun og
veru ertu bæði góður og vitur,“
sagði hún og leit á hann, „og
guði sé lof fyrir, að þú hefur nú
lært að meta það, sem mest gildi
hefur í lífinu. Það var guðfaðir
þinn, sem hjálpaði mér og
breytti útliti mínu, en nú er ég
aftur orðin eins og ég á að mér
að vera.“
„Nú hef ég ekki jafn frítt
andlit og ég hafði áður,“ sagði
ungi kóngurinn, „en í þess stað
á ég gott hjarta, og það er meira
virði.“
„En nú, þegar þér er orðið
þetta ljóst, mun frítt andlit ekki
spilla þér né gera þig hégóm-
legan hér eftir. Og líttu nú í
spegilinn,“ sagði hún brosandi.
Sá hann þá, sér til mikillar
undrunar, að andlit hans var
óbreytt, nema ef til vill var það
nú enn fríðara en áður hafði
verið. Gengu þau síðan inn til
gamla kóngsins, og lagði hann
blessun sína yfir þau, áður en
hann dó, í fullu trausti þess, að
nú hefði þjóð hans eignazt kon-
ung og drottningu, sem mátu
dyggðir manna og hjartalag
meira en ytra útlit þeirra.
Úr gömlum blöðum
Eftirfarandi klausa í Þjóðólfi
27. maí 1887 gefur nokkra hug-
mynd um stjórnarfar það, sem
menn áttu þá við að búa hér á
landi, sem og flestar þær þjóð-
ir, sem verða að sætta sig við
yfirráð annarra ríkja.
Þingmennska lögð niður. Þing-
maður Snæfellinga Sigurður
Jónsson sýslumaður (hann var
uppeldissonur Jóns Sigurðsson-
ar) hefur nýlega á fundi í
Stykkishólmi lagt niður umboð
sitt sem þingmaður, af því að
amtmaður hefur neitað honum
um leyfi til að fara á þing, nema
hann útvegaði löglærðan mann,
„er dvelji í Stykkishólmi eða
einhversstaðar innan sýslu“, til
að gegna embættinu um þing-
tímann, en þvílíkan mann gat
S. J. ekki útvegað. — Á áður-
nefndum fundi var skorað
á dómkirkjuprest Hallgrím
Sveinsson að gefa kost á sér til
þingmennsku fyrir Snæfells-
nessýslu, en hann getur eigi
orðið við áskoruninni sakir
embættisanna.
Þetta bann amtmanns, sem
sjálfsagt er komið gegn um alla
halarófuna ofan frá ráðgjafan-
um, er alveg nýtt, einhver ný
nauðsyn, ný þörf hefur legið til
grundvallar fyrir því hjá land-
stjórninni, þótt öðrum út í frá
verði slíkt torskilið, því að ein-
mitt um þingtímann eru emb-
ættisannir sýslumanna minnst-
ar, svo að t.a.m. nágrannasýslu-
mennirnir gætu gegnt þeim, en
hinsvegar þörfin auðsæ fyrir
lögfróða þjóðkjörna þingmenn.
Með þessu eru allir sýslumenn
útilokaðir frá þingsetu, og þá
einnig hinn mikli þingskörung-
ur Benedikt Sveinsson. Ekki
horfði stjórnin í að taka amt-
manninn fyrir norðan til þing-
setu, en það er nú munur á,
hann eftirlætisbarn stjórnar-
innar, en Benedikt Sveinsson
helzti forvígismaður þeirra að-
almála, sem stjórninni er verst
við, lagaskólamálsins og stjórn-
arskrármálsins, og báðir hinir
sýslumennirnir, sem þjóðin kaus
í fyrra með stjórnarskrárendur-
skoðuninni.
Úr bréfi úr Austur-Skapta-
fellssýslu 12. mai 1887...„Hér
hefur enginn bjargarskortur
verið í vetur, því að afli hefur
verið hér um allan Hornafjörð,
og á einmánuði rak hér hval í
fjörðinn, sem 3 næstu sveitirn-
ar náðu í, og 9. þ. m. rak hval
í Suðursveit, en við hvalskurð-
inn drukknuðu fjórir menn af
báti, einn bóndi og 3 vinnu-
menn. Slysið atvikaðist þannig:
Hvalinn rak inn um Hálsaós
svonefndan, og er hann hafði
verið festur, fóru 6 menn á bát
út að honum. Þegar þeir komu
að hvalnum, réttu þeir manni
er uppi á hvalnum stóð, ár til
að halda bátnum við meðan þeir
kæmist upp á hvalinn, en sá,
sem að rétti, missti árina og bát-
inn rak út undan straumi og
vindi, því þeir höfðu ekki nema
eina ár eftir á bátnum. Þegar
báturinn var kominn út í ós,
fleygði einn maðurinn sér út, en
við það hvolfdi bátnum. 2 menn-
irnir gátu þó hangið í bátnum
þangað til hann barst á grynn-
ingar, svo að þeir gátu vaðið í
land — hinir drukknuðu“.........
Gröf Halldórs Brynjólfssonar
biskups. Hinn frægi landi vor,
dr. Guðbrandur Vigfússon, hef-
ur nýlega fundið gröf Halldórs
Brynjólfssonar biskups Sveins-
sonar. Hann dó í Yarmouth á
Englandi árið 1666. Þar er all-
merkileg kirkja að nafni St. Ni-
holas eða The Parish Church
öðru nafni. Kirkjubækurnar þar
ná niður á 16. öld og í þeim
fann dr. Guðbrandur, að Hall-
dór hefur dáið 28. desember
1666. Áður var eigi kunnur
dauðadagur hans. Jón Espólín
segir í Árbókum sínum (7. deild
bls. 45), að hann hafi dáið 16.
október, og eftir því hafa menn
farið. Nafn hans stendur ritað
þannig: Mr. Handry Brindol of
Island. Hann hefur að líkind-
um kallað sig þar Halldór
Brynjólfi að latneskum hætti,
og Englendingum, sem hafa rit-
að það eftir frumburði, hefur
heyrzt það hljóma þannig.
Þjóðólfur 1887.