Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 7
Nr. 4 Heíma er bezt f 103 SJÁLFSBLEKKING Smásaga eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum gjósturinn og kólgugrár hríðar- bakki þekur Múlann í norðri. Hríðarkorn falla til jarðar, og renningskófið í fjallsbrúninni, hefur færzt í aukana, og hefur náð í miðjar hlíðar.... Maður með vagnhest er á leið út dalinn — Það er bóndinn í leit að heyi handa kúnum. — Á næsta bæ stendur maður við slátt í gráum sinumó, með sinunni ætlar hann að drýgja töðustráin, sem eftir eru. Sú hrollgráa staðreynd, að öll sveitin er komin í heyþrot, hvílir sem mara á íbúum henn- ar, hverjum einasta einstakling. Það er beðið í þögulli spurn eftir lokaþættinum. Myndi vorið ná að koma nógu snemma eða.... ? Og hver eru launin, sem það fær fyrir að heyja hina tvísýnu baráttu, að lokinni vetrarþraut, í vetrarhörku á vordögum? Jú, hefur ekki orðinu „búskussi“ verið hent í andlit þess frá öld- um ljósvakans og þeirri fullyrð- ingu, að hver sá, sem kemst í þrot hafi sett á „guð og gadd- inn“, því skammaryrði er sett hefur brennimark á margan góðan bónda. En eiga þeir bænd- ur slíka nafngift skilið, er þurfa að hafa nautgripi sína á gjöf í 8 mánuði og sauðfé í 5, að und- angengnu óþurrkasumri? Ég vil, að enginn vaxi af slíkum dóm- um. Bóndinn, sem er á leið út dalinn í vetrarveðri í júníbyrjun á ekki skilið þann dómsúrskurð. Sá sem vill, eða hefur þá dóm- greind til að bera, að geta lesið úr stuttum fréttum útvarpsins frá norðlenzkum byggðarlögum, hlyti að kinoka sér við því að taka þátt í slíkum dómum. Hinar stuttu útvarpsfregnir, eru þó að- eins fyrirsagnir í sögu bóndans í Svarfaðardal, Ólafsfirði, Árnes- hreppi og Langanesi. Sagan sjálf verður eigi skráð í letur, hvorki nú né síðar, en á meðan hluti höfuðstaðarbúa, horfir og hlýðir heillaður á snilli Holbergs og Ibsens, er máske norðlenzkur bóndi í ómjúkum fangbrögðum við stórhríð á heiðum uppí í leit að lambfé sínu. Króknað lamb í snjóskafli gleður eigi augað, annað liggur þar skammt frá í dauðastríði, en móðir þess stend- ur hjá fannbarin. Bóndinn tek- ur lambið og hylur í örmum sín- í ofboðslitlum brekkusporði, sem myndaði ögur í silfurtærum fjallalæk, óx beinvaxin birki- hrísla, prúð og limrík. Þarna var skýlt og friðsælt, skeifumynduð kvos við fjallsræturnar. Og litli lækurinn raulaði lágum, við- felldnum rómi, glettist við steina, stakk sér kollhnís fram af klettastöllum, minntist við birkihrísluna, sem breiddi grein- ar út yfir vatnsflötinn. Fram dalinn rann Glanni með þungum dunum. Hann var sér- staklega hávær og aðsópsmikill, þegar vorleysingarvatnið streymdi ofan af fjöllunum úr þverdölum og stöðuvötnum, eða þegar jökulfannirnar bráðnuðu í hlývindum sumarsins. Birkihríslan hafði lengi hlerað óminn af söngvum hans, hlust- að hugfangin á þróttmikinn stíganda raddarinnar. Og þá hún varð svo vaxin að teygja kollinn upp yfir upsina, sem lengi skyggði á útsýnið niður í dalnum, renndi hún oft til hans augunum, dáði fegurð hans, er sólin silfraði vatnsflauminn. Á björtum vordegi komu land- nemar upp í kvosina við fjalla- lækinn. Þau sköruðu við rætur um og hraðar sér til bæjar. Kon- an býr lambinu hvílubeð við heita eldavélina. Hún er staðráð- in í að tefla við dauðann um líf litla lambsins, en bóndinn hverf- ur út í hríðina á ný, þetta er að- eins ein sagan, eða brot úr sögu. Bóndinn, sem fór út dalinn, er kominn heim, 3 heybaggar eru á vagninum, hvítir af mjöll, því él er skollið á. Það er bjartara yfir svip bóndans, en áður en hann fór, þrátt fyrir hríðina. Bagg- arnir 3 veittu öryggi um stund. Hann strýkur hlýlega um makka hestsins er þekkist átlot hans. Þeir þekkja hvor annan, skilja hvor annan, og þrá þeirra er hin sama: „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði“. Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð. birkihríslunnar, sem var að skjóta brumhnöppum. Og mold- in og jurtirnar ilmuðu af gró- magni. Ungu hjónin undu þarna hag sínum vel, — áttu að fagna miklu barnaláni. Fyrstu dag- ana eftir að ungarnir skriðu úr eggjunum, héldu þau sig á lækn- um, æfðu börnin í sundíþrótt- inni, kenndu þeim að kafa, veiða flugu og lirfur. En sumarmorg- un einn skildi þessi skemmti- lega fjölskylda eftir slóð, á lækj- arbakkanum, í dögg næturinn- ar; hvarf út á straumiðuna í Glanna. Birkihríslan var sérstaklega ó- þreyjufull næstu vikur, útþráin ólgaði, kveljandi sár og freist- andi. Sólin bræddi jökulbreiður inni í auðninni. Straumniður- inn endurómaði um dalinn. Litli lækurinn var silfurtær og bros- andi í sólskininu, glettinn og gamansamur, iðaði af kátínu og raulaði mansöngva til birki- hríslunnar, sendi úða á blöðin hennar, bað hana að beygja greinarnar ‘og gefa sér koss. En hún var annars hugar og gaf ástarhótum hans engan gaum. Svo kom haustið. Blöðin á birkihríslunni skörtuðu í guð-. vefjarlitum. í hrímskúr hrundu þau af greinunum. Nokkur féllu í lækinn. Hann kyssti fölnuð laufin; — rómur hans var þrunginn vetrarkvíða og von- leysi. Veturinn var umhleypinga- samur, lagði semma að, síðan skiptust á marþíður og frost- kyljur. Ár og lækir bólgnuðu, stífluðust af krapa og hlupu í þykk ísalög. í asahláku um sumarmálin varð jarðrask í litla hvamminum við fjallshlíðina. Jarðvegurinn hafði sprungið í frostunum, og í umróti leysing- arinnar féll brekkusporðurinn niður á ísinn í lækjarfarvegin- um. Lækurinn, sem venjulega var prúður og hæglátur, sprengdi af

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.