Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 11
Nr. 6 Heima er bezt 203 17. desember 1946, var annarri V-2 eldflaug skotið af söndum í New Mexico, og komst sú eld- flaug upp í 114 mílna hæð, eða fimm sinnum hærra en tekizt hefur að koma loftbelg með veð- urathugunartækjum. Og 24. febrúar 1949 þaut „tvíknúin eld- flaug“ (lítilli eldflaug, sem kölluð var „VAC Corporal“, var skotið af stað með V-2 flaug, þangað sem hún dró, en síðan þaut „VAC Corporal" áfram af eigin afli) upp í 250 mílna hæð, eða um það bil jafn-langt og frá Heykjavík austur á Seyðisfjörð, en bara beint upp í loftið. Til þess að gera sér grein fyr- ir því, hvernig eldflaugar eru knúnar áfram, er handhægast að hugsa sér skot úr venjulegum riffli. Allir, sem skotið hafa úr riffli, þekkja það, að um leið og skotið ríður af, slær riffillinn snöggt högg í öxl þess, sem skýt- ur. Ef rifflinum væri haldið í lausu lofti, mundi hann hend- ast nokkurn spöl . afturábak við skotið. Með öðrum orðum, sprengingin, sem fram fer í patrónunni, þrýstir rifflinum til baka með jafn miklum krafti og hún þrýstir kúlunni út úr hlaup- inu. Eldflaugar (og þrýstilofts- flugvélar) eru knúnar áfram með fjöldamörgum, öflugum sprengingum. Aflgjafinn er því óháður loftþyngdinni og vinnur þess vegna betur, eftir því sem fjær dregur jörðu, þ.e.a.s. eftir því sem loftið þynnist og áhrifa aðdráttarafls jarðar gætir minna. Þar sem þessi tæki eru nú þeg- ar til, er ekki lengur neitt dul- arfullt við það að fljúga út úr lofthjúp jarðarinnar, eða að koma fyrir gervitungli, eins og lýst var hér að framan. Þekk- ingin, sem til þess þarf, er fyrir hendi í öllum aðalatriðum, en það tekur um það bil tiu ár, og kostar 70.000.000.000 krónur. Þó að þetta virðist í fljótu bragði há upphæð, er hún minna en fjórði hluti kostnaðarverðs þess efnis, sem landvarnarráðuneyti Bandaríkjanna festi kaup á á árinu 1951. Til þess að komast í nægilega mikla hæð, og ná nægilegum hraða til þess að koma geimfar- inu á fasta braut umhverfis jörðina, í þeirri hæð, sem valin verður, þarf að nota geimfar samansett úr þremur eldflaug- um. Þegar því er skotið af stað, stendur það upp á endann. Það er á hæð við 24 hæða skrifstofu- byggingu, og þvermál þess að neðan er um 20 metrar. Það veg- ur 7000 smálestir, eða álíka mik- ið og tundurspillir af minni gerð. Geimfarið fer hægt af stað, aðeins um 5 metra á fyrstu sek- úndunni. Síðan eykst hraðinn gífurlega, og eftir 20 sekúndur verður það horfið úr augsýn. Þegar geimfarið er komið í 24.9 mílna hæð, er aftasta eldflaug- in búin að ljúka hlutverki sínu og losnar aftan af. Hraðinn er nú orðinn 1,46 mílur á sekúndu eða 5.256 mílur á klukkustund. Þá fer mótor mið-flaugarinnar af stað og knýr geimfarið upp í 40 mílna hæð. Hraðinn er þá orð- inn 14.364 mílur á klukkustund. Geimfarið flýgur nú ekki leng- ur beint upp í loftið, heldur fylgir yfirborði jarðar, og hækk- ar flugið aðeins smám saman. Þegar mið-flaugin fellur aftan af, er geimfarið komið 332 míl- ur frá brottfararstaðnum. Geim- farinu er stýrt með gyro-stýris- vél, sem er miklu nákvæmari en nokkur mennskur maður gæti verið. Fremsta eldflaugin, eða hið eiginlega geimfar, sem ber áhöfn og farm, er nú knúin á- fram af eigin mótor í 84 sekúnd- ur, og flýgur þá í 63.3 mílna hæð á 18.468 mílna hraða. Litlu síð- ar verða mótorarnir látnir ganga í 15 sekúndur, og verður það nægilegt til þess að koma geim- farinu upp í 1075 mílna hæð. Þar verður hraðinn endanlega 15.8000 mílur á klukkustund, og getur haldizt um aldur og ævi, þar sem hér er engin loftmót- staða. Ferðin hefur tekið aðeins 54 mínútur. Hæðartakmarkinu er náð, og nú hefst bygging geimstöðvar- innar. Mennirnir, sem eru í geimfarinu, geta nú farið út, klæddir loft- og þrýstingsheld- um búningum og búnir súrefn- isgeymum og litlum rakettu- mótorum. Þeir sjálfir og efnið, sem þeir taka út, fyrstu 26 smá- lestirnar í geimstöðina, eru orðn- ir að sjálfstæðum reikistjörnum og geta svifið í kringum geim- farið að vild. Sennilega mundu þeir þó tengja sig við geimfarið með þræði, til þess að eiga ekki á hættu að reka óþægilega langt frá. Það er engum erfiðleikum bundið að losa farminn. Hugtök- in „þungi“, „upp“ eða „niður“ eru ekki til hér, því að miðflótta- aflið, samfara hraða geimfars- ins, hefur nákvæmlega upp að- dráttarafl jarðarinnar. Farmur- inn er skilinn eftir hér, og hann svífur áfram á sinni föstu braut, þangað til komið er með næstu viðbót, en þá er byrjað að tengja. Svona er haldið áfram, þangað til geimstöðin er fullgerð. Til þess að komast til jarðarinnar aftur, þarf aðeins að hægja á ferðinni, sem auðvitað er gert með rakettu-mótorunum. Fær þá aðdráttarafl jarðar aftur yf- irtökin, og geimfarið svífur nið- ur á leið. Geimfarið er búið vængjum og stýristækjum, svo að þegar niður í gufuhvolfið kemur, verður því flogið alveg á sama hátt og venjulegri þrýsti- loftsflugvél. Þegar lokið er við að setja geimstöðina saman og gera hana loftþétta, verður hún blás- in upp, rétt eins og bílslanga, og væntanlega verður hún eins í laginu, þ.e.a.s. eins og hjól. Til þessara ferða verða valdir aðeins hraustustu menn, sem áður hafa verið þraut-æfðir í hraðfleygum þrýstiloftsflugvél- um. Fyrstu erfiðleikarnir verða í sambandi við hina gífurlegu hraðaaukningu á uppleiðinni. Áhöfnin verður látin liggja aft- ur á bak í sérstaklega gerðum stólum. Af hraðaaukningunni þrýstast þeir af feikna afli nið- ur í sætin, tilfinningin verður eins og ef nokkur hundruð kílóa lóð væri lagt ofan á brjóstkassa þeirra og þeim verður þess vegna mjög erfitt um andardrátt. Aðrir erfiðleikar verða á vegi - áhafnarinnar þegar hún fer að hreyfa sig uppi á tveggja klukkustunda brautinni. Það hlýtur nefnilega að vera mjög undarleg tilfinning að svífa í lausu lofti, hafa engan þunga og enga festu. Búast má við, að þetta valdi „loftsýki“ fyrst í stað, en líklegt er, að hún venj- ist af mönnum fljótlega, á sama

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.