Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 18
210
Heima er bezt
Nr. 6
ast þá aðbúð nú á dögum. Á
gólfið var oftast breitt lag af
sinu. Hún var reytt uppi á eynni.
Þar var nóg af henni. Sumir
höfðu þó dýnur með.
Þegar menn höfðust við í
byrgjum var alltaf setið flötum
beinum, eða menn lágu bara
endilangir, því að engin voru
sætin.
Nestið var oftast geymt í kistl-
um eða litlum koffortum. Nesti
var jafnan haft með til viku í
senn, því að þegar lítið fuglaðist,
var bara farið í land um helg-
ar. En þegar mikið var um fugl,
þá var flutt í land tvisvar í viku
og kom þá mjólk með bátnum
fram, og annað, sem beðið var
um, eftir þörfum.
Fjörur voru aðeins að sunnan
og vestan við eyna, og þar stóðu
öll byrgin hlið við hlið. Flestar
munu útgerðir í eynni hafa verið
allt að 20 á ári. í hverri útgerð
voru 9 menn flest, 6 sem stund-
uðu fiskiveiðar og 3 við fugla-
veiðar. Sumar útgerðirnar höfðu
þó ekki nema 3—4 menn, sem
þá voru aðallega við fuglaveið-
arnar, en höfðu fiskirí í hjá-
verkum, eða sinntu þeim ekkert,
fyrr en fiskur gekk að eynni, en
það var oft ekki fyrr en komið
var langt fram á sumar. Þá varð
stundum mjög fiskisælt um-
hverfis eyna og veiddist vel,
þegar fuglainnyflum var beitt
eða nýrri smásíld, sem veidd var
á Króknum.
Þarna í Drangey voru oft sam-
an komnir um og yfir 100
manns. Þetta voru mest ungir
menn og var auðvitað oft glatt
á hjalla. Útgerðirnar voru frá
Höfðaströnd og Óslandshlíð, Við-
víkursveit, Hegranesi, Króknum,
Reykjaströnd og Skaga. En á
sumum útgerðunum voru menn
framan úr héraði, stundum
langt framan úr héraði. Ungum
mönnum þótti eftirsóknarvert
að komast í Drangey. Ævintýra-
þrá knúði og auðvitað var það
ævintýraför ungum mönnum að
róa til eyjar og vera þar þátt-
takendur á vertíð.
Á vertíðinni var þar mikið
annríki og meira en nóg að gera,
þegar vel veiddist, en auðvitað
komu landlegudagar, stundum
nokkrir eða margir í röð, og þá
var ekkert að gera nema liggja
og sofa, tuskast og takast á,
kveða rímur og kveðast á. Þar
var ekki glímt, það var ekki
hægt, fjaran var svo stórgrýtt
og illt undir fæti. Uppi á eynni
var auðvitað hægt að glíma, en
þangað var sjaldan farið fyrr en
sigmennirnir komu til eggja-
töku, en það var aldrei fyrr en
í júní. Þó kom það fyrir að sækja
þurfti vatn, ef það þraut, sem
haft var með úr landi. Á einum
stað í eynni austanverðri drýp-
ur vatn úr sprungu í bergi. Þar
er steinskál, sem hægt er að
klifra að og fá við og við nokkra
potta af yndislega góðu vatni,
með því að tæma skálina. Nokk-
uð þurfti að bíða þangað til
hægt var að sækja í skálina aft-
ur, því að ekki rigndi í hana.
Ekki var treyst á þetta vatn, svo
að sýra og vatn var alltaf haft
með að heiman eins og nestið.
*
Allur undirbúningur fyrir ver-
tíðina var gerður að vetrinum og
honum var lokið að mestu áður
en fram skyldi fara. Mestur var
undirbúningurinn fyrir fugla-
veiðarnar, en fuglinn var allur
veiddur á flekum.
Fyrst var nú að gera fleka.
Þeir voru allir af sömu stærð,
gerðir úr þunnum borðum og á
báða enda þeirra voru festir ok-
ar. Allir voru þeir jafn stórir og
stærðin var: ein alin á breidd
og hálf önnur alin á lengd. í
miðju okanna voru boruð göt
fyrir svokölluð flekabönd, en
með flekaböndunum voru flek-
arnir tengdir saman. Venjulega
voru þrír flekar tengdir á þann
veg og var það kölluð niður-
staða. Bilið milli flekanna var
haft einn faðmur og engin teng-
ing milli nema flekabandið.
Fyrrum var flekabandið alltaf
úr reipi, fléttuðu úr hrosshári
eða ull, en síðar var farið að nota
kaðla. Hver niðurstaða var lögð
við einn stjóra, en stjórinn var
kaðall, með vænum steini í end-
anum. Stjórinn þurfti að vera
það langur, að hægt væri að
leggja uppistöðum hæfilega
fjarri landi, en aðdjúpt er víða
við Drangey, svo ekki þurfti
langt fram til þess að dýpi yrði
um 30 faðmar, og þurfti að miða
lengd stjóra við þetta.
í hverjum fleka eru mörg göt
ög í þau festar snörur úr hross-
hári — taglhári — sem á tím-
um flekaveiðanna var mjög eft-
irsótt og fengið víða að. Minn-
ist ég þess, að bændur, sem
komu að kaupa fugl og höfðu
gott taglhár meðferðis, voru vel
séðir gestir. Gott taglhár var
keypt háu verði, oft 1,50—2
krónur pundið, eða ef skipt var
á taglhári og fugli, voru látnar
18—24 langvíur fyrir pund af
taglhári. Þetta var oftast taxt-
inn í þessari vöruskiptaverzlun.
Dökka eða svarta taglhárið var
eftirsótt og gekk hærra verði
kaupum og sölum en það hvíta,
sem ekki þótti eins endingargott
og dökka hárið.
Það var vetrarvinna að búa til
snörurnar. Efnið í hverja snöru
þurfti að vera um það bil háif
alin á lengd og ekki minna. Þeg-
ar gera skyldi snörur, lét maður
taglhársviskina liggja fyrir
framan sig. Var svo dreginn úr
henni hæfilegur lokkur, er vera
skyldi efni í snöru, og var nú
snúið með báðum höndum upp
á annan endann, en hinn hafð-
ur milli tannanna. Þegar hæfi-
legur snúður var kominn á, var
snaran lögð saman, hnútur
hnýttur á annan endann, snör-
unum safnað saman, 100 í hvert
búnt, og þetta svo fest á spotta.
Nú var flekinn tekinn, í hann
boruð um 100 göt, öðrum enda
snörunnar stungið í gat neðan
frá og dregið svo, að hnúturinn
nam við fleka. Á þann endann,
sem var ofan á flekanum, var
síðan gerð lykkja. Þannig voru
flekar útbúnir og snörur í þá
dregnar, flekabönd fullgerð og
uppistöður útbúnar, svo að
ekki þyrfti annað en tengja,
þegar nota skyldi veiðitækið á
veiðistað.
Hver útgerð hafði hæfilegan
flekafjölda og nokkra til vara,.
eins og strax verður vikið að.
#
ALLUR útbúnaður, fiskiveiða-
tæki meðtalin, skyldi vera í lagi
áður en farið var í eyna, en veiði
þar hófst venjulega um miðjan
maí. Ef vel viðraði, var stundum
farið laust fyrir miðjan maí. Var
jafnan byrjað á fuglaveiðum ein-
göngu, því að það var sjaldgæft,