Heima er bezt - 01.04.1953, Side 17
Nr. 4
Heima er bezt
113
T A Ð I R
inu var skellt á árið 1662. Er það í raun og
veru hreinasta furða, hve vel alþingi tókst
að standazt gegn kröfunum, þegar á allt
er litið. Togstreitan milli Bessastaðavalds-
ins og alþingis er merkur þáttur í stjórn-
málasögu landsins.
Á 15. öldinni ríkir kirkjuvaldið hér á
landi í algleymingi. Þesssi öld er rík af
stórbrotnum höfðingjum; þá geysa plág-
ur, svo sem Svarti dauði, þá eru vígaferli
litlu ótíðari en á Sturlungaöld, en innan
um eru friðsamir andans menn, eins og
Loftur ríki. Atvinnulíf og verzlun var í
mjög sæmilegu horfi. Viðskiptin voru aðal-
lega við Englendinga og Þjóðverja, en sá
vísir, sem þetta hefði getað orðið til hags-
bóta og framfara, kafnaði í fæðingunni
vegna ofstopa hinna innlendu höfðingja.
Saga biskupsstólanna á þessari öld er
ekki glæsileg. Þá sitja þar útlendir bisk-
upar á borð við Jón Gerreksson, sem líkjast
fremur ræningjum en kirkjunnar mönnum.
Siðferðisástandið er ákaflega bágborið. Út-
lendir ævintýramenn koma hingað. Einn
þeirra er Diðrik Pining, sem Píningsdómur
er kenndur við. Á þessum tíma fara inn-
lendir menn með hirðstjórn, svo sem Björn
Jórsalafari, Árni biskup Ólafsson, Vigfús
ívarsson Hólm, Björn Þorleifsson ríki og
fleiri. Annars er margt óljóst um sögu
Bessastaða á þessu tímabili.
Allskonar rán og gripdeildir voru tíðir
viðburðir á þessari öld. Bessastaðir voru
eyddir af enskum reyfurum og fólk drepið.
Kom þetta fyrir oftar en einu sinni. En það
var langt frá því, að útlendingar einir færu
með ránum. Innlendir valds-
menn voru ekki eftirbátar þeirra
í slíku atferli. Aðferðir Lénharðs
fógeta um aldamótin 1500 eru
alkunnar. Urðu og stundum deil-
ur milli Bessastaðamanna
sjálfra. En allt fram yfir 1550
má þó segja, að íslendingar hafi
átt í fullu tré við Bessastaða-
valdið. Kirkjan var ákaflega öfl-
ug stofnun, og stóð oftast nær á
rétti landsmanna, þrátt fyrir
það, þótt margir biskupanna
væri fíknir í fé og jarðeignir og
hugsuðu fyrst og fremst um
hagsmuni kirkjunnar.
Konungsvaldið stóð að siða-
skiptunum, eins og kunnugt er.
Furstar og smákonungar álfunn-
ar sáu sér leik áborði.þegarMar-
teinn Lúther hóf uppreisn sína
Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson.
gegn ofurvaldi kaþólskunnar. Er
víst óhætt að fullyrða, að þeim
hafi ekki gengið til áhugi á
hreinni trúárlærdómum eða
öðru slíku hugsjónalegs eðlis.
Konungsvaldið sá, að þegar veldi
páfans var brotið á bak aftur,
gæti það orðið arftaki þess. Eng-
in ástæða er til að ætla, að ann-
að hafi vakað fyrir fyrirsvars-
mönnum konungsvaldsins hér á
landi en að auka völd sín á
kostnað kirkjunnar. Sumir
hinna innlendu fylgismanna
siðskiptanna verða heldur ekki
sýknaðir af að hafa komið fram
sem grímulausir leppar erlenda
valdsins fremur en einlægir um-
bótamenn í trúarefnum.
Það hefur lengi verið haft fyr-
ir satt, að barátta Jóns biskups
Arasonar gegn hinum nýja sið
hafi ekki gengið til áhugi á
landsréttinda. Hvort sem lands-
réttindi hafa verið rík í huga
biskupsins í þeim skilningi, sem
nútímamenn leggja í það hug-
tak, eða ekki, verður ekki um
það deilt, að eftir siðaskiptin
verður konungsvaldið einrátt um
stjórn landsins. Lúthersku bisk-
uparnir urðu flestir auðsveip
verkfæri hins erlenda valds.
Frá Bessastöðum komu þeir
menn, sem mest koma við sögu
siðskiptanna. Diðrik frá Mynd-
en, sem drepinn var í Skálholti,
Kláus von Merwitzen og Kristj-
án skrifari, sem stóð fyrir morð-
inu á Jóni biskupi og sonum