Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 26
104 Heima er bezt Nr. 5 ur, sem Jónas vinur minn hafði trúað um vatnið sitt. Hann horf- ir á blýlóðið, sem flytur honum fregnir frá botni vatnsins, með eins konar virðingu, og hann at- hugar nákvæmlega dökkgráa eðjuna, sem loðir við lóðið. Hann starir á hitamælinn, sem segir til um hitann við botninn (að- eins 5° C.), og hann er á end- anum tilleiðanlegur til að skilja, að silungurinn í þessu vatni verði nær eingöngu að lifa á flugna- og mýlirfum. Áður en verki okkar er lokið þarna efra, það er að segja áður en við höfum safnað nægilega miklu af hinum fögru jurtum, sem vaxa þarna efra umhverfis vatnið tók að skyggja. Ógern- ingur er að vera hér nætursakir án tjalds, og við verðum því að smala saman hestunum og fara aftur niður að Hrauni og gista þar. Gaman væri að vera við þetta vatn um nótt að sumar- lagi ,eins og fólkið á Hrauni ger- ir stundum, sjóða fisk sinn þar og njóta hinnar miklu náttúru- fegurðar á þessum slóðum. Ætli þessi náttúrudýrð hafi ekki verið bezti kennari skáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar, sem fæddur er á Hrauni? Þarna missti hann föður sinn, barn að aldri (hann drukknaði í vatn- inu). Ekkert íslenzkt skáld hef- ur befur lýst íslenzkri náttúru- fegurð en hann. Oft gengur erfiðlega að fá fylgdarmanninn til þess að kom- ast aftur af stað úr áfangastað, og ef sá gállinn er á honum, er nær ókleift að fá nokkru um þokað. Pétur, nýi leiðsögumað- urinn minn, hefur ákafa ást á svonefndum betri bæjum, og þangað komumst við alltaf í tækan tíma, meira að segja miklu fyrr en ætlað hefur verið. En því er nú miður, að þeir heilla og seiða. Sem betur fer kann Pétur sáralítið í dönsku og ég lítið í íslenzku. Þegar hann fer að lofa einhvern næturstað, ger- ist mér harla torvelt að skilja hann, og ég hef þá gaman af viðleitni hans til að koma mér í skilning um, hvaða hann sé að fara og vinna mig á sitt mál. Þegar um þetta er að ræða ber ekki ósjaldan við, að hann tjái mér hin beztu meðmæli sín með þvi að segja, að það sé „plenty“ bær. Hann kann ekki önnur orð í ensku, en þetta orð kann hann, og það notar hann jafnan, er hann vill sannfæra mig. Ég ætla að kaupa mér nýjan hest, — ,,„plenty“ hest“, segir Pétur með breiðu brosi. Hjá séra Þorvaldi á Melstað. Það er hrein unan að vera gestur hjá séra Þorvaldi á Mel- stað, þessum menntaða presti.Við þræddum forblauta götuslóðana heim í túnið, og komum þá auga á karla og konur er stóðu í hóp á varpanum. Messa var nýaf- staðin og fólkið var að spjalla þarna saman. Koma mín svipti kirkjufólkið presti sínum, en þó kom stöku maður inn í stofuna til að spjalla við okkur. Séra Þorvaldur er einn af menntuðustu prestum íslands. Hann hefur dvalizt árum sam- an í Kaupmannahöfn og hefur aflað sér ágætrar þekkingar á hinum fornu, íslenzku handrit- um f söfnum þar í borg. Margir ferðamenn njóta góðs af lær- dómi hans og þekkingu á íslandi, einkum er hann vel kynntujr ýmsum náttúrufræðingum, sem ferðast hafa um landið, því að hann getur veitt þeim margs konar fræðslu og ekki hvað sízt um jurtagróður landsins.1) í fylgd með honum fór ég nið- ur að Miðfjarðará út með firð- inum, en þar mun vera ákjósan- legur staður jarðfræðingum, ef þeir koma fyrr á árinu. Næsta dag fylgdi séra Þorvaldur mér til nágrannaprestsins, er situr á Staðarbakka, örskotsleið frá Melstað. Og þessir tveir heiðurs- menn fylgdu mér svo yfir Hrúta- fjarðarháls ofan í Hrútafjörð. Fyrir röskum hundrað árum fór danski náttúrufræðingurinn N. Mohr þessa leið og er henni þá lýst svo, að hún sé ærið torfarin og verði naumast farin nema í fylgd með gagnkunnugum manni. Mohr lætur þess og getið, að nokkrir Hollendingar, sem voru á leið vestur á land til þess !) Sr. Þorvaldur Bjarnason (1840—• 1906). GuðfræðingUr frá Hafnarháskóla. Styrkþegi Arnasafns um skeið. Prýðilega ritfær og góður búþegn. að komast utan með kaupskipi, hafi lent í svo miklum hrakn- ingum á þessum slóðum, að þeir hafi síðan að orðtaki, þegar þeir vilja óska hver öðrum illsi „Ég vildi, að þú værir kominn upp á hann Hrútafj arðarháls! “ Þegar þetta var, hlýtur leiðin að hafa verið mun verri en nú, því að mér reyndist ferðalagið ekki sérlega erfitt. Og ég tek þessa leið meira að segja fram yfir margar aðrar, sem ég hef farið hingað til, því að hér er víða fagurt útsýni yfir firðina. Við töfðumst samt nokkuð á leiðinni, og dagur var hniginn að kvöldi, er við komum í Þór- oddsstað. Hér átti fylgdarmaður minn að bíða mín með klyfja- hestana, en hann hafði riðið þarna hjá garði án þess að stanza þar, sennilega vegna þess, að hann kunni því jafnan ekki vel, er ég brá mér útúrkrók án þess að hafa hann með mér. Og það er satt að segja heldur ekki skemmtilegt að vera einn á ferð með klyfjahesta, þegar hægur- inn er hjá að leggja leiðina um eftirsóknarverðari staði og stúta sig á pontunni hjá vinum og kunningjum. Pontu nefna ís- lendingar þetta sérkennilega tóbakshorn, sem þeir nota, en þeir eru neftóbaksmenn miklir, íslendingar, en aftur á móti er lítið um tóbaksreykingar, að minnsta kosti í sumum héruð- um. íslendingar búa sjálfir út nef- tóbak sitt. Tóbakslengj urnar saxa þeir með mikilli nákvæmni, unz það er orðið æskilega smátt, síðan dreypa þeir vatni í tóbak- ið, vínanda eða öðru til þess að gera það rakt. Neftóbakið er síð- an geymt í svonefndri pontu, sem er að lögum sem lítið púðurhorn og er lokað með tappa eins og það. Mælt er, að þessi gerð tó- baksílátsins sé tekin fram yfir aðrar vegna þess, að á hestbaki er galdurinn ekki annar en að taka tappann úr pontunni og stinga svo stútnum upp í aðra nösina, um leið og höfuðið er reigt aftur, streymir þá tóbakið upp i hana að vild. Ég get ekki staðhæft, að pontan sé notuð á þennan hátt, hins vegar hef ég alltaf séð neftóbakinu sáldrað á handarbakið, í dældina milli

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.