Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 12
108
Heíma er bezt
Nr. 4
Þrjár getraunir
1. Úr hvaða bók er eftirfarandi kafli og um hverja er rætt:
„Nú var hans stutta æviskeið á enda runnið. Fyrir
fjörið gat hann ekki meiru fórnað en lífinu. Þeir, sem
línur þessar lesa, geta, hver eftir hug sínum, staldrað
við hjá lága kumblinu, þar sem ungi maðurinn stóð
yfir gröf ástvinar síns, hnípinn og syrgjandi. Þarna
var stokkinn sterkasti þátturinn í leikkerfi hans. Von-
leysis- og dauðarökkur færðist yfir leikvöllinn og sól-
arlönd gleðinnar horfin á bak við Klakkinn."
2. Hver orti eftirfarandi erindi, úr hvaða kvæði er það
tekið og í hvaðá bók birtist það:
„Festi ég ást við fagra byggð
fjarða og dala þinna,
brást mér aldrei barnatryggð
bernskustöðva minna.“
3. Frá hvaða stað er meðfylgjandi mynd:
Sendið svörin við ofannefndum spurningum í lokuðu umslagi til „Heima
er bezt“ fyrir 1. júní n. k. Sá, sem svarar öllum spurningunum rétt, fær
bækur frá Bókaútgáfunni Norðra eftir eigin vali fyrir 100 krónur. Berist
fleiri en eitt svar rétt, verður dregið um verðlaunin.
Það hafði verið leikið á þau
bæði.
í sveitinni, sem lá milli Brekku
og Staðar, átti Ella systir Siggu
nú heima. Hjá tengdaforeldrum
hennar gistu þau Árni vinnu-
maður frá Brekku og Sigga.
Systrunum þótti gott að hittast.
Ella vissi allt og hét að reyn-
ast henni svo vel, sem hún gæti.
Sjálf lét hún vel yfir sínum hag
og hlakkaði til að komast að
Bakka að liðnum vetri. Þá
mundu þær sjást aftur, ef guð
lofaði.
Nú þótti þeim Brekkuhjónum
ekki nógu vel um þetta búið og
tóku fyrir að senda Grím til
Suðurnesja með vertíð, og var
hcúium að skilnaði sagt, að hann
mætti koma sér þar fyrir, því
að hans væri ekki þörf á Brekku
lengur. Um það hafði Grímur
engin orð, en skildi vel, hvert
kapp var á lagt að fjarlægja þau
Siggu til frambúðar og sárnaði
tilefnislaus lítilsvirðing, sem í
þessu ráðabruggi fólst.
Með vertíð fer hann svo, út-
gerðarlaus og óráðinn til Suð-
urnesja. Þegar þangað kemur,
þekkir hann engan mann, hefur
aldrei á sjó komið og leitast þó
eftir því að fá skiprúm. Hann
naut þess, að hann var vel vax-
inn og kraftalegur og þótti fljótt
sjómannsefni, þá er hann var
búinn að koma nokkrum sinn-
um á sjó. Og útgerðarmaður á
Miðnesi býðst til að láta hann
fá skiprúm hjá sér. Ræðst hann
þá upp á fullt kaup til gamalla
hjóna, og hjá þeim dvelst hann
næstu tvö ár. Hann þykir fljótt
ágætur sjómaður og gömlu hjón-
in höfðu mestu mætur á honum.
Þau eiga eina dóttur barna, þyk-
ir mikið til Gríms koma og vilja
fá hann til þess að taka við bú-
inu ásamt dótturinni. Grímur
veit, að hún muni ekki hafa
neitt á móti því og finnur, að
hún er honum samboðin og í
engu síðri. En Sigga situr í fyr-
irrúmi í huga hans, svo að þar
kemst ekki önnur að. Og hann
er nú 20 ára.
Ræðst hann nú í vist hjá út-
gerðarmanni, á stórt heimili, og
tekur að sér formennsku. Hann
þykir vitmaður á sjó, heppinn
aflamaður og er dáður af háset-
um, þegar á fyrstu vertíð.
Á öðru ári þar, lendir hann í
sjóhrakningi, í mannskaðaveðri,
er skellur á síðari hluta dags,
kemst í hann krappann um nótt-
ina, á miðjum Faxaflóa, verst þó
skipbroti og nær landi um há-
degi næsta dag í Njarðvíkum, þá
talinn af, ásamt tveimur skip-
um öðrum, en þau komu aldrei
fram. í Njarðvíkum hittir hann,
eins og af tilviljun, bróður Ein-
ars á Bakka og varð þar fagn-
aðarfundur hjá báðum, þótt
hvorugur hefði áður sézt, því að
Jón Einarsson í Njarðvík hafði
frétt, í hvert óefni var komið fyr-
ir gömlum sveitunga sínum, þótt
Grímur væri reyndar barn að
aldri, er Jón fluttist suður, og
Grími var fagnaðarefni að hitta
þar mann, er til þekkti heima.
Og á það jók annað, þá er þeir
voru komnir heim til Jóns og
Grímur farinn að jafna sig eft-
ir sjóvolkið. Jón hafði nýverið
fengið bréf frá Einari bróður
sínum. Efni þess var það, að
biðja hann að reyna að ná tali