Heima er bezt - 01.04.1953, Síða 3
Nr. 4
Heima er bezt
99
Guðmundur Davíðsson:
Verferð suður á land 1894
Ég man ekki eftir að ég hafi
hlakkað rheira til nokkurs hlut-
ar, á yngri árum mínum, en að
fá að fara til sjóróðra suður á
land og verða tekinn í ver-
mannatölu. Þegar ferðin var á-
kveðin nokkru eftir nýárið, gat
ég ekki um annað hugsað en
ferðalagið. Annan dyntinn datt
mér þó í hug, að vel gæti farið
svo, að ég kæmi ekki lifandi
heim aftur, og að það yrði í sið-
asta sinn, er ég kveddi foreldra-
hús. En þessi hugsun vóg ekki á
móti tilhlökkuninni að komast
suður, hvað sem tæki þar við.
Að heiman var ég búinn út
eftir föngum, með nesti og nýja
skó, ennfremur nauðsynlegan
fatnað. Sokkar og nærfatnaður
var merktur með fangamarki
mínu, svo að ekki færi það í
rugling á bæjum, þar sem ég
gisti á leiðinni, eða yrði til húsa
á vertíðinni. Þegar allt var til
reiðu og búið að koma fyrir því,
sem ég þurfti að hafa meðferð-
is í verpokann, var hann vigt-
aður og reyndist rúmlega 35
pund. Þótti það of þungur baggi
fyrir mig að bera suður á land
um hávetur. En ég var ófáan-
legur til að létta á pokanum og
skilja eitthvað eftir af því, sem
í hann var búið að láta, og við
það sat. Verpokinn var þannig
gerður, að saumað var fyrir op-
ið á strigapoka; varð hann þá
heill í báða enda. En á miðjuna
var sett op svo vítt, að koma
mátti höfðinu vel í gegnum það.
Sat þá pokinn jafnt á báðum
öxlum. Farangrinum var troðið
í báða enda og borið í bak og
fyrir. Pokaendinn, sem lá á
brjóstinu, var hafður léttari en
sá, sem sat á herðunum, en lítt
sáu menn niður fyrir fætur sér.
Þessi útbúnaður var hentugur í
langferðum. En þó var sá ókost-
ur, að maður vildi svitna undan
pokanum eins og klár undan
reiðingi, en fyrirhöfn að kasta
honum af sér, ef staldrað var
við stutta stund.
Við vorum fjórir vermenn
samferða úr Vatnsdal í þetta
sinn. Hinir voru Díómedes bróð-
ir minn frá Marðarnúpi, Sig-
urður Hjartarson frá Gríms-
tungu og Þorsteinn Konráðsson
frá Haukagili, síðar bóndi á
Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, en nú
búsettur í Reykjavík. Báðir hin-
ir fyrrnefndu eru nú dánir.
Ég hafði aldrei komið á Suð-
urland og kunni lítið annað til
sjómennsku en áralagið. En hin-
ir voru þaulæfðir sjómenn, bún-
ir að róa margar vertíðir syðra
og kunnugir öllum leiðum til
Suðurlands.
Við fengum gott veður og góða
færð undir Holtavörðuheiði.
Fyrstu nóttina gistum við að
Galtarnesi í Víðidal, og héldum
svo þaðan sem leið lá vestur
Miðfjarðar- og Hrútafjarðarháls.
Þegar komið var ofan að Hrúta-
firði, var hann allur ísi lagður
fyrir innan Borðeyri. Tókum við
það ráð að ganga ísinn og stefna
á Mela, en þar ætluðum við að
gista. ísinn var háll, en hvasst
á móti, svo að ferðin sóttist
seint. Við vorum því orðnir upp-
gefnir, eða að minnsta kosti ég,
þegar við komum að Melum um
kvöldið. Annars lét ég lítið á
því bera við félaga mína, að ég
væri mjög þreyttur eftir hverja
dagleið, svo að þeir gæfu mér
ekki lélegan vitnisburð fyrir
ódugnað og vanorku á leiðinni.
Ég var yngstur í hópnum og ekki
laust við, áður en við fórum af
stað að heiman, að þeir byggj-
ust við að hafa tafir af mér á
leiðinni suður.
Þegar við komum að Melum
voru þar fyrir 7 menn nýkomnir
til gistingar norðan úr Skaga-
firði. Allir gistum við þarna um
nóttina, þó að þröngt væri. Dag-
inn eftir var kalsa veður og dá-
lítið fjúk. Lögðum við samt upp
á heiðina, allir í einum hóp.
Snjór var ekki mikill norðan til
á heiðinni og góð færð, en þæf-
ingur, er lengra dró suður á bóg-
inn, og alltaf var dimmviðri og
hríðarveður. Versnaði nú bæði
færð og veður, er sunnar dró.
Sást fyrir veginum á stöku stað.
Pósturinn hafði farið suður
heiðina, fyrir nokkrum dögum.
Þræddum við harðsporann eftir
hestana, þar sem sást fyrir hon-
um, og fórum því aldrei út af
réttri leið- Ekki var tekin hvíld
fyrr en hjá Hæðarsteini, sem er
nokkru sunnar en á miðri heiði.
Stóðum við þarna stutt við, því
að ekki vildi veðrið batna. En
sú var bót í máli', að nú fór að
halla undan fæti. Og þegar kom
ofan í heiðarsporðinn, birti upp
og gerði bezta veður. Það, sem
mest angraði okkur yfir heiðina,
var þorstinn, en úr því varð ekki
bætt. Að éta snjó gerði ekki
nema illt verra. Það gerði mann
máttlausan og svo varð maður,
eftir stutta stund, jafn þyrstur
og áður. Þegar nálgaðist Forna-
hvamm, varð unglingspiltur
meðal Skagfirðinganna svo yf-
irkominn af þreytu, að félagar
hans urðu að leiða hann síðasta
spölinn. Ég var líka dauðuppgef-
inn og gat varla fylgzt með hin-
um, en harkaði af mér og lét
sem minnst á því bera. Við urð-
um allir fegnir að koma að
Fornahvammi. Þar þáðum við
góðan beina og gistingu. Sváf-
um við tveir og þrír saman í
rúmi. Við urðum ekki varir við
þrengslin. Hvíldin og svefninn
báru þau ofurliði. Morguninn
eftir voru allir orðnir aflúnir og
hugðu gott til daggöngunnar.
Veður var rysjótt um daginn,
ýmist snjókoma eða slydda. Við
þræddum alls staðar þjóðveginn.
Þegar við fórum gegnum Norð-
tunguskóg varð mér starsýnt á
birkitrén, því að aldrei hafði ég
fyrr séð skóg á ævinni. Varð ég
að hafa mig allan við að drag-
ast ekki aftur úr félögum mín-
um vegna forvitninnar. Og sízt
datt mér þá í hug, að ég ætti
eftir að eiga mikið saman við
birkiskógana að sælda, eins og
síðar kom á daginn.
Félagar mínir völdu sér gisti-
stað í Deildartungu og höfðu orð