Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 23
Nr. 6 Heima er bezt 215 En um Hofmannaflöt liggur al- faravegur, sem í þá daga var mjög fjölfarinn bæði af Borg- firðingum og Norðlendingum, Og þar sem þetta var ágætur á- fangastaður, þá lá Hofmanna- flöt undir miklum ágangi af ferðamannahestum. 1855, 21. marz, skrifar Halldór bréf til Borgfirðinga og biður þá að hlífast við að beita Hof- mannaflöt, nema nauðsyn krefði, fyr en eftir túnaslátt ár hvert. Bréf þetta sendi hann sýslu- manninum í Árnessýslu og bað hann að hlutast til um, að því yrði þinglýst í Borgarfjarðar- sýslu, á sinn kostnað. Þetta gekk allt vel. Bréfinu er þinglýst á 9 manntalsþingum í Borgarfirði frá 10.—30. maí 1856. Kostnaður við þinglesturinn, 36 skildingar, er kvittaður borgaður á bréfið. Það virðist sem Borgfirðingar hafi tekið þessu vel- og með full- um skilningi. Enda hefur þeim verið kunnugt um, hver nauðsyn þetta var fyrir Hrauntúnsbónd- ann, sem margir hafa verið hon- um kunnugir, því að Hrauntún er skammt frá veginum, sem liggur um Hofmannaflöt. Það er vitað mál, að erfitt hefur verið að komast þarna á- fram fyrstu árin, þrátt fyrir það þótt þarna sé góð fjárbeit bæði sumar og vetur, því að sjálfsagt hefur féð verið fátt fyrstu árin. En líklega hefur Halldór haft nokkrar tekjur af kolagerð. Þá voru viðarkol einhver hin mesta nauðsynjavara. En þeir bændur voru margir, sem ekki bjuggu á skógarjörðum og þeir, sem ekki höfðu skógarnytjar, urðu að kaupa viðarkol til þess að geta dengt sláttuljái og torfljái. Litlar sögur hef ég heyrt af búskap Halldórs, nema að hann þótti góður bóndi og efnaöur vel í meðallagi. Einhverntíma var það, að kunningja hans vantaði eitthvað af peningum til þess að geta borgað jörð að fullu og þá gat Halldór lánað honum það sem hann vantaði. Heiðurspen- ing fékk hann 1868 fyrir dugnað og hagsýni í búskap. En ekki hygg ég, að hann hafi fengið Dannebrogsorðu eins og sumir hafa haldið. Hreppstjórastörf mun Halldór hafa haft á hendi síðustu árin fyrir Jón Kristjáns- son í Skógarkoti, sem þá var orðinn sjónlítill eða jafnvel með öllu sjónlaus. Var Halldór því kallaður hreppstjóri af almenn- ingi, þó hann hafi líklega aldrei verið skipaður hreppstjóri. Jón mun ekki hafa sagt af sér fyr en Halldór var andaður. Halldór andaðist í Hrauntúni 1. febrúar 1872, 76 ára gamall. Hafði hann þá búið þar rúmlega 40 ár og komið Hrauntúni í það álit, að þar var álitið gott með- albýli. 2. ábúandi Jónas Halldórsson. Jónas Halldórsson, f. 6. nóv. 1853 í Hrauntúni. Hefur hann víst talið sig hafa ábúðarrétt á jörðinni að föður sínum látnum, þar sem þetta var bæði kirkju- jörð og faðir hans hafði byggt þarna úr eyði. En ekki hafði það nú gengið orðalaust fram, að hann fengi ábúðarréttinn. Ráða- menn hreppsins — presturinn og hreppstjórinn — vildu koma öðrum manni á jörðina. Töldu Jónas helzt til ungan að fara að taka jörð og búa, 18 ára gamlan. Eitthvert þjark varð nú um þetta, sem lyktaði þannig, að Hrauntún var gjört að tvíbýlis- jörð. Jónas fékk hana hálfa til ábúðar, en hinn umsækjandinn hinn helminginn. Þetta þótti dugnaður af Jónasi, að fá sínum vilja framgengt þó ekki væri nema að nokkru leyti. Einkum þótti þetta bera vott um festu og manndóm Jónasar — eftir á — þegar honum farnaðist vel búskapurinn, og eftir nokkur ár fékk hann svo alla jörðina. Enda var jörðin engin tvíbýlisjörð. Jónas byrjar svo búskap vorið 1872 á hálfu Hrauntúni og hef- ur fljótt unnið sér álit, því 1878 er honum falið að sjá um meiri- háttar vegabætur — eftir því sem þá gerðist — á Kaldadals- veginum frá sæluhúsinu suður á Hofmannaflöt. Amtmaðurinn hafði þá yfirumsjón fjallvega. Hafði hann látið gera áætlun um kostnaðinn við endurbætur á þessum vegarkafla og sent hana sýslumanni Árnessýslu, sem þá var Þorsteinn Jónsson, en hann falið prestinum á Þingvöllum að útvega mann til þess að standa fyrir endanlegri framkvæmd verksins. Áætlað var, að verkið mundi kosta kr. 1000.00.En sýslumaður heldur nú samt, að það sé heldur lágt, einkum hvað kaflann í Sandkluftum snerti; þar átti að færa veginn og leggja hann austar en hann hafði áður legið, því að svo var fyrir mælt í bréfi amtmanns, að sá kafli skyldi hlaðinn upp og vatnsrásir beggja megin. En sýslumaður leggur áherzlu á í bréfi sínu til prestsins, séra Símonar Beck, að leggja alla áherzlu á, að verkið sé vandað og verði þeim, sem vinni það, og héraðinu til sóma. .Muni kostnaðurinn þá verða greiddur, þó að hann fari fram úr áætlun. Sr. Símon fær svo Jónas Hall- dórsson í Hrauntúni til þess að standa fyrir þessu verki, og sýnir það ekki lítið traust á svo ungum manni. Svo fara engar sögur af þessari vegargjörð. Hún var framkvæmd og allir hlutaðeig- endur hafa víst verið ánægðir. Upphlaðni kaflinn í Sandkluft- um stendur víst enn og um hann lá vegurinn þangað til nú fyrir nokkrum árum, að hann var færður á annan stað. Hreppstjóri er Jónas skipaður 1. júní 1879 og síðan er hann hreppstjóri í Þingvallahreppi þar til hann biður um lausn vegna vanheilsu frá 1. júní 1922. Aldrei heyrðist nein óánægja með hann sem hreppstjóra, þó að hann þætti fara aðrar leiðir í ýmsu en almenningur. Enda hefur víst ekki verið ástæða til þess. Ég hef séð nokkrar af minnis- bókum hans, sem snerta bæði hreppstjórastarfið og fleira um reikningshald hans yfir viðskipti við ýmsa menn og sýna þær glöggt, að hann hefur verið frá- bær reglumaður, sem alltaf gat sýnt, hvernig reikningar stóðu. Þegar Jónas byrjaði búskap, var hann efnalítill, sem eðlilegt var. Hann 18 ára gamall. Fjár- kláðinn hafði þá gert bændum þungar búsifjar. Féð í Hraun- túni hefur víst verið orðið fátt, þegar faðir hans dó. Arfur því verið lítill eftir hann. Skepnur hans voru því ekki nógu margar til þess að fæða heimilið og standa í skilum með eftirgjald og fleiri lögboðin gjöld. Varð l) Dagsverkið er reiknað í áætluninni 2 kr. og verkstjóra 2 kr. 20 a.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.