Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 6
134
Heima er bezt
Nr. 5
Þorbjörri Björnsson, Geitaskarði:
NÝLESNAR BÆKUR
sem hann kunni illa: „Tegi tú,
Snjófríður.“ En hún var nú ekki
síður reið en hann og spyr:
„Hvern fjandann á ég að teygja.
Á ég að teygja það, sem undir
þér er?“ Er þess þá getið, að
sýslumaður hafi látið orð falla
um það, að hún ætti skilið að
fá refsingu fyrir slíkt orðbragð
í réttinum. Þá er sagt að Snjó-
fríður hafi komizt að orði á
þessa leið: „Það skiftir engu
máli hvað hinni svonefndu rétt-
vísi hérna í Suður-Múlasýslu
þóknast að gera við mig alsak-
lausa. Hitt er verra, að þessi
sama réttvísi afneitar afkvæmi
sínu og gerir það föðurlaust. Ég
fæ ekki séð, að það sé neitt betra
en bera barnið út. Hvílíkt atferli.
Hvílíkt ranglæti. Hvílík réttvísi.
Hvers vegna líður heilög náðin
þessi fádæma rangindi? Hún
mun blessa saklaust, föðurlaust
barnið, en hrekja rangsleitnina
og þá, sem henni valda, norður
og niður og burt af þessu landi.
Auk þess mun samvizkan kvelja
þig, sýslumaður, á meðan þú
hjarir.“ Hér er sleppt mestu og
verstu ókvæðisorðunum.
Á þeim árum, sem þetta gerð-
ist, var yfirleitt borin meiri virð-
ing fyrir embættismönnum,
prestum, læknum og þó sérstak-
lega sýslumönnum, en nú er, og
óttuðust menn, að styggja þá.
Bilið á milli þeirra og almenn-
ings, að því er virðingu snerti,
var æðimikið meira en nú er.
Auk þess var þekking almenn-
ings miklu minni þá en nú er.
Hins vegar mun réttlætiskennd-
in hafa verið meiri og næmari
en nú á sér stað. Þess vegna
þóttu það þá mikil tiðindi,
þegar vinnukona gerðist svo
djörf, að áfella harðlega sýslu-
manninn og brigsla honum um
glæpsamlegt atferli. Fyrir því
var það, að þessi saga um Snjó-
friði Sigurðardóttur geymdist í
minnum manna.
Hinn 20. febr. 1872 veitti
danska stjórnin W. Olivarius
bæjarfógetaembætti í Rönne á
Borgundarhólmi og flutti hann
þangað. Kona hans var íslenzk,
Þorgerður að nafni, dóttir séra
Hallgríms Jónssonar prófasts að
Hólmum í Reyðarfirði, mikilhæf
og fögur kona.
Framh. á bls. 157.
Ekki ætti það að saka skáldið
eða manninn Guðmund Hagalín,
þótt í eða við hljómöldur hrifn-
ingar og lofs þeirra skóla og
bókvitsmannanna þarna syðra
bættist ein lágróma norðlenzk
rödd — rödd gamals dalsbónda
— gamals manns, sem ennþá
finnur sér nautn og gleði í því,
að fá notið fegurðar og góðleiks
frá skoðanafrásögn og lífsvið-
horfum greindra manna og gjör-
hugulla, þess utan tel ég það
ekki úrhendis né óviðeigandi, að
Skagfirðingur, sem frá æsku til
elli hefir háð sína lifsbaráttu
við ýmisleg kjarabrigði sveita-
lífs, lýsti skilningi sínum, geði
og viðhorfum, einkum til bók-
arinnar, „Konan í dalnum og
dæturnar sjö“, sem er ein af
þrem bókum höfundar, er allar
komu á bókamarkað fyrir síð-
ustu jól.
Það mun ekki allsmár vandi
að semja ævisögu annarra manna
og skáldsögur, læsilegar og góð-
ar, sem uppistöðu sína eiga í lífs-
ins sannindum og raunveruleika,
sögur, sem ekki eru lygasögur frá
upphafi til enda — eiga sér stoð
í raunveruleika. Þannig mein-
legheit fylgja ekki sagnagerð G.
H. Hann er flestum núlifandi
skáldum íslenzkum sannari og
raunhæfari, snillingur að lýsa
því, sem hefir skeð og getur
skeð, hann heldur lesanda sín-
um ætíð vakandi og glöðum.
Hver blaðsíða bóka hans geymir
reisn og hressileik, þekkingu
hans og skilning á mannkostum
og manngöllum. Hann skortir
aldrei góðleik og drenglund til
að finna gott í því gallaða, hann
á trú á sigur hins góða. Það er
engin hætta á að G. H. rétti að
lesendum sínum bert bein að
naga, það gildir einu hvort hann
ýtir penna sínum til sannlýsinga
á mannfólki, lífs eða liðnu, eða
hann bregður gandi sínum inn
til skáldanna töfraheima. Hon-
um virðist allsstaðar jafn víitt
til sjónar og bjart yfir, honum
er auðvelt að skyggnast inn til
hugarheima fólks og bregða upp
myndum líklegum. Hann er lit-
auðgur, djarfur og fjölþreifinn
um mannlegan skapaheim. Ekki
er mér kunnugt um hvort G. H.
er vaskmenni til vinnubragða
líkamlegra, en hitt sé ég og veit,
að á vinnuvelli skálda og bók-
gerðamanna er hann flestum
mönnum greipstærri og vaskari,
og tileinkar sér vel þá lýsingu,
er Snorri Sturluson segir í
Skáldamálum, „að drengir séu
vaskir menn og batnandi“. Um
það verður hæpið deilt, að G. H.
sé skáld á þroskans braut, að
G. H. er svo glöggur og nærgæt-
inn í mannlýsingum sagna
sinna og ævisagna, er ekki ein-
göngu að þakka skáldhæfni
hans, heldur einnig hinu, að
hann hefir sjálfur stigið tröpp-
ur ýmislegrar lífsbaráttu og við-
fangsefna allt frá barndómi til
fullorðins ára, hann hefir rök
eigin reynslu við að styðjast og
hefir starfað með ýmisslegu
fólki til sjós og lands, eða hvern-
ig eiga menn, þó skáldgefnir séu,
er aldrei hafa í kynni komist
við votan sokk eða á hné sér lyft
tíu punda steini að þekkja inná
alþýðunnar bags og baráttu,
hugsun og tilfinningar. Þarna
stendur G. H. ekki höllum
skáldafótum og því er hann svo
snjallt mannlýsingaskáld og
ævisagnaritari — þess vegna gat
hann skrifað snilldarverkin,
Kristrúnu í Hamravík og Sturlu
í Vogum — þess vegna skilar
hann nú frá höndum bók slíkri
sem „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“ er.
Okkur Skagfirðingum, sem
eitthvað þekkjum til lífsbaráttu
og sigra, þreks og trúar konunn-
ar, Moniku á Merkigili, — okkur,
sem oft höfum í hljóðlæti dáðst
að hinum ótvíræða sterka vilja
hennar og baráttuþreki í hverri
lífs raun, okkur dyljast ekki þau
snilldartök, er G. H. hefur náð í
allri lýsingu og frásögn á and-
legu og líkamlegu atgjörfi þess-
arar konu, heimilisbrag hennar