Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 17
Nr. 5 Heima er bezt 145 rjúpur til þessara staða og hlekktist aldrei á. Ferðir hans gengu allar slysalaust og þar bar ekkert til frásagnar fremur en á sumardag. Þessu tóku menn eft- ir helzt vegna þess, að sá orð- rómur lagðist á, að varla væri óhætt að fara yfir fjallvegi á milli Árnes- og Gullbringusýslu á vetrardag. Þar týndist póstur- inn á þeirri leið stuttu fyrir alda- mótin 1800. Þar eftir 2 menn úr Ölfusi um 1830, og síðast 1857 margir menn úr Biskupstungum, sem voru að ganga til vers suður með sjó. En enginn hafði orðið úti, sem fór Dyraveg, svo menn mundu eftir. Enda hafði enginn farið hann að vetri til, áður en byggð kom á Nesjavöllum. Á Dyravegi var ekkert sæluhús og ekki heldur neitt óhreint eins og það var kallað. En á Hellisheið- arvegi voru 3 sæluhús og eitt á Mosfellsheiði. Reyndar var nú ekki nema sæluhúsið við Háamúl- ann, sem vist var að reimt væri í. En þó mun mönnum hafa staðið stuggur af að leita skjóls í sæluhúsum þessum yfirleitt, þegar ekki þótti fært að halda áfram. Annað mál var, að leita sér þar skjóls til þess að hvíla sig þar og fá sér bita í sæmilegu veðri um stundarsakir. Það gat verið gott. Ég fjölvrði nú ekki frekar hér um þessi sæluhús; það er önnur saga. En þau voru ekki á leið Gríms á hans vetrarferðum og hann þurfti aldrei til þeirra að leita, því hann komst aldrei í neinar kröggur í vetrarferð- unum. En hvernig sem það nú var, þá fóru vetrarferðir að aukast mjög um Dyraveg í bú- skapartíð Gríms á Nesjavöllum. Það þótti öruggasta leiðin yfir fjallið á vetrardag. Einkum voru það vermenn úr austursveitum, sem völdu helzt Dyraveginn. Við þetta jókst gestnauð á Nesja- völlum. Þar var géstum vel tekið eftir því sem föng voru á, og það eftir að Grímur var andaður. Það sagði þeim, sem þetta ritar, Magnús Helgason skólastjóri, að þegar hann var í Latínuskólan- um, þá hefði sig og nokkra fleiri langað til að skreppa austur yfir fjall um páskana. Þeir fóru til rektors til þess að fá leyfi til þessarar farar. En hann neitaði, nema þeir fengju með sér góð- an fylgdarmann og færu Dyra- veg. Þeir höfðu vitanlega ekki efni á að kaupa sér fylgdarmann, sem rektor myndi samþykkja. Varð það því ráð þeirra að segja honum, að þeir væru búnir að ráða fylgdarmann, ef hann sam- þykkti hann. Það væri Einar Eyjólfsson, kallaður stopp. Þetta samþykkti rektor, og þeir fóru austur Dyraveg — en Einars- lausir. Ferðin gekk vel. Þegar þetta var, bjó Hallgerður Þór- halladóttir, ekkja Gríms, með sonum sínum á Nesjavöllum. Séra Magnús lét vel yfir að koma að Nesjavöllum. Þótti honum unga fólkið — börn Hallgerðar og Grims, sem þá var andaður — bæði skemmtilegt og um leið dugnaðarlegt. Ein veiði var enn, sem Grímur lagði stund á. Það var hreindýra- veiði. Talsvert var um hrein- dýr á Mosfellsheiði og í Hengla- fjöllum og þar í grennd. Kat- rín, móðir þess, sem þetta ritar, var dóttir Gríms. Hún sagði, að hreindýraveiðin hefði verið lítið meiri en það, sem notað var til heimilisþarfa. Kjötið til matar og feldirnir til rúmfata. Feld- irnir þóttu góðir í sængur stað. En það, sem afgangs var, sagði hún að faðir sinn hefði sent vin- um sínum og kunningjum sem vinagjöf, hreindýrakjöt eða hreindýrafeldi. Kjötið sendi hann þeim helzt fyrir jólin. En feldina eftir atvikum. Flestir hélt hún að hefðu borgað þessar sendingar. Sumir fyrirfram, en aðrir eftirá. Það sagði þeim, sem þetta ritar, Þorgrímur Þórðarson Guðmundsen, sem stundum kom með Englendingum að Úlfljóts- vatni — faðir hans, Þórður, var sýslumaður í Árnessýslu i tíð Gríms — að á flestum jólum hefði Grímur sent föður sínum hreindýrakjöt. Ekki gat hann um, á hvern veg þeim viðskipt- um hefði verið háttað. En hann sagði, að faðir sinn og Grímur á Nesjavöllum hefðu verið góð- kunningjar og hefðu haft nokkur skipti saman. Sagðist hann sér- staklega muna eftir hreindýra- kjötinu og reykta urriðanum, sem sér hefði þótt hvorttveggja sælgæti. Dyravegur liggur upp frá Nesjavöllum yfir Dyrafjöll norð- an við Hengil. Frá Nesjavöllum yfir Dyrafjöllin er talin tveggja tíma ferð. En þegar yfir þau er komið tekur við Mosfellsheiði, sem er sléttlend og kennileita- laus. Engin er þar varða eða annað til þess að leiðrétta sig eftir. frá Dyrafjöllum vestur að Lyklafelli, og er það um fjögurra tíma ferð. Grímur var svo viss að taka rétta stefnu yfir heiðina, að hann villtist aldrei, í hvaða dimmviðri sem var. Auk beirrar veiði, sem nú hef- ur verið getið. stundaði Grímur refaveiðar á vetrum, einkum þann tíma, sem skinnin voru verðmætust. Lá hann þá oft úti um nætur í skútum eða öðrum fylgsnum. — Þetta voru kölluð skothús. Þar nærri var haft eitt- hvert agn fyrir refina, t. d. kind- arrytja eða hrossskrokkur. Hann ól líka oft upp yrðlinga, sem hann náði úr grenjum á vorin, ef þeir voru orðnir stálpaðir, þegar grenin fundust. Yrðlinga þessa varð að ala fram undir jól, eða þangað til skinnin voru orð- in falleg á þeim og söluhæf. All- ar þessar veiðar stundaði Grím- ur með dæmafáu kappi. Sem dæmi um þetta var það, að hann skildi sem sagt aldrei byssuna við sig, hvert sem hann fór. Hann hafði hana með sér þegar hann fór til kirkju, hvað þá í aðrar ferðir. á vorin kom þetta sér oft vel um grenjatímann, því að þá gat hann alltaf átt von á að til sín yrði leitað að vinna greni. Það voru fleiri en Grafnings- menn og Ölfusingar, sem fengu hann til að vinna greni. Það voru oft Grímsnesingar og kom fyrir, að hann var fenginn austur í Biskupstungum í þeim erindum, því hann þótti skara fram úr öllum samtíðarmönnum sínum í þeirri íþrótt. Grímur þótti afburða verk- maður að hvaða vinnu sem hann gekk, allt eins og lék í höndum hans. Það sagði mér maður, sem eitt sinn vann með honum og var verkmaður góður og kappsamur. Áður en þeir tóku til starfa, voru þeir að talast við eins og geng- ur, því að Grímur var ræðinn og skorti aldrei umtalsefni. Þegar þeir byrjuðu á verkinu, hélt Grímur áfram samræðunni eins

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.