Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 8
200
Heima er bezt
Nr. 6
lægri en í New York eða London.
Fjölskylda fjögra manna getur
lifað góðu lífi fyrir um 200 kr. á
viku. Fjölskylda, sem hefur 200
kr. á viku, getur borðað kjöt á
hverjum degi, hafi hún löngun
til þess. Kjöt er ódýrt og nóg er
af því. Ástralíumenn borða
firnin öll af nautakjöti og ennþá
meira af kindakjöti. Á gistihús-
um í „baklandinu“ fá gestirnir
venjulega aðeins tvær sortir af
grænmeti — eina steikta og eina
soðna kartöflu.
Ástralía er eins konar útibú frá
Englandi. Fyrstu landnemarnir
voru glæpamenn, sem voru gerð-
ir útlægir frá Englandi, en árið
1793 komu fyrstu frjálsu land-
nemarnir þangað. Eigi leið á
löngu áður en þeir urðu í meiri-
hluta, og smátt og smátt urðu
glæpamennirnir aðeins hverf-
andi lítill hluti íbúanna. Um það
bil 300.000 Englendingar hafa
látið í ljós óskir um að flytja til
Ástralíu á síðari árum.
Sagt er, að áströlsku stúlkurn-
ar séu þær fallegustu í heimi. í-
búunum er sárt um að þær flytj-
ist úr landi. Vakti það því tals-
verða óánægju, er 12.000 þeirra
giftust amerískum hermönnum
og fóru strax eftir stríðslokin.
Landar þeirra vildu ekki missa
þær.
Fyrir norð-austur-ströndinni
liggur Kóralrifið mikla. Það er
allt byggt upp af örsmáum kór-
aldýrum. Rifið er 2000 km. að
lengd og er stöðugt að aukast.
En það hefur verið að stækka í
eina miljón ára. í lóninu milli
rifsins og strandarinnar eru
hundruð kóraleyja. Þetta lón er
150 km. á breidd. Er maður flýg-
ur yfir lónið, koma alltaf nýir
eyjaklasar í ljós. Ef siglt er í
bát með glerbotni, hefur maður
sýn inn í dásamlega heima. Þar
eru stórar hallir úr kóröllum í
dásamlegu litaskrúði. Öðru
hverju er eins og leiftrum bregði
fyrir niðri í djúpinu, en þá eru
silfurlitir fiskar að skjótast milli
klettanibbanna.
Margs konar einkennileg dýr
lifa í nágrenni við rifið. Þar
finnast risavaxnar skeljar, er
verða næstum því tveir metrar
að þvermáli og vega rúmlega
200 kg. Verði perlufiskari fyrir
því óhappi að stíga ofan á slíka
skel, á hann á hættu að hún
lokizt utan um fótinn á honum
og haldi honum niðri í vatninu
þangað til hann drukknar. Þá
eru þar einnig fiskar með eitur-
brodd fram úr trjónunni, og er
lífshætta að verða fyrir honum.
En einkennilegasta veran í
hafinu kring um Ástralíu er Dy-
gongen, en það er eins konar sæ-
kýr. Er hún veidd vegna kjöts-
ins, sem er mjög ljúffengt.
Kroppur hennar er klunnalegur
og líkizt að sumu leyti manni.
En sporðurinn er eins og á fisk-
um. Höfuðið er hálf skopleg
eftirlíking af mannshöfði. Hljóð-
ið er líkast vælukenndu ópi. Ef
til vill er Dygongen fyrirmyndin
í hinum fjölmörgu sögnum um
hafmeyjar, sem lifað hafa á vör-
um alþýðunnar í flestum lönd-
um.
Fyrir vestan Kóralrifið mikla,
hinumegin við Fimmtudagseyna
og Torressund, hefst norður-
strönd Ástralíu. Þar er hitabelt-
isloftslag. Frumskógarnir ná
nærri því niður í fjöruborð. Hita-
svækja liggur stöðugt yfir hafi og
landi. Næst eftir Saharaeyði-
mörkina er þetta heitasta svæði
hnattarins. Fáir hvítir menn
þola loftslagið á þessum slóðum.
