Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 25
Nr. 4 HeIma er bezt 121 vöndu þangað komur sínar. Snj ótittlingarnir f engu líka laun fyrir veitta gleði. Finnur ei æti fuglinn minn, flesta grætir veturinn. en úr því bætist ögn um sinn ef ég læt í gogginn þinn, enda voru smáfuglarnir oft spakir á varpanum í Valdarási, og stundum slæddist krummi í hópinn. Einhverju sinni var það að vori til, að börn Þórdísar spurðu, hvernig á því stæði, að hrafninn væri hættur að sýna sig, þá svaraði hún þeim með þessari vísu: Ei vill krummi okkur finna, á í hömrum lítið bú og þar gætir unga sinna, annríkt hefur greyið nú. Margar vísur orti Þórdís um dýrin, ekki sízt kisu, það var bæði vegna rótfastrar vináttu, og eins til gleði fyrir börnin. Brandur kallar: Kæri Skjóni, komdu í leik, sé ég nú hvar flugan fríða er farin á kreik, nú má ekki bróðir bíða, að búa til steik. Sína kyssti kettlinga kisa þyrst í fuglana. Kampa hjristi kvörnlna, klónni risti músina. Svarta kló hét kisa ein, og var komin til ára sinna. Þó að flóinn fyllist snjó og frostið tófur grenni, og Svarta klóin mín sé mjó má ei lóga henni. Glaður hét hestur, hann var þýður og vel viljugur, vinur vina sinna en mjög lundstríður gagn- vart ókunnugum. Keldur, engi, urð og mel allt jafnt rennur Glaður. Hans á baki héldist vel harðsofandi maður. Er til fylgdar á við mann, æ að mínu geði, ekkert veitir eins og hann ómengaða gleði. Eftirfarandi visa er líka í sam- bandi við sama hest. Það var á heimleið úr réttum, þar hafði verið glatt á hjalla og töluvert drukkið, eins og víða tíðkaðist á þeim samkomum. Þórdís var ein á ferð: Heit er mund og hugurinn þó hafi ei yljað pelinn, heim ég rata og hesturinn hörð þó fjölgi élin. Daníel átti góðan hest gráan. Þessi vísa er ort í orðastað Dan- íels: Fannhvítur og fjörugur, fallegur og hýr á brána. — Aldrei var ég aftastur er ég sat á baki Grána. Eins og að líkum lætur eru margar vísur Þórdísar heilla- og óskavísur, innilegastar eru þær um börn hennar: Fáðu allskyns fríðindi, sem fær mitt skynjað sinni, þú ert ljóðið lýsandi lífs á götu minni. Veiti þér hlýju og vinsemd manna vinurinn sem aldrei brást, göfugt hjarta og giftu sanna gefi þér hans heilög ást. Ef þér geisli af gleðisól gæti brugðizt sýnum, mundu, að ætíð áttu skjól undir vanga mínum. Öll sín fullorðinsár dvaldist Þórdís fjarri æskustöðvum og ættingjum, en góðar minningar gátu stytt bilið. Ljúfa æsku endurminning yl sem mörgum ljær, þín er blíð og blessuð minning, birtu á hugann slær. Og eftirfarandi vísa mun hafa orðið til á ferð um fornar slóðir: Hér er gróin gata hver, gleymsku vafin hjúpi, geta þó enn gleði mér greint úr tímans djúpi. Starf einyrkjakonu er oft erf- itt og fáar næðisstundir Þegar dagsins þrýtur ys og köll þreyttum huga værðin reynir duga, minningarnar líkt og fossaföll flæða yfir varnarlausan huga, og það kemur fyrir alla að líta stundum dekkri augum á hlut- ina en ástæða kann að vera til. Hve margur er sem missir allan dug og mæðist einn, þvi hvergi frá er styrkur. Þið sjáið aldrei allan þeirra hug, í öll þau duldu hólf, það kolamyrkur. Hér segir frá hausti: Blóm og strá nú blikna um storð, bindur ísinn flóa. Hinztu kvakar kveðjuorð klakafróni lóa. Þýtur vindur þungri raust, þil og veggi smýgur. Enn er komið undir haust ó hvað tíminn flýgur. En liðið sumar lifir í endur- minningunni, og með óþreyju er hins næsta beðið, og það kemur eins og ávallt áður. Allt er bjart og hýrt og hlýtt horfinn ís úr flóa. Senn er komið sumar nýtt, syngur úti lóa. Meðan hörmungar og harð- rétti hrjáðu þjóðina, voru samdar og sagðar sögur um úti- legumenn, sem bjuggu í duld- um fjalldölum, þar sem beiti- land var betra en annars staðar, og sauðir vænni en í byggð. Þá mynduðust líka þjóðsögur um auðæfi dverga. Það er hollt þeim, sem á við örbirgð að búa, að yrkja til sín dýrð og glæsileik. Þjóðsagan á ótæmandi auð og allt er þar með fínum dráttum skrifað um kóngsins makt og karlsins litla brauð og hvernig var í hól og steini lifað. Það væri gaman að geta notið unaðssemda æfintýranna, en því miður er þess sjaldan kostur. Margt þó þrái mannsins hjarta mynda fáir um það skrá, ekki tjáir um að kvarta eða neinum segja frá. Hér skal svo staðar numið. Ævi alþýðufólks, bæði hér og annars staðar er ekki krans á rósum. Það er margs farið á mis, og ýmis hugðarefni geta ekki notið þeirrar umönnunar, sem þeim hæfði, samt skolar ýmsu á fjörur, sem betra er að geymist en gleymist, þar á meðal eru þessar fáu vísur Þórdísar. Hún dó 1945.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.