Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 18
146
Heima er bezt
Nr. 5
og áður. Sögumaður minn sagðist
í fyrstu hafa haldið, að verkið
mundi ganga seint með þessu
masi. En hann sagðist fljótt hafa
séð, að þetta tafði Grím ekkert
og hann mundi verða að hafa sig
allan við, ef ekki átti að hallast á
sig með afköstin; það hefði verið
eins og Grímur hefði getað hugs-
að um tvennt í einu: umtalsefn-
ið og vinnuna. En það sagðist
hann ekki hafa getað, tók því það
ráð að hugsa eingöngu um verk-
ið, og með því móti hefði hann
lafað í að vinna á við Grím. En
Grímur hélt samtalinu áfram
þrátt fyrir það, þótt hann gæti
lítinn þátt tekið í því.
Grímur þótti athafnamaður í
búnaði á sinni tíð, ekki síður en
Þorleifur faðir hans. Hann
færði bæinn á Nesjavöllum syðst
á vellina. Þótti þar hægara með
neyzluvatn og betra túnstæði
heldur en þar sem hann stóð í
tíð föður hans. Grímur byggði
loftbaðstofu með þiljaðri stofu
undir loftinu, auk búrs og eld-
húss. En það þótti óvanalegt, að
á bæ þessum sneru bæjardyrnar í
norður. Um 1860 byggði hann
geymsluhús úr timbri, og var það
með fyrstu húsum þeirrar teg-
undar, sem byggt var þar um
sveitir. Hann fékk lærðan smið;
sm Reykjavík til þess að byggja
þetta hús. í sveitum voru þá fáir,
sem kunnu að reisa timburhús.
Lækirnir, sem koma úr Hengl-
inum og renna austur á vellina,
voru erfiðir viðfangs. Vildu grafa
undir stíflumar. Á sjötta tug
aldarinnar (1850—60) stofnuðu
Grafningsmenn nokkurs konar
búnaðarfélag í sveitinni. Til-
gangur þess félags var ekki sá að
fá opinberan styrk, heldur að
bindast samtökum með að hjálpa
hver öðrum með erfið verk, til
þess að koma þeim í fram--
kvæmd. Þetta kom sér vel fyrir
Grím. Hann fékk nógan mann-
skap sér til aðstoðar og gat þess
vegna sett öflugar stíflur í læk-
ina, sem entust mörg ár.
Eftir að bærinn var færð-
ur syðst á vellina, fór Grímur að
rækta þar tún út frá honum. Þar
var þurrlent og betur til rækt-
unar fallið heldur en þar, sem
bærinn var áður. Á meðan taða
var lítil og kýrnar fáar, hafði
hann geitur til þess að bæta úr
mjólkurleysinu, en hætti svo við
þær, þegar hann gat haft nægi-
lega margar kýr til heimilis-
þarfa. En á sumrin fékk hann
nóg skyr og smjör úr sauða-
mjólk; hann færði frá ánum
eins og allir aðrir bændur gerðu
í þá daga.
Grímur notaði skíði á vetrum,
þegar ófærð var vegna snjóa, sem
fáir gerðu í þá daga.
Grímur átti börn mörg. Ekki
veit sá, er þetta ritar, neitt ná-
kvæmt um tölu þeirra. Líklega
hafa þau verið full 20 eða fleiri.
Hann var tvígiftur. Síðari kona
hans hét Hallgerður Þórhalla-
dóttir, ættuð vestan úr Kjós. Með
fyrri konu sinni átti hann 4 börn,
sem upp komust, og með þeirri
síðari 9 börn. Svo átti hann 4
með sömu konu (Sesselju Brynj-
ólfsdóttur) framhjá. En hve
mörg hann átti, sem öðrum voru
eignuð, er óvíst, en almanna-
rómur hélt, að þau hefðu verið
nokkuð mörg. Flest börn hans
komust til fullorðinsára og varð
dugandi fólk, og er margt
manna frá honum komið. En
þrátt fyrir allan þennan barna-
fjölda komst hann af án styrks
frá öðrum. Sótzt var eftir börn-
um hans, þegar þau komust á
legg; þau reyndust öll dugleg og
komu sér vel. Það átti víst sinn
þátt í afkomu Gríms, hvað börn
hans voru dugleg og í alla staði
efnileg.
