Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Side 16

Heima er bezt - 01.04.1953, Side 16
112 Heima er bezt Nr. 4 Hvert mannsbarn á íslandi kannast við Bessastaði á Álfta- nesi. Þeir eru einn af þeim stöð- um á landinu, sem eru bundnir sögu þjóðarinnar órjúfanlegust- um böndum. Gegnum allar hinar myrku aldir íslandssögu voru það valdsmennirnir á Bessastöð- um, sem gerðu út um örlög þjóð- arinnar. Þar sat æðsta valdið í margar aldir — það vald, sem átti einna ríkastan þátt í niður- lægingu þjóðarinnar. Mörgum verður á að minnast þessa dökka tímabils sögunnar í sambandi við Kóngsgarðinn á Bessastöð- um og gleyma hinu, að á Bessa- stöðum hófst einnig endurreisn íslenzkra bókmennta og tungu, en hún á einna drýgstan þáttinn í því, að þjóðin náði sjálfsfor- ræði sínu og gat tekið lokaskref- ið með lýðveldisstofnuninni 1941 — lokaskrefið, svo framarlega sem þjóðin ber gæfu til að varð- veita hið fengna frelsi — en einnig getur hin merka saga Bessastaða verið okkur í senn fordæmi og víti til varnaðar. Bessastaðir geta ekki talizt meðal elztu sögustaða íslend- inga. Staðurinn fer ekki að koma við sögu fyrr en á Sturlungaöld, og er þá í eigu Snorra Sturluson- ar. Var hann, eins og kunnugt er, einn af ríkustu höfðingjum sinnar tíðar, og þótt snillingur hafi verið á öðrum sviðum, var hann enganveginn til fyrir- myndar í fjármálunum. En ann- ars fara litlar sögur af Bessa- stöðum á þessari róstusömu öld. Þegar kemur fram á 14. öldina verða Bessastaðir að nokkru leyti höfuðstaður landsins, því að þá verður þar aðsetursstaður hinna útlendu landstjórnara. Eftir það sátu umboðsmenn útlenda valdsins óslitið á Bessa- stöðum þangað til Reykjavík tók við sem höfuðstaður, og æðsta valdið komst smátt og smátt í hendur landsmanna sjálfra. En enda þótt Bessastaðir væru höfuðstaður hins erlenda valds, var Alþingi á Þingvöllum hinn B E SSAS innlendi höfuðstaður þjóðarinn- ar, það er að segja veraldlega valdsins, því að biskupsstólarn- ir á Hólum og í Skálholti höfðu óskoruð yfirráð yfir málefnum kirkjunnar og öðrum andlegum málum. Oft voru erjur milli fyr- irsvarsmanna hins erlenda og | innlenda valds, og fór þá oftast, eins og að líkum lætur, að er- lenda valdið bar sigur úr býtum. En erlenda valdinu mun þó stundum hafa staðið beygur af hinu fornfræga alþingi. Lýsir það sér í því, að Bessastaða- valdsmenn reyndu að færa þing- ið undir verndarvæng sinn með því að flytja það, og þá helzt í Kópavog, í næsta nágrenni kóngsgarðsins. Tókst þeim og eitt sinn að halda þingið í Kópa- vogi, en það var þegar einveld- Bessastaðir 1944.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.