Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 2
130
Heima er bezt
Nr. 5
<27
HEIMA ER BEZT . Heimiliftblað með myndum . Kemur út mánaðar-
Iejra . Áskriftaffjald kr. 67.00 . Úteefandi: Bókaútffáfan Norðri .
Heimilisfanjf blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f.
Ábyrffðarmaður: Albert J. Finnbocason . Ritatjóri: Jón Bjömsson .
V-----------------------------------------
Efnisyfirlit
Bls. 131 Snjófríður Sigurðardóttir, eftir Bjarna Sigurðsson.
— 134 Nýlesnar bækur, eftir Þorbjörn Björnsson.
— 137 Hólmgangan, saga, eftir Nils Johan Rud.
— 141 Ævintýr, kvæði.
— 142 Rímnaþáttur aö norðan, eftir Guðlaug Sigurðsson.
— 144 Bændur í Nesjum og Nesjavöllum, eftir Kolbein Guðmundsson.
— 147 Erlendir ferðalangar á íslandi, eftir Kristmund Bjarnason.
— 151 Vísnamál.
" 155 Frá Ásbyrgi til Ásbyrgis. Myndasagan ÓIi segir sjálfur frá og margt fleira.
iimiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiMmmiiiiiitiiiiiiiiMiiHiiimniiiMMiiHiiiiimii
Forsíðumyndin
Gleðilegt sumar!
Þá er veturinn liðinn að þessu sinni og vorið
setzt að völdum. Sumardagurinn fyrsti hefur ver-
ið haldinn hátíðlegur um gervallt landið, og hér
í Reykjavík, eins og sjálfsagt í öðrum bæjum, hef-
ur hann einkum verið hátíð barnanna. Þúsundir
barna hafa gengið í skrúðgöngum um göturnar og
fagnað vori og sumri á margvíslegan hátt.
Sumardagurinn fyrsti er íslenzkur hátíðisdagur
fyrst og fremst, því að mjög fáar, eða jafnvel engin
þjóð önnur, halda þennan dag hátíðlegan. Þetta
er táknrænt. Fáar þjóðir hafa haft eins ríka ástæðu
til að fagna sumarkomunni og íslendingar. Vetur-
inn hefur oft orðið þjóðinni þungbær, þegar hún
var allt of illa undir það búin að heyja baráttu við
myrkur og kulda. Fá skáld hafa lýst betur fögnuð-
inum yfir komu sumarsins, en séra Stefán í Valla-
nesi gerir í þessu einfalda ljóði:
Góð veðrátta gengur,
geri ég mér ljóð af því.
Þetta er fagur fengur,
fjölga grösin ný.
Fiskur er kominn í fjörð,
lillMIIMHIIIHHIIHHIHHHIMIHIHHMIMIIHIMHIIIIIIHIMMIHMIHIIHIMIIMIIIMM
F erðamyndir
| Furðuleiðum lífsins á
| lítt ég eyði myndum,
f gefnum heiðum huga frá
| Herðubreiðarlindum.
| Fagurskapleg flæða Hnoss
1 fjötri af skapi ryður.
| — Dynsnjall hrapar Dettifoss
| dökkan stapa niður.
j Fegurð stök og fjarsýn víð
1 fengu tök á sinni.
i — Eru vökul ár og síð
| Eiríksjökuls minni.
Sveinbjörn Benteinsson. |
IIIIIIIIIIIII.Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
færir mörgum vörð.
Kýrnar taka að trítla út,
troðjúgra er hjörð.
Skepnur allar skarta
við skinið sólar bjarta.
Þeir, sem aldir eru upp í sveitum þessa lands,
minnast þess, hversu allt lifnaði við á vorin. Það
voru hátíðisdagar, þegar féð gat farið að sjá um
sig sjálft og ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af
því, að heyin entust. Og enda þótt oft væri kalt
og vetrarlegt um sumarmálin, vissu menn þó, að
ekki gat verið mjög langt batans að bíða, ef allt
væri með felldu. Hin hörðu ár, sem annálar geta
um, með ís við land langt fram á sumar og al-
mennan felli á fólki og fé, voru engir hversdagsat-
burðir, og voru einmitt þess vegna færðir í letur
og taldir til býsna En eigi að síður er það stað-
reynd, að oft hefur þjóðin verið illa undir það bú-
in að mæta slæmu vori eftir harðan vetur. Nú er
allt þetta, sem betur fer, umliðið. Nú hefur mönn-
unum lærzt að sigrazt á mestu örðugleikunum, en
þó er allajafna bezt að vera vel á verði.
Margskonar gömul hjátrú er tengd við sumar-
komuna. Það átti að vera fyrir góðu sumri, ef sam-
an frysi vetur og sumar. Hér á Suðvesturlandi gerð-
ist það, og ætti þessi landshluti þá að minnsta kosti
að eiga von á sérstaklega góðu sumri.
Þess er nú ekki langt að bíða, að öll náttúran
vakni úr vetrardvalanum. Leysingin flettir fönn-
um af fjöllunum og „grundirnar gróa“. Þá verður
dýrlegt um að litast í sveitunum, þegar lömbin fara
að hoppa og skoppa kringum mæður sínar úti um
græna hagana, og þá verður fögnuður barnanna
mikill, er þau fá að gæla við ungviðið, hvort held-
ur það eru lömbin eöa fallegu folöldin, eins og sýnt
er á myndinni framan á þessu hefti.