Grímur andaðist 6. nóvember
1867, 68 ára gamall. Hallgerður,
síðari kona hans, bjó eftir það á
Nesjavöllum með sonum sínum
til fardaga 1879. Þá fór hún á-
samt Helgu dóttur sinni og
manni hennar, Andrési Guð-
mundssyni, sem þá byrjuðu bú-
skap í Hlíð í Selvogi. Sama ár
sem Hallgerður fór frá Nesja-
völlum, kom þangað Jóhann
Grímsson, sonur hennar. Bjó
hann þar síðan í 30 ár.
Ýmislegt var erfitt á Nesja-
völlum, þó að landkostir væru
þar góðir, einkum hvað sauðfjár-
búskap snerti. Silungsveiði á
jörðin í Þingvallavatni. En bær-
inn stendur um 5 kílómetra frá
vatninu. Fer því mikill tími til
þess að hagnýta sér þau hlunn-
indi. Smalamennska er þar líka
erfið. Heyskapur þar er stopull.
Ekkert mýrlendi, einungis harð-
vellir. En heyfall þar er gott.
Venjulega er þar ekki komin
slægja á útjörð fyrr en í ágúst.
Og í kalárum er sáralítið hægt
að heyja þar heima. Það var því
venja flest ár, þegar búið var að
slá túnið, að fá léðar slægjur. En
þær voru ekki að fá nálægt.
Þær varð að sækja norður á
Mosfellsheiði, í svonefnda Sauða-
fellsflóa. Það eru víðlendar
mýrar sem tilheyra Mosfelli í
Mosfellssveit. Presturinn þar
réði yfir þessum mýrum, og var
honum greitt slægjukaupið. Þang
að er 4—5 tíma ferð hvora leið
frá Nesjavöllum. Stundum var
farið suður í Hengladali og heyj -
að þar, og sum ár niður í Reykja-
dal. Reykjadalur er frá Reykja-
koti í Ölfusi. Allt er þetta
langar leiðir frá Nesjavöllum. En
erfiðasta leiðin er úr Reykjadal,
því upp úr honum er bæði löng
og brött brekka upp á Ölkeldu-
háls. Kalárið mikla 1881 varð að
sækja heyskapinn alla leið nið-
ur á Saurbæjarmýri í Ölfusi. Það
mun vera 7—8 tíma ferð frá
Nesjav., eða lengra því að þetta
er yfirleitt ógreiðfær vegur og
víða brattur. Þegar þetta var bjó
Jóhann Grímsson á Nesjavöllum.
Hann hafði ekki nema 6 hesta
til að flytja á heyið og ekki
hægt að fara nema eina ferð á
dag með hörkubrögðum, svo þeg-
ar slægjan var búin er hann gat
fengið, átti hann allmikið óflutt
heim. Þurrkur hafði verið og var
allt heyið þurrt. Þá brugðust
Ölfusingar svo við, að þeir lögðu
til 20 hesta með reiðingum, svo
að allt heyið sem eftir var komst
heim í einni ferð. Árið 1918 var
kalár mikið og grasleysi. Þá var
Brynjólfur Magnússon bóndi á
Nesjavöllum; gat hann þá lítið
heyjað heima, en varð að tína
saman heyskap hingað og þang-
að. Síðan mun ekki hafa verið
sóttur heyskapur að á Nesja-
völlum, enda er nú heyskaparlag
breytt, og heyleysi bætt upp með
fóðurkaupum.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika,
varð aldrei heylaust á Nesjavöll-
um, og reynslan varð sú, að þeg-
ar hörð ár komu og heyleysi, þá
urðu bændur miklu fleiri hey-
lausir á heyskaparjörðum en
hinum, sem lítinn heyskap höfðu.
Framh. á bls. 157.