Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 8
136 aldraða alþýðufólks, þeirrar kyn- slóðar, sem nú er nær hvörfum, geti verið hinar þörfustu bók- menntir fyrir komandi tíma — ber til þess margt. Glöggar, and- lega svipréttar mannlýsingar, ásamt helztu atburðalýsingum þeim er sterkasta eða veikasta — hafa spunnið lífsuppistöðu- þræði söguritara, geta verið um margt íhugunarverðar og skemmtilegar lestrar. Sumir telja að ævisöguþættir manna og sj álfslýsingar þurfi og eigi að vera nákvæmar og fjöl- orðar um stórt og smátt. — Þar ætla ég að fjær fari réttu. Allar mann- og atburðalýsingar njóta sín bezt skarpmótaðar og fá- orðar, en þó glöggt lýsandi mönnum og atburðum. Þar á ekki að þurfa mælgi við að hafa, því séu allar lýsingar skýrar, á hver sæmilegur lesandi að geta kynnst frásagnara vel. Það heyr- ir til hinu mikla ágæti fom- sagna okkar, hve fáorðar og skarpdregnar eru myndir mannlýsinga, hve atburðarásin er hröð og hvergi tæmd. Njála, sem mun vera um 400 bls , segir ævisögu margra manna og stór- viðburða svo skýrt, að ekki þarf lesarinn á að giska um kosti manna og galla né tildrög at- burða. Að slíkum frásagnarhátt- um mættu þeir giarnan huga, er ævisögur skrá. Eins og heiti bókar Þórarins ber með sér, hefir hann víða fótum niður stigið og yfir horft víðáttu mikla. Margt getur nú hent og hug gripið, í hönd fall- ið og úr greip gengið á minni lífsyfirferð, en Þ. V. hefir haft um daga sína, enda hefir hann á ýmsum verkefnum og ólíkum tekið og komist vel frá, farnast giftulega og virðist nú, er að ævikvöldi líður, ánægður með lífsútkomuna, sáttur og hugheill til Guðs og samferðafólks, er þá vel og gott frá að hverfa starf- inu. — Ekki er það svo með mig, þótt allar lesi ævisögur, er ég hönd á festi, að mér finnist jafn vel um allar að lestri loknum, því fer fiarri. En ævisöguþætti Þ. V. las ég með ánægju tvisvar og tel til hinna betri og skemmti- legri frásagna af því tagi. Það er birta og hlýja manngóðleiks yfir allri frásögn, málið fallegt, Hexma er bezt vel íslenzkt. Að vísu segir höf- undur frá ýmsum atburðum, sem ég tel ekki koma við hans lífs- sögu, en þar um geta verið skoð- anir skiptar, hvort þessi eða hin frásögn falli að eða snerti að einhverju leyti viðkomandi sögu- ritara. En það gildir sama um þá kafla bókarinnar sem hina, að þeir eru prýðilega sagðir, skýrir og skemmtilegir. Einn af fallegustu köflum bók_ arinnar finnst mér bemzku- minningar;má þar einkum nefna Næturvökur yfir kvíám og Lóu- hreiðrið. Þær lýsingar og frá- sagnir hafa um sig bjarma og hreinleik barnshugar, hvort sem höfundur lýsir bernskunnar yf- irsjónum, árekstrum, iðrun og tárum, eða vorglöðum smásigr- um og skínandi brosum. Það er dálítill vandi á ferð fyrir gam- alt fólk að lýsa hreinskilið og rétt bernskuhug sínum og at- höfnum, enda sneyða margir ævisagnaritarar hjá þeim vanda, því svo segir, að fáir vilji sína bernskuna muna, en Þ. V. ferst þarna vel. Það er mér gömlum bónda, sem þegar er hálfur í gras og mold horfinn, eða vel það, sér- stakt hugðarefni að finna eftir lestur þessarar bókar, að gegn- um hina margbreytilegu lífsbar- áttu og ýmislegu viðfangsefni höfundar, ást hans til moldar og sveitalífs, enda þótt ýmsar ástæður, erfiðleikar og óþæg at- vik snéru hug hans og höndum til annara verkefna en sveita- búskap að staðaldri. Erne t Hemingway: Gamli mað- urinn og hafið. Það tekur stundum tíma nokk- urn fyrir okkur miðlungsmenn- ina suma, að skilja ögn af rök- speki, vizku og framsýni viturra manna og það sama kemur upp á tening ,er við lesum verk djúp- tækra spekiskálda. Svo fór mér við fyrsta lestur þessarar merki- legu skáldsögu, Gamli maðurinn og hafið, en er ég hafði lesið hana tvisvar fór ögn að rofa til skiln- ings á því hver væri sú vizka — þau sannindi, er skáldið væri að bregða upp fyrir lesurum sínum með þessari frásögn og lýsing- um. Ég hafði séð blaðaauglýsingar Nr. 5 láta mjög af lýsingum skáldsins á sjósókn og . margbreytilegri sjómannsbaráttu, það fannst mér ekki mjög um, því sú lýs- ing er frekar einhæf. — Hitt mun fyrir vaka skáldinu, að bregða upp líkingu af lífsbar- áttu langrar ævi — sýna hve sú barátta — þau átök eru oft fyllt döprum vonbrigðum, sársauka og lélegum lífsfeng að lokum. Þá er hitt ekki síður athygli vert, hve nátengt og skilnings- ríkt skáldið gerir samband æsku og elli. Á erfiðustu stundum hinnar hörðu baráttu gamla mannsins er það drengurinn, er hann óskar í nálægð við sig. — „Ég vildi að drengurinn væri kominn til mín — væri héma hjá mér,“ segir hann við sjálfan sig, er barátta hans er hörðust — honum finnst lífsþrek sitt og úrræðageta vera alveg að bila. Það má skilja á eintali gamla mannsins, að það er ekki vegna hins líkamlega orkuframlags drengsins sér til stuðnings sem hann óskar nálægðar hans í hinni þrotlausu baráttu sinni. — Nei, það er æskunnar tillits- semi — uppörvandi bjartsýni og hugarhlýja, er hann óskar í ná- lægð við sig, — og þegar hann í baráttunni við illþýði hafsins nær örvæntir um að ná lífs til strandar, segir hann eitthvað á þessa leið, það eru víst ekki margir sem hugsa til mín núna, eða munu sakna mín aðrir en drengurinn, því hann einn skil- ur mig. Það er alltaf drengur- inn, æskan, sem hann þráir og treystir, og drengurinn bregst honum ekki, hann einn á til skilning, uppörvandi orð, hjálp- andi hönd og hlýju í hjarta til að offra hinu örmagna, deyjandi gamalmenni, og þegar dauða- svefninn sígur á brár þessa út- slitna, vonsvikna, gamla manns, þá er það drengurinn einn sem grætur vin sinn, félaga sinn, ráðgjafa og fyrirmynd. Já, gott væri ef þannig reynd- ist æskan ellinni sem oftast, er skáldið vera lætur í þessari sögu. — Þegar við veltum fyrir okkur efni þessarar spaklega hugsuðu sögu í heild, verður þá ekki endirinn — útkoman, að leiðarlokum eitthvað svipuð hjá Framh. á bls. 157.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.