Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 28
156 Heima er bezx Nr. 5 og brátt var komið upp á Vaðla- heiði. Þá var þoka að færast inn Eyjafjörð og var all einkennilegt að horfa á fjörðinn fylltan þoku, en vera sjálfur umvafinn geisl- um kvöldsólarinnar. Ekki var vegurinn niður að austan álitinn beinn, enda töldum við 10 beygj- ur. En þrátt fyrir það var stund- arkorn stanzað í Vaglaskógi, en síðan haldið í Ljósavatnsskarð, þar sem þokan tók á móti og byrgði alla útsýn. í slíku veðri mundi hráslagalegt að tjalda, svo að það ráð var tekið að gista að Laugum, en á leiðinni þang- að var heilsað upp á Goðafoss og leizt öllum hann fagur ásýndar, og fróðlegt væri að vita, hvar goðin hans Þorgeirs hefðu hafn- að að lokum. Á Laugum var gengið til svefns í íþróttahúsinu, en áður brugðu allflestir leiðangursmenn sér í sundlaugina og nestinu var boð- ið góða nótt. Morguninn eftir, þann 19. júní, var enn þokuslæðingur, en hann hafði engin áhrif á skapið, og syngjandi var haldið í austurátt. Á einum stað var stanzað til að sjá kláf og þótti það gamla far- artæki nýstárlegt mjög. Mývatn reyndist á sínum stað ásamt „Víti“, Héðinshöfða og Dimmuborgum, þeim einkenni- legu hraunklettum, þar sem að- eins sér í heiðbláan himininn og gott væri að þjálfa ratvísi sína þar, þ.e.a.s. ef maður yrði ekki rammvilltur. Skammt frá Reykjahlíð var snætt; þar kom fram dálítið rykský, en ekki dró ský fyrir sólu, eins og stundum mun ske, enda hálf erfitt í al- skýjuðu veðri. Þá var ekið í Námaskarð. Þar var flest girnilegt til fróðleiks, að frátalinni lyktinni, sem eng- an fýsti að kynnast nánar. Brú hinnar miklu elfu, Jökuls- ár, var skoðuð og fannst mikið mannvirki, en lítið var það í samanburði við Dettifoss; var hann ógurleg en um leið hríf- andi sjón, sá mikli risi, er bylt- ist með þrumugný niður í hyl- djúpt gljúfrið. Og erin var ekið nær látlaust, unz komið var á leiðarenda, í Ás- byrgi. Jafn sérkennilegur staður mun vandfundinn, og það er því líkast, að þarna hafi stigið risa- hófur og manni dettur í hug, hvort Óðinn hafi verið hér á ferð. í skógarrjóðri undir svim- andi hömrum var stanzað. Var gengið um og umhverfið fest vel i minni. Og að síðustu var snæddur matur. Úr Ásbyrgi var ekið til Húsa- vikur og aðeins stanzað. Aftur var ákveðin gisting að Laugum, en áður en þangað væri haldið, var Laxárvirkjunin athuguð, og mun þá mörgum hafa orðið hugsað heim, og hefði lampinn hans Aladdíns verið með, hefðu Þingeyingar lítið haft af virkj- uninni að segja úr því. Á Laugum var slegið upp balli, er stóð frameftir nóttu, og því næst sofnað sætt og rótt. Sunnudaginn 20. júní var haldið í vesturátt og beina leið í Vaglaskóg. Var nú skógurinn og gróðrarstöðin vandlega skoðufí og væri óskandi, að slíkir staðir væru víðar en raun er á. Svo var haldið að Hrafnagili í Eyjafirði, en þar búa Hjalti og Zóphónías Jónssynir, áður að Melstað og Bergsstöðum í Mið- firði. Þeir fóru með að Grund, og er forvitninni hafði verið svalað þar, var aftur haldið að Hrafna- gili, og þar biðu á borðum mikl- ar góðgerðir. Á Akureyri var stanzað og lit- ast um. Er höfuðborg Norður- lands hreinn og fagur bær eftir því er séð verður við stutta heimsókn. Þótt áliðið væri og heim ætti að ná, var samt farið að Glaum- bæ í Skagafirði og byggðasafnið skoðað. Var þar hægt að sjá marga sjaldséða gripi, en því miður var tími heldur naumur til nákvæmrar skoðunar. Hér var síðasti áfanginn og nálguðumst við heimabyggðir óðum, og fór þá suma að syfja. Og smátt og smátt fækkaði í bílnum; hélt hver til síns heima og lögðust til svefns í endur- minningu um ánægjulega ferð. U. Andlegt frelsi Um fátt er meira rætt í blöð- um og bókum en andlegt frelsi, en þó skortir mjög á að það sé virt, jafnvel líka í þeim lönd- um, sem státa mest af lýðræði sínu. Rússastjórn var á keisara- tímunum, sem og síðar, mjög þröngsýn í þessum efnum, og voru mestu rithöfundar þjóðar- innar ofsóttir fyrir skoðanir sínar. Einn hinn frægasti rit- höfundur heimsins, Leo Tolstoj, átti í stöðugri baráttu við rit- skoðun stjórnarinnar. Segir dóttir hans margar sögur af því í nýútkominni bók um föður sinn. Árið 1887 gerði lögreglan húsrannsókn hjá einum af fylgismönnum Tolstojs og fann hjá honum háðgrein eftir Tolstoj um Nikulás keisara I. Vinur Tolstojs var þegar tekinn fastur, en þegar átti að rannsaka mál hans, komst innanríkisráðherr- ann að þeirri niðurstöðu, að ef farið væri að hefja málssókn gegn Tolstoj, myndi það hafa mjög illar afleiðingar. Stakk hann 1 stað þess upp á því við Dolgorukov, aðalstjórnandann í Moskvu og nágrannahéruðun- um, að hann byði Tolstoj heim til sín og reyndi að fá hann til þess að eyðileggja grein þessa og lofa því, að skrifa ekki meira í sama dúr. Einnig skyldi hann gefa skáldinu alvarlega, en vin- samlega aðvörun. Keisarinn lagði sjálfur samþykki sitt á þessa aðferð, til þess að múl- binda skáldið. En þeir, sem þekktu Tolstoj, gátu sagt fyrirfram, hvert svar hans myndi verða. Hann skrif- aði ritara Dolgorukovs og skýrði honum frá því, að hann yrði að afþakka „af eigin frjálsum vilja boð þetta, eða að hefja umræður um ritverk mín og svara spurningum viðvíkjandi þeim ...... því að slíkt væri sama og afskipti af skoðunum mínum“. Dolgorukov komst þá að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að láta málið falla niður. „Sér- hver afskipti af Tolstoj greifa“, skrifaði hann, „myndu gera hann að píslarvotti, og verða til Framh. á bls. 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.