Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Side 13

Heima er bezt - 01.04.1953, Side 13
Nr. >1 af Grími, og ef hann næði til hans, þá að biðja hann að koma til sín vinnumaður með vorinu. Þéssu var Grímur allshugar feg- inn og fannst, að hann hefði ekki til einskis barizt í mann- drápsveðrinu, ef hann ætti þó eftir að sjá Siggu aftur. Eigin- lega hvarf allt í huga hans fyr- ir mynd hennar. Hún átti hug hans allan og óskiptan. Og með því að hann var hvergi ráðinn og öllum óháður að lokinni ver- tíð, þá afréð hann umsvifalaust að biðja Jón að svara bróður sín- um og segja honum, að Grímur mundi koma austur eftir lokin og láta það fylgja svarinu, að hann mætti koma með 2—3 áburðarhesta undir skreið, ef hann vildi og gæti sótt sig um það leyti. Þætti honum ekki borga sig að sækja skreiðina, þá skyldi hann láta ógert að sækja sig, sér yrði ekki mikið fyrir að ganga austur og bera dót sitt. Þetta var þá orðinn einn af fegurstu dögum á ævi hans, að honum fannst, því að hann þótt- ist með sjálfum sér vita, að þarna væri Ella systir Siggu að verki. Svona óvænt og skyndi- lega rofaði til eftir baráttuna síðastliðna nótt, þar sem hann varðist boðaföllum stormkvik- unnar og horfðist í augu við dauðann sjálfan svo að segja ó- slitið í 12 klukkustundir. — Eftir þetta gekk vertíðin á- gætlega, Grímur fiskaði vel og naut aðdáunar háseta sinna, sem þótti mjög fyrir, er þeir komust að því, að hann inundi hverfa brott með vorinu og ekki koma aftur. IV. Nokkrum dögum fyrir lok frétti Grímur úr Njarðvíkum, að Einar væri kominn og ætlaði að dveljast hjá bróður sínum fram á lok. Var hann þar kominn með fjóra áburðarhesta og gæðing handa Grími. Jón bróðir hans hafði eggjað hann á að fara ekki ferðaleysu, hann gæti fengið það sem á vantaði lestina hjá sér. Kvöldið fyrir lokadag komu þeir bræður í Býjarskershverfið, en þar var Gríms að leita. Kom hann til móts við þá og fagnaði Heima er bezt 109 Einari ástúðlega, en Einar var hugfanginn af atgerfisþokka Gríms, og að sjá, hvern þroska hann hefði fengið á rúmum fjór- um árum, og var glaður yfir, að vera nú að sækja hann. Bjuggu þeir svo ágæta bagga upp á tvo hesta af góðri skreið, en Jón vildi láta á hina tvo sitt af hverju, því að hann var þarna alveg við kauptúnið Keflavík. Þar mátti alltaf fá sitt af hverju. Skildi Einar eftir gæðing með reiðtygjum handa Grími. Að því búnu fóru þeir bræður með áburðarhestana heim til Jóns um nóttina, en Grímur kom daginn eftir. Þann dag um há- degi lögðu þeir af stað, Einar og Grímur, með fjóra hesta í lest, á sínum gæðingnum hvor, og komu austur í Ölfus að ferju- stað í Óseyrarnesi fyrir fótaferð í ágætu veðri. Ferðin öll heim gekk að ósk- um og var Grímur feginn og fagnandi að sjá aftur yfir sveit- ina, sem var þegar tekin að hafa fataskipti og færast í „nýja skrúðið". Hver hæð og hnjúkur, hóll og barð, er hann sá fyrst tilsýndar, bauð hann velkominn til átthaganna, og þegar inn í sveitina kom, breiddi hún faðm- inn móti honum. Bæirnir komu í ljós einn af öðrum, Grímur þekkti þá alla: Nes og Grund, Hamar, Hlíð og Gerði. Þar var allt á sínum stað og svo að segja óbreytt frá því sem var fyrir rúmum fjórum árum. Sjálfur hafði hann breytzt meira. Og áfram var haldið klyfja- ganginn, fet fyrir fet, að kveldi sjöunda dagsins frá því lagt var upp frá Njarðvíkum. Loks sást heim að Brekku. Þaðan var hon- um svo að segja sparkað út úr sveitinni, þegar hann var 17 ára. Hvað um það, enginn bærinn brosti svo innilega við honum sem Brekka. Þar var líka litli bærinn þeirra Siggu efst uppi í brekkunni. Hann stóð víst enn. En það var krókur að koma að Brekku, og þeir Einar héldu sem leið lá beinust og stytzt að Bakka. Þegar þangað sást, tók Grímur fyrst eftir miklum breyt- ingum frá því sem var, er hann fór, og hafði orð á því við Ein- ar. Einar var búinn að byggja upp bæinn. Þar var alveg ný húsarönd og sómdi sér vel. Það var nóg að gera á Bakka, sagði Einar, þó að hann væri ekki einn til útiverka. Það var full þörf á að fá Grím sér til hjálpar. „Öll útihúsin hanga uppi af gömlum vana,“ sagði hann, „og svo eru túngarðarnir allir niður dottn- ir.“ Þarna þurfti margt að gera, og þarna mátti margt færa í lag frá því er þekkst hafði áður, fannst honum. Og loksins voru þeir komnir heim, með fjóra hesta undir klyfjum, tóku ofan á hlaðinu, sprettu af hestunum og tóku hnakkana af gæðingunum, svo að allir gætu loks velt sér á tún- inu. Það var gott að vera kom- inn heim eftir þriggja vikna úti- vist, fannst Einari, og í því kom Elín út, en hún hafði ekki tekið eftir þeim fyrri. Varð þar fagn- aðarfundur, og Elín bauð Grím innilega velkominn aftur heim í sveitina og að Bakka til þeirra hjóna. Grímur var nú aðeins tuttugu og tveggja ára gamall, meira en meðalmaður á hæð, þrekinn og kraftalegur og talinn með mestu burðarmönnum heima, og þótt litazt væri um í nærsveitum, en lét lítið yfir sér. Hvar sem á var litið, þá var hann vel á sig kom- inn og mannvænlegur. Hann hafði róið fjórar vetr- arvertíðir á Suðurnesjum, og auk þess fjórar haustvertíðir og fjórar vorvertíðir. Tvö sum- ur hafði hann farið í kaupa- vinnu þaðan norður í land, í annað skiptið norður í Svarfað- ardal, og hitt sinnið norður í Skagafjörð. Við allt þetta hafði hann mannazt og vaxið í áliti þegar heim kom. Niðurl. í næsta blaði. HEIMA ER BEZT óíkar öílum ieóendL um ámum cfleóileýi iumari.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.