Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 11
Nr. 5
Heima er bezt
139
með opin augun! Leifur gekk að
rúminu þeim megin sem Sigurð-
ur lá. Brosandi otaði hann hár-
hvössum sverðsoddinum í barka
Sigurðar og pikkaði hann laust
nokkrum sinnum. Sigurður
vaknaði strax. Hann reis upp til
hálfs og greip eftir vopni en fann
ekkert.
— Þekkirðu mig, Sigurður
digri? sagði næturgesturinn.
— Leifur Gunnarsson! Sigurð-
ur fölnaði, en varð brátt rólegur.
— Svo að þú ætlar að hefna
þín núna?
— Finnst þér, að þú eigir ann-
að skilið?
— Nei, en hérna í rúminu, við
hlið hennar?
— Það á einmitt vel við! Leif-
ur lét nakið sverðið hvíla á berri
bringunni á Sigurði. Það á ein-
mitt vel við vegna hennar! bætti
hann við grimmdarlega.
— Finnst þér slíkt vera aðferð
drengja? var svarað rólega.
Leifur hrökk við, en sverðið
var áfram á sama stað, tilbúið
til að stinga því inn í brjóst Sig-
urðar.
— Þú drapst föður minn gaml-
an og fífldir hana! Leifur hló
illgimislega.
Samtal þetta fór fram í hvísl-
andi tón, það var eins og þeir
væru sammála um að vekja ekki
Ingibjörgu.
— Ég tek ábyrgðina! sagði Sig-
urður stillilega.
— Þú verður neyddur til þess!
Leifur hló kuldalega.
— Mér finnst þetta slæm að-
ferð, sagði Sigurður, — faðir
þinn féll í heiðarlegum bardaga.
Leifur svaraði ekki.
— Þú hlýtur lítinn heiður af
þessu, Leifur Gunnarsson! Sig-
urður varð öruggari í málrómn-
um. — Drengskapur sómdi sér
betur!
Leifur svaraði ekki enn, það
leit út eins og hann væri að
hugsa sig um, en loks sagði
hann: '
— Hvar börðust þið faðir
minn?
— Á hólminum, við vógumst
með sverðum!
— Gott! Leifur varð léttbrýnni,
— klæddu þig og komdu með
mér. En leyfðu henni að sofa!
Hann sneri við og læddist út.
Litlu síðar kom Sigurður niður á
hólmgöngustaðinn; hann hafði
sverð og törgu eins og Leifur.
— Ég virði þig fyrir þetta, Leif-
ur Gunnarsson! sagði hann.
— Ég er enginn heigull! svar-
aði Leifur þvert, það var faðir
minn ekki heldur.
— Nei, ég skammast mín ekki
fyrir að hafa höggið slíkan mann
banahöggi, sagði Sigurður.
Þeir gengu hlið við hlið niður
að firðinum. En Ingibjörg vakn-
aði og sá að hún var ein i rúm-
inu, hún hljóp út á svalirnar í
náttserk einum og sá skugga
þeirra beggja. Hún varð óróleg.
Drekaskipið, sem skreið inn
fjörðinn um morguninn, hafði
varað hana við, hún þekkti skip
Leifs Gunnarssonar og varð
skelfd. Nú skildi hún hvað ger-
ast myndi. En Ingibjörg var
sterk kona; hún klæddi sig og
gekk út í nóttina á eftir mönn-
unum.
Hólmurinn sást eins og svartur
depill á dimmbláum sjónum.
Þeir tóku bátinn og reru yfir
mjóa sundið í hólminn. Ingi-
björg náði þeim ekki áður en þeir
ýttu frá landi, svo að hún varð að
fara krók að eiði einu, sem stóð
upp úr um fjöru. Hún hljóp, reif
bera fætur sína til blóðs, það leit
ekki út fyrir að hún kæmist nógu
snemma á staðinn.
Þeir hjálpuðust að með að
draga bátinn upp á land, tóku
svo vopn sín og fylgdust að að
hólmgöngustaðnum. Þar hafði
á liðnum tímum runnið mikið
blóð, sverðaglamur hafði oft
bergmálað í hlíðunum. Hérna
var hólmgöngustaður forfeðr-
anna. Leifur og Sigurður eyddu
ekki orðum á leiðinni, þeir höfðu
líka þagað í bátnum. Það var svo
dimmt, að þeir rákust hvor á
annan. En eilítið rof á austur-
loftinu benti til þess að þok-
unni, sem var, myndi brátt létta.
Loks komu þeir á staðinn. Þeir
sneru hvor gegn öðrum og drógu
sverðin úr slíðrum.
— Hérna féll faðir þinn! sagði
Sigurður.
— Hinn sami blettur, sem
vættist hjartablóði hans, mun
drekka blóð annars hvors okkar
í nótt, sagði Leifur.
— Það hlýtur svo að vera,
samþykkti Sigurður.
Þeir tóku mál hvor af öðrum,
en svo skuggsýnt var, að þeir
gátu tæplega greint hvorn ann-
an. Þeir hikuðu við að byrja. Það
lýsti dauft af sverðunum.
— Ef þér finnst eins og mér,
myndum við kveikja í greni-
trénu þarna, því að þá sæjum við
betur til að höggva ,sagði Sig-
urður dálítið óstyrkur.
— Ég hef ekki eldstál á mér,
svaraði Leifur, en Óðinn kveikir
víst bráðum eld sinn.
Skýjaþykknið rifnaði og mán-
inn birtist í rofinu. Bleikt ljós
glampaði á sverðin, nú sáu þeir
ágætlega til.
Leifur hjó fyrst, hann klauf
skjöld Sigurðar við mundriða.
Svo komst bardaginn í algleym-
ing. Söngur stálsins hækkaði,
mennirnir trömpuðu á jörðina
eins og viltir folar, þeir urðu
andstuttir, brjóst þeirra gengu
upp og niður af mæði og innri
óróleik, svitinn perlaði á enni
þeirra og blandaðist blóði á
höndum og andliti. Þeir hjuggu
og lögðu og fundu varla sárs-
auka er þeir særðust. Skildirnir
voru löngu upphöggnir, nú stóðu
þeir berskjaldaðir gegn vopnun-
um. Þeir voru svipaðir á hæð, á-
líka þreknir og báðir vopnfimir
vel og svo leit út, sem þeir myndu
vera mjög jafnir. Leifi blæddi
ákaft úr sári á hálsinum. En
andlit Sigurðar var litlaust;
djúpt sár við mittið eyddi kröft-
um hans. Hann fann hvernig
kraftarnir þrutu úr limum hans,
sverðið í hendi hans varð blý-
þungt og hann varð að halda þvi
með báðum höndum.
— Svo sýnist mér, sem Óðinn
sé þér hliðhollur í dag, sagði
hann stynjandi.
— Hann var með þér hérna í
hólminum fyrir nokkru, svaraði
Leifur. Bardaginn verkaði á
hann eins og mjöður, og það var
sem líkami hans yrði allur nýr
að kröftum.
— Nú veiti ég þér banasár,
Sigurður digri! æpti hann og
skifti sverðinu frá hægri til
vinstri eins og í leiftri. Á næsta
andartaki leiftraði stálið að
hálsi Sigurðar. Hann sleppti
sverði sínu og hné niður. Leifur
sá að höggið hafði nægt, nú rann
hjartablóð Sigurðar í jörð niður
og blandaðist blóði Gunnars.
Vígs föður hans var hefnt! í nótt