Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 10
106 Heima er bezt Nr. 4 Stefán Hannesson, Litla-Hvammi: Þáttur af Grími á Beitarhálsi i. Þegar ég var unglingur var Grímur gamli í mínum augum hálfgerður útilegumaður. Ég hafði nokkrum sinnum séð hann og alltaf var hann eins búinn; með þykkan trefil, tvívafinn og hnýttan um hálsinn. Belgbura mósvört, sem hann var í utan yfir, var svo víð, að hún gerði hann ferlega digran. Hólkvíðar, gráar vaðmálsbuxur voru ofan í miklum, mórauðum háleistum og skórnir, úr svellþykku leðri, með hælþvengjum og miklum ristarböndum, svöruðu loks vel til búningsins. Grímur var fullkomlega með- almaður á hæð, en sýndist, í þessum amalúða, óskaplega gildvaxinn og því fremur þrek- legur en labbalegur, enda var hann fóthvatur. í andliti var hann talsvert stórskorinn, augnabrúnir hvassar og loðnar, nefið stórt, með klumbu fremst, kjálkarnir þykkir og hakan nokkuð framstæð. Tennurnar voru svo að segja óskemmdar. Grímur á Beitarhálsi var kominn hátt á sjötugsaldur. Hann hafði aldrei kvænzt og hafði þó búið í sveit flest árin frá þrítugsaldri, á ýmsum kot- um, og nú síðustu 17 árin í Beit- arhálsi, var yfir fimmtugt, er hann fékk þar byggðarleyfi, á einu eyðibýlinu fast við afrétt- inn. Öll þessi ár hafði hann bú- ið með hálfgeggjaðri bústýru, en farnaðist þó svo, að hann bjargaðist vel, án þess að skulda, átti fallegar og gagnlegar kind- ur, hafði 25—-30 ær í kvíum á hverju sumri og gat lógað 65 sauðum fullorðnum á hverju hausti. Svo hafði hann eina kú í fjósi og átti 3 brúkunarhross. Fyrir þessu vann Grímur með hjálp gömlu konunnar. Og þó að hún væri talin hálfrugluð með köflum og þætti skrítin, þá matreiddi hún nokkuð vel, og hafði ráð á því að kemba, spinna og prjóna nóg til handa og fóta, og vinna til vefja nóg til fata handa þeim, sneið og saumaði, og þótti vel gert. Allstaðar hafði Grímur bjarg- azt í þessi 37 ár, sem hann hafði búið, og hvergi betur en í „Hálsi“, þótt hann væri tekinn að eldast. Hann var líka talinn ágætur fjármaður og allar skepnur hans voru fallegar. Hestar hans voru stólpagripir. Grímur þótti alltaf einrænn og undarlegur í háttum, þeim er þekktu hann frá því er hann tók að búa — um þrítugt. En hann var greindarlegur í tali og þó fá- máll jafnan, en ræðinn, væri maður með honum einum. Lítið orð fór af lærdómi hans. Hann átti enga bók og óvíst var talið, að hann væri læs; þrátt fyrir það var hann mörgum fróðari, enda hafði hann stálminni. Gamla konan var fluglæs. Hún átti bænakver og passíu- sálma og kunni hvorttveggja spjaldanna á milli. Grímur var víða kunnur, all- staðar að góðu getið, vinfastur, tryggur og skilvís. Til vinnu var hann ekki talinn neinn gripa- maður, en göngugarpur, og flestum fremri til fjárgæzlu, dýravinur, svo að orð fór af, fjármaður, og kunni fjármörk allrar sveitarinnar utanbókar. Þá er saga margra að byrja, þegar þeir fara að eiga með sig sjálfir, en saga Gríms í Beitar- hálsi er þá svo að segja öll. Ann- ars er margt óljóst um uppeldi hans á barnsaldri, og það er eft- ir krókaleikum fengið, sem ég get sagt um hann. Grímur ólst upp hjá foreldr- um sínum. Þeir bjuggu á af- skekktu mýrarkoti í útnára stór- býlis. Hann var einbirni. Hann lék sér ýmist við hvolpa, lömb og kálfa, eða hann lék sér að kögglum, kjálkum og leggjum — oftast einn síns liðs. Hann var 12 ára, þegar for- eldrar hans neyddust til að bregða búi. Fluttist hann þá til móðurfrænda síns, stórbónda í næstu sveit. Þar var hann, í fyrstu öllu ókunnur, landslag- inu, skepnunum og mönnunum. Hann saknaði margs og mest móður sinnar, sem honum var erfiðast að sjá af. II. Á Brekku kom enginn í stað hennar, og var þar þó margt heimilismanna. Hann var tek- inn vegna frændsemi, í gustuka- skyni, átti að heita matvinn- ingur. Þó var þarna ein mann- eskja, er bauð hann samstundis velkominn. Það var Sigga litla, dóttir hjónanna á Brekku, Björns og Halldóru. Sigga var þá 9 ára og hafði oft verið ein síns liðs, eins og hann, því að Ella systir hennar var 9 árum eldri og nú orðin 18 ára. Með Siggu litlu og Grími tókst samstundis góður kunningsskapur og félags- skapur um hugðarmál beggja, búskap í bernskulandi. Hann kom í fardögum, og það vor hjálpuðust þau að því að byggja sér húsaröð í betri bæja stíl. Gátu þau haft þar skýli, þegar þess var þörf, afdrep í regni og stormum. Við byggingu bæjarins undu þau sér vel, og þá er henni var lokið, fóru margar stundir í búskapinn. Svo að þarna var eins konar frístundabúskapur karls og konu. Aðalstörf barn- anna voru snúningar, reka kýr og ær í haga, flytja hross og sækja, og svo að fara á milli, þegar sláttur var kominn og í hirðingum stóð. Fram að þessu ári höfðu þótt mjög lítil not af vinnu Siggu litlu, en nú, þegar þau voru orðin tvö, þá munaði mjög mikið að þeim og Sigga naut sín nú vel með aðstoð þessa nýja heimamanns; nú gat hún svo margt, sem hún var ófær um að gera áður. Þetta fundu allir á Brekku fyrsta árið, sem Grím- ur var þar. Af þessu almenn- ingsáliti nutu þau góðs við frí- stundabúið. Það þótti ekki nema sjálfsagt, að þau hefðu daglega nokkurn tíma til bess að leika sér, nema aðeins þá dagana, sem

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.