Heima er bezt - 01.04.1953, Page 14
110
Heima er bezt
Nr. 4
Þórarinn Víkingur: í RÖKKRINU
Reimleikar á Núpi í Öxarfirði
og hulduf ólkið í Stekkjarbjargi
Gamlar og nýjar sagnir
Framh.
Næsti ábúandi á Núpi á eft-
ir Þorvaldi Hákonarsyni var
Friðrik Árnason hreppstjóri.
Fluttist hann þangað vorið 1844
eða sama vorið og Þorvaldur fór
þaðan. Árið 1850, er Jón Gríms-
son talinn ábúandi á Núpi og
Friðrik í húsmennsku hjá hon-
um. Næsta vor, 1851, tekur Sig-
urbjörn, sonur Friðriks, við
jörðinni og býr þar sex næstu
ár. Ekki mun þessum ábúend-
um hafa þótt ráðlegt að styggja
huldufólkið í Stekkjarbjargi
með silungsveiði í Stekkjar-
tjörn. En heyrt hef ég, að ein-
hverntíma á þessum árum hafi
vinnumaður þeirra feðga veitt
nokkra silunga á laun í tjörn-
inni. Skömmu síðar fannst reið-
hestur hans dauður neðan við
Stekkjarhamarinn. Hafði hann
hrapað þar fram af brúninni.
Þótti öllum þetta með ólíkind-
um og var huldufólkinu um
kennt. En aldrei bar á reimleik-
um heima í bænum þessi ár.
Enn verða ábúandaskipti á
Núpi vorið 1857. Þá flytur þang-
að ungur bóndi, Vigfús Nikulás-
son, 29 ára gamall. Kona hans
hét Hólmfríður. Eignuðust þau
hjónin 5 börn, þrjá drengi og
tvær stúlkur. Vigfús lét aldrei
veiða í Stekkjartjörn og bann-
aði sonum sínum harðlega að
glettast við huldufólkið eftir að
þeir komust á legg. Þótti þeim
ekki gott að þurfa að hlýða
þessu banni föður síns og voru
vantrúaðir á að saka myndi,
þótt lagður væri netstúfur í
tjörnina. Oft sáu þeir silung
vaka þar í vatnsskorpunni, þeg-
ar þeir voru að smala fé þar í
kring. Loks varð freistingin
sterkari en aðvörun föður þeirra
og náðu þeir bræður í nokkrar
bröndur í tjörninni. En svo brá
við skömmu seinna, að nýbæra
í fjósinu drapst úr illkynjuðu
júgurmeini. Þótti sennilegt, að
huldufólkið hefði verið þarna að
verki. Fengu drengirnir alvar-
legar ávítur fyrir tiltækið, og
eftir þetta trúðu þeir því, að var-
legra væri að ganga ekki á hlut
huldufólksins í Stekkjarbjargi.
Elzti sonur Vigfúsar, Nikulás,
tók við búi af föður sínum og
bjó þar góðu búi nær hálfa öld.
Var orð á því gert, hvað skepnu-
höld hjá honum voru góð, því
að varla kom það fyrir, að lamb
dræpist, þótt kalt voraði stund-
um. Og oftast kallheimti Niku-
lás fé sitt af afrétt á haustin.
Keypti hann ábúðarjörð sína, en
áður hafði hún verið eign rík-
isins.
Nikulás var mjög traustur og
ábyggilegur maður og loforð
hans stóðu ávallt sem stafur á
bók. En sumum þótti hann nokk-
uð forn í skapi og fastheldinn á
gamlar venjur. Var honum
skapfelldara að ganga sínar eig-
in götur en feta slóðir annarra
— var bágrækur og óteymandi,
eins og eitt sinn var sagt í eftir-
mælum um annan merkan þing-
eyskan bónda.
Aldrei veiddi Nikulás silung í
Stekkjartjörn og bannaði öllum
öðrum veiði þar. Gætti hann
þess vandlega, að því banni væri
hlýtt.
Nikulás hætti búskap á Núpi
vorið 1938 og seldi þá Guðmundi
Kristjánssyni frá Víkingavatni
próventu sína. Varaði hann hinn
nýja ábúanda alvarlega við því
að veiða í Stekkj artj örninni eða
skaprauna huldufólkinu á ann-
an hátt, því að hann var sann-
færður um, að huldufólk ætti
heima í Stekkjarbjarginu og af
því gæti illt hlotizt, ef gert væri
á hluta þess. Guðmundur mun
hinsvegar hafa efast um þetta.
Veiddi hann strax fyrsta vorið
9 silunga í tjörninni. En ein-
kennilega þótti honum við
bregða, er jafn mörg lömb, er
hann átti, drápust næstu daga
þar á eftir, því að slíkur lamba-
dauði var fátíður á Núpi. Þótti
gamla manninum, Nikulási, nú
sannast sitt mál, enda var veiði
hætt í það sinn. Næsta vor vildi
þó Guðmundur reyna til þraut-
ar, hvort mark væri takandi á
hinum gömlu sögnum. Lagði
hann þá net í tjörnina og veiddi
39 silunga, og bar ekki neitt á
neinu og skepnuhöld í bezta lagi
þetta vor. En næsta vor þótti
það ekki einleikið, að þá voru
39 ær, er Guðmundur átti,
lamblausar. Fór hann þá að
gruna, að ekki væri allt með
felldu, og hefur hann aldrei
veitt í tjörninni síðan, enda hef-
ur honum búnazt vel og ekki
orðið fyrir neinum óskunda, er
huldufólkinu yrði um kennt, síð-
an þetta gerðist.
Sumarið 1943 fór ég, sem þetta
skrifa, norður í Öxarfjörð og
gisti þá hjá frændfólki mínu á
Núpi. Erum við Guðmundur
bóndi þar systkinasynir. Niku-
lás gamli, sem áður er getið, var
þá enn vel ern og léttur í máli.
Hafði ég mikla ánægju af því að
tala við hann, því að langt var
síðan leiðir okkar skildu, og ég
hafði ekki séð hann í mörg ár.
Barst talið brátt að huldufólkinu
í Stekkjarbjargi og reimleikun-
um á Núpi og ýmsum glettum,
er ég hafði heyrt getið um og
taldar voru af þess völdum.
Spurði ég Nikulás, hvort hann
hefði nokkurn tíma komizt í
kast við huldufólkið á hinum
mörgu búskaparárum hans
þarna á staðnum. „Ekki hef ég
mikið orð á því gert,“ svaraði
gamli maðurinn, „vildi ég kom-
ast hjá því að þurfa að pexa við
heimspekinga, sem allt þykjast
vita og engu trúa nema því, sem
séð verður með eigin augum og
þreifað á. En sjálfur er ég löngu
sannfærður um, að til eru huld-
ar verur, sem geta gert okkur
mönnunum bæði gott og illt.
Þykist ég hafa fengið margar
sannanir fyrir þessu , bæði í
svefni og vöku.“ Nú fór ég að
verða meira en lítið forvitinn.
„Blessaður segðu mér nánar af
þessu, sem fyrir þig hefur bor-
ið.“ „Það get ég gert, ef þér er
það áhugamál, og því mátt þú
treysta, að ekki segi ég annað
en það, sem satt er.“