Maður fylgir strandlínunni til
vesturhluta Ástralíu. Á þeim
slóðum er hitinn ekki eins mik-
ill, en óveðrin geta dunið yfir
þegar minnst vonum varir. Of-
viðri, einkum það er nefnist
„willi-willi“, getur skollið yfir
fyrirvaralaust með 55 m. vind-
hraða á sekúndu. Heilir flotar
fiskibáta fara í mask og þorp
leggjast í auðn. Eitt þorpanna,
Roeburne, hefur verið endurreist
15 sinnum. Það er erfitt að hafa
hænsnarækt í þessum héruðum,
því að hænsnin fjúka veg allrar
veraldar þegar minnst varir.
Stundum fer öll fjölskyldan líka
út í veður og vind.
Meðfram norður- og norð-
vestur ströndinni eiga „fjöru-
prangararnir“ heima. Þeir hafa
eins konar verzlunarleyfi og
safna alls konar reka á fjörun-
um, sem þeir selja í verzlunar-
stöðunum í nágrenninu.
Miðbik landsins er óbyggt og
óbyggilegt. Stór svæði eru mar-
flöt, eins og sjór í logni. Annars
staðar myndar sandurinn lang-
ar öldur, sem stundum eru mörg
hundruð km. á lengd. Hér og þar
rísa lágir fjallgarðar upp úr
sandhafinu. Fjöllin eru nakin og
gróðurlaus. Fljótin í eyðimörk-
inni ná ekki út til hafsins. Þau
hverfa í sandinn löngu áður en
þau ná svo langt. Nú eru þessi
eyðimerkursvæði notuð til að
gera tilraunir með fjarstýrð
vopn og rakettur. Hér er nægi-
legt svigrúm fyrir kjarnorkutil-
raunir, enda eru meira en eitt
þús. km. til byggðra staða.
Um það bil 60.000 Ástralíu-
negra eru eftir í landinu. Þessir
frumbyggjar landsins eru tæp-
lega komnir af steinaldarstig-
inu enn. Þeir eiga heima í hér-
uðunum við norðurströndina, og
þaðan vilja þeir ekki fara. Land-
svæði þeirra nefnist Arnhem-
land. Það er 12.500 km2 að flat-
armáli og vaxið frumskógi og
ófærum fenjum. Land þetta var
einhver ókunnasti blettur jarð-
arinnar, þangað til fyrir tveimur
árum. íbúarnir eru ákaflega
andvígir hvítum mönnum. Árið
1802 gerði landkönnuður einn
fyrstu tilraunina til að komast
inn í Arnhem land. íbúarnir
drápu hann. Síðan hafa vísinda-
menn oft horfið í þessum héruð-
um. Þar er stórhætta að ferðast.
Margir leiðangrar hafa gert til-
raunir til að ferðast yfir landið,
en alltaf hafa þeir verið reknir
til baka. Nú hafa ástralskir og
amerískir vísindamenn efnt til
leiðangurs, sem hefur það mark-
mið að rannsaka lifnaðarháttu
frumbyggjanna í þessu -ein-
kennilega landi.
Ástraliumenn hafa í mörgum
tilfellum kosið að halda staðar-
nöfnum frumbyggj anna óbreytt-
um. Nöfn eins og Moola-bulla,
Borroloola og Wagga Wagga
segja skýrt til uppruna síns.
Ástralíumaður nokkur, sem var
á ferð í Evrópu, reyndi að láta
taka betur eftir nafni þorpsins,
þar sem hann átti heima, með
því að mála það skýrum stöfum
á farangur sinn. Nafnið er
þannig: Mulkanundracooratarr-
aninna.
Þrjár stéttir keppa um völdin í
Ástralíu. Það eru: Iðnaðarmenn,
bændur og verkamenn. í augna-
blikinu hafa verkamenn meiri-
hlutann í stjórnmálum, en