Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 16
208 Jón KonráSsson í Bœ. Það er kvöld, rétt eftir sólstöð- urnar 1951. Veðrið er dásamlegt. Hafflöturinn er eins og skyggð- ur spegill, í honum speglazt öll þau fjöll, hæðir og höfðar, sem liggja hærra en hafflöturinn, svo að ljósið frá þeim getur end- urvarpazt og náð auga áhorf- andans. Fjöllin eru vafin geisla- trafi. Sólstafir eru í hlíðum, en lengst inni yfir upptökum vatna er blámóða fjarlægðarinnar. En í norðri — þar er hafið, Skagafjörður, spegilsléttur, svo að ólíklegt er, að strandferða- báturinn þarna úti á firðinum komist nokkurn tíma til hafnar, því að þetta er spegill og ekki vatn að líta. Jú, víst nálgast strandferðabáturinn, enda er hann knúinn afli, sem kopar og stál framleiða úr orku eldsneyt- is, en orkan er yfirfærð í spyrnu skrúfunnar aftan í skipinu, svo að því miðar vel, og til beggja hliða við það myndast langir hryggir á sléttum fletinum. En skipið — það hrífur ekki augaö nema stutta stund, því að önnur sýn, miklu fegurri og stórfeng- legri, bindur auga og hug. Þarna er Drangey, — klettur í miðjum firði. Þarna var það, sem bræð- urnir Illugi og Grettir lifðu sem útlagar. Þarna varðist Grettir á hnjánum, og þaðan synti hann til lands og hlaut við það frægð- arorð, sem hélt nafni hans uppi um margar aldir, en eigi gat leyst hann úr álögum útlegðar- innar né bjargað lífi hans. Ég Heima er bezt Nr. 6 Nr. 6 Heima er bezt 209 stanza drykklanga stund og horfi til hafs — renni huganum um spor löngu liðinna stunda og fram á leið. Ég ráfa niður að höfn á Sauð- árkróki, því að hér er ég staddur. Sé ég þá, hvar fjórir menn eru að hlaða stóran bíl. Farmurinn er fugl — Drangeyjarfugl. Stór dyngja af kippuðum svartfugli liggur á hafnarbakk- anum, en hraustar hendur, skagfirzkar, grípa hverja kipp- una af annarri og sveifla létti- lega upp á bílinn. Fuglarnir eru Drangeyjarbúar, er hafa hlotið sömu örlög og Grettir. Það eru margir fuglar, sem á liðnum öld- um hafa verið sóttir til Drang- eyjar. Einu sinni var það fastur þáttur í vorstörfum fjölda Skag- firðinga að veiða fugl og fisk við Drangey. Frá því geta eink- um hinir eldri Skagfirðingar greint og bezt er að láta einn þeirra segja frá. Næsta dag ber mig að garði að Bæ á Höfðaströnd. Þar mætir maður alltaf gestrisni og höfð- ingsskap og einnig í þetta sinn. Jón Konráðsson, hreppstjóri í Bæ, hefur búið þar um langt skeið, en hefur nú látið af búskap, enda hefur hann meira en 7 y2 tug ára að baki sér. En atgjörvi Jóns, á- hugi hans og andlegt þrek er eins og þeirra, sem miklu eru yngri en hann. Hann hefur tekið þátt í fjölbreytt- um störfum um ævina og þá einnig í veiðum við Drang- ey, svo að hann getur rifjað upp mininngar og atburði löngu liðinna tíma og rakið vef minninga sinna frá þeim stundum, er hann var þátt- takandi í blíðu og stríðu á þeim slóðum. Vornóttin er björt, og hér er hlýtt innan veggja í Bæ. Á meðan aðrir sofa, rekur Jón Konráðsson þræði og þáttu úr minningavef sín- um og ég festi á pappírinn. Aðeins fáir þræðir úr þeim vef verða raktir eina lygna og hljóða vornótt, en auð- fundið er, að á bak við frá- sögn Jóns ríkir sá vorhugur, sem alltaf hefur ríkt þær stundir fyrir löngu, er hann ungur gerðist virkur aðili Fuglaveiðar við Drangey Þátt þennan hefir Gísli Kristjánsson ritstjóri r>tað eftir frásögn Jóns Konráðssonar, hreppstjóra í Bæ á Höfðaströnd. Segir hér frá athöfnum, sern voru sjálfsagðir þættir í viðburðarás og afkomu- skilyrðum Skagfirðinga um langan aldur og var sögumaður þátttakandi í þeim um áratuga skeið. Fuglatekja var löngum öflugur þáttur í skagfirzku atvinnulífi. Nú kveður lítt að þessu og þá við allt önnur skilyrði, ef á annað borð er rækt við í þeim störfum, sem annars þurfti eflda karlmenn til að rækja. Forspjallið þarf ekki lengra, en frásögn Jóns, hripuð um bjarta júnínótt heima í Bæ, fylgir hér. að lögð. FRÁ því fyrst ég man og til þessa dags hefir Drangey alltaf verið nytjuð, en auðvitað mis- jafnlega mikið. Það er þó bezt að segja eins og er, að á síðari árum hefir hún verið vanrækt, en í gamla daga var allt kapp lagt á að sækja þangað bæði fugl og fisk, og svo egg, enda fengu margir björg í bú þaðan, þegar sótt var af kappi, og það var reyndar gert um langt skeið. Ég hef sjálfur tekið þátt í veiðum við Drangey í mörg vor og man eftir þeim frá því ég var strákur, áður en ég fékk að taka þátt í þeim. Strákar voru þá, eins og nú, fíknir í að fylgjast með því, sem einhver ævintýra- blær var yfir, en veiðar við Drangey voru það jafnan. Ég man fyrst eftir Drangeyjarveið- 3 SLjsí£..mÉ..aÍ& „„2 esfeu ? /2 a 3 a. O.OhuATetl ciat. C.T. sc ■ Myndin sýnir Drangeyjarfleka með tilheyrandi umbúnaði, eins og hann var um 1780. — Myndin og skýringar eftir: Rit þess Islenzka Lcerdóms-Lista-Félags. Þriðja Bindi. Kaupmannahöfn 1783. f var forðum nefnt flekakefli. g var kallað stjórafæri. h var nefnd „trossa“, en endi hennar var dreginn í gegn um gat- ið í fremsta oka flekans (i), síðan var brugðið upp í gegn Wn gat (k), sem gjört er á miðjan stjóraflekann yfir mið- okanum, dregið niður hinum megin okans og hnýtt um hann..............síðan eru bundin á trossuna öll S keflin, sem eru færð freka tvo faðma hvort frá öðru, svo vandlega hnýtt að hönkunum, sem eru á flekakeflunum, að þau losni ekki. Þau fljóta þá á sjónum á yfirvarpinu .... 1 er trossa, en neðan í hana er stjórinn (m) bundinn, sem er aflangur blágrýtis-fjörusteinn, krossbundinn, með digrum færisstúf..........Það, sem útróðrarmenn við Drangey kalla niður- stöður, er samsett af fimm flekum, fjórum flekaböndum, fimnt flekakeflum, trossu og stjórasteini. um á árunum 1880— 90, en tók ekki þátt í þeim sjálfur fyrr en eftir 1890. Á þeim ár- um sóttu Skagfirðing- ar miklar nytjar þang- að og alla þá tíð, sem ég stundaði búskap •— er nú hættur honum — var fugl og fiskur, egg, hey og beit, sótt í Drangey — misjafn- lega mikið auðvitað frá ári til árs, en alltaf eitthvað, og það er bara nú allra síðustu árin, að fólk hefur varla gefið sér tíma til að síga þar eftir eggj- um. Aðrar nytjar þar hafa eiginlega verið látnar ónotaðar þing- að til í ár, en nú er eitthvað veitt þar af fugli. ÞAÐ VAR venjan fyrrum, þegar veið- ar voru stundaðar frammi, að byrjað var á því miðvikudag- inn síðastan í vetri, að menn fóru fram, þeir sem ætluðu að vera við eyna. Sú för var farin til þess að helga sér byrgis- stæði. Þeir, sem fóru í Drangey, voru þar venjulega á sama stað ár eftir ár. Byrgin voru gerð á þann hátt, að grjóti var safnað í fjörunni og úr því voru hlaðnir veggir upp við standbjargið. Það var algent, að endurbyggj a þurfti veggi byrgjanna ár eftir ár, því að stórbrimin gengu oft alveg í bjargið á haustin og veturna, og sóp- uðu þá öllu burt. Þennan dag var svo venja að síga í bjargið yfir byrgjunum og velta niður því grjóti, sem frost hafði losað og hætta var á að gæti hrunið niður á byrgin. Þennan dag komu til eyj- arinnar öll þau úthöld, sem ætluðu að stunda þar veið- ar um vorið. Hver útgerð hafði sitt byrgi út af fyr- Farmurinn er Drangeyjarfugl. (Ljósm.: G. K. 1951). ir sig, en hver útgerð kom oftast í tvennum tilgangi, bæði til þess að veiða fugl og fisk. Venjan var að útvegurinn byrjaði um miðj- an maí og þá komu allar útgerð- irnar samtímis, eða því sem næst. Það sem til þurfti var þá flutt með og þar á meðal efni í þök á byrgin. Þakið var oftast gert af þurru torfi, sem lagt var á rafta. EkKi man ég, hvort byrj - að var að nota segl í þök þegar ég fyrst var við Drangey, en langt er síðan farið var að nota þau sem yfirbreiðslur. Ég held, að það hafi verið á unglingsár- um mínum. Byrgið var ekkert stórhýsi. Vegghæðin var meðal- manni í öxl.en mæniás var, og rétt manngengt undir risið. Eng- inn gluggi var á byrginu, en venjulega var gat yfir, þar sem eldað var, svo að reykurinn ætti sem skemmsta leið út, og þótti stundum nóg um svælu samt. Hurðir voru á járnum og oftast mun byrgjunum hafa verið lok- að, þegar menn voru á sjó. í byrginu voru engin þægindi, og mundi mönnum fátt um finn-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.