Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 6
102 Heima er bezt Nr. 4 „Kom heitur til míns „Vorið góða, grænt og hlýtt, glæðir fjör um dalinn“. Þannig vilja allir hugsa sér vorið. — Og þannig er hugsað um vorið í hríðarbyljum skamm- degisins og norðanhélju þorra- dægursins. — Og hvaða sveita- maður mun ekki skilja náttúru- skáldið, Guðmund Grímsson, er hann kveður: Við vetrarkvíðann átti ég óvæg kynni, hann að mér stöðugt sótti og lék mig grátt, og þó fór ekki þrá mín öðru sinni jafn þreyjulausum flótta í sólarátt. Þessi heita þrá eftir „nótt- lausri voraldarveröld“, eftir gróðri um dal og strönd, bíður aldrei fjörtjón, þótt með vordög- um hefjist oft og tíðum erfiðasti þátturinn í lífi sveitafólksins. Saga þjóðarinar geymir slíka baráttu, þegar teflt var um líf eða dauða á yztu þröm .... Það er í byrjun júnímánaðar. Napur norðanvindur næðir um dalinn. Dauðagrá tún með anna á sjó og landi komu því til leiðar, að honum varð ekki aft- urkomu auðið. Þetta var harm- saga verferðanna, þegar slíkt kom fyrir. Útbúnaður vermanna var oft lélegur, einkum hvað fatnað snerti. Enginn af þeim, sem ég var samferða suður 1894, báru regnkápu eða aðra hlíf fyrir regni og slagveðri. Og svo mun ætíð hafa verið, enda þekktust þá ekki hlífðarföt, er síðar urðu kunn og almennt notuð. Ver- menn voru að vísu yfirleitt sæmilega til fara, en þeir báru ekki hlýrri fatnað en almennt gerðist heima fyrir við skepnu- hirðingu. Kom því oft fyrir, að menn voru orðnir gegndrepa inn að skinni, þegar komið var að gististað að kvöldi. Varð þá að taka allan fatnað þeirra og þurrka á felhellunni og kring- um hana, í eldhúsinu, um nótt- ina, svo að gestirnir gætu farið í hann þurran að morgni. Var þetta viðbót við annan greiða á bæjum, sem látinn var vermönn- um í té. hjarta, blærinn blíði” hjarnsköflum á víð og dreif, án snertingar frá vori og yl, ber fyrir auga. Hver laut fjallsins er barmafull af snjó, en á efstu gnípum leikur sér renningskóf, nöpur ábending um veldi kuld- ans og dauðans. Aðeins á hóln- um kringum fjárhúsin hefur vorinu auðnazt að nema land, og um þann skika heyir það nú tvísýnan leik, við óvættina, er kembir mjöllina á fjallsbrúninni. Og því er eigi að neita að vorið hefur orðið að láta undanrsíga. Fyrsti fífillinn, er það vakti til lífsins, liggur nú með visnaða krónu, hann dó í stórhríðinni í síðustu viku. Litlu gróðurnálarn- ar orðnar hvítar í oddinn, norð- anvindurinn strýkur þær kulda- krumlu — og boðar frost í nótt. — Verður sú nótt lokaárásin á hið litla veldi vorsins? Verður það horfið af húshólnum á morgun? Lagðprúðar kindur með lítil lömb við hlið sér rása um grátt túnið á milli snjóskaflanna í leit að gróðurnál. Það er líkt og þær skynji,að vorið ætti að vera kom- ið, og því hljóti græn grös að bíða á næsta leiti, þær snasa í gráan svörðinn í ákafri leit sinni, það er líkt og furða sé í svip þeirra yfir árangursleysi könnunar þeirra. Þær staldra við og jarma út í víðáttuna, líkt og þær spyrji, hvað valdi, að vorið komi ekki, en litlu lömbin nota tækifærið, er uppgjöf verður á göngu móð- urinnar, þau totta spenann og hlýr sopinn yljar fyrir brjósti, og á eftir, þrátt fyrir norðan- gjóstinn, bregða þau á léttan leik, falleg lítil lömb á hvítu túni. En mæður þeirra hafa lagt leið sína yfir einn snjóskaflinn á leið í úthagann, þar sem grá sinan bíður, en ef til vill hefur hún varið litla gróðurnál í faðmi sín- um, er biði eftir því að uppfylla vordraum lagðprúðu kindanna. Lömbin gefa upp leik sinn og leggja á snjóinn, en kuldinn læs- ist um litla lambsfætur. .. . Bóndinn hefur gefið ám sín- um auga, hann finnur til með þeim. Hann vissi að þær leituðu að vori, en fundu eigi. Átti hann að tapa í stríðinu við valdið er þeytti mjallstrokunum fram af hlíðarbrúninni? Hvert heystrá var uppurið, bæði handa kúm og kindum og fóðurbætiskaup kom- in langt fram úr efnalegri getu hans. Ærnar hans myndu að vísu standast raunina unz vorið næði völdum, ef enn ætti þá ekki eftir að kingja niður snjó, þær voru í góðum holdum eftir veturinn. Það var aðalsmerki hins unga bónda að gera vel við búfé sitt. — En engu að síður var það sárt að sjá á eftir þeim út í gróður- lausan hagann. Honum finnst eins og hann hafi brugðizt þess- um vinum sínum, er á hverjum morgni höfðu heilsað honum með vingjarnlegu jarmi er hann opnaði húsdyrnar. í 5 mánuði höfðu þær dag hvern heilsað honum þannig, en nú voru þær á leið út í hlíðina, duldar því að nú urðu þær að bjarga sér sjálf- ar. Bóndinn axlar reku, undir snjónum vaka lækir, viðsjál hætta fyrir sauðkind, er leitar gróðurs og skirrist því eigi við að leggja á snjóinn til að stytta sér leið í leit sinni. Bóndinn bregður rekunni, gat myndast í fönnina og undir kveður lækur við í þröngu gili. Inni í fjósinu rymja kýrnar á básum og jórtra gjöfina frá morgninum, bíðandi eftir tuggu kvöldsins. Hvað vita þær um það, að fjóshlaðan er tóm, og því gjöf kvöldsins óskömmtuð enn. Það er ekki af þeim sökum, að þær hafa látið óþolinmæði í ljós undanfarna daga, heldur óljós skynjun um það, að vorið ætti að vera komið, ekki aðeins á hús- hólinn, heldur einnig í túnið, engin og hlíðina, því líta þær með eftirvæntingu til dyranna er um er gengið, og það má lesa úr stórum góðlegum augum þeirra þá spurningu, hvort nú eigi að leysa klafann, svo þær geti brugðið á leik og borið grön að grænu grasi. En enn bregzt von þeirra, hurðinni er lokað og sá sem út gengur, heyrir hringl í kýrböndum, merki um von- brigði kúnna, yfir svikinni von eftir frelsinu og vorinu. Er á daginn líður vex norðan-